Fréttablaðið - 30.12.2009, Page 70
46 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
Áramótakveðjur fyrir sex milljónir
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT
2. íþrótt, 6. fíngerð líkamshár, 8.
kk gælunafn, 9. heyskaparamboð,
11. sjúkdómur, 12. skopleikrit, 14.
starfsaðferð, 16. grískur bókstafur, 17.
skurðbrún, 18. tunna, 20. gangþófi,
21. glufa.
LÓÐRÉTT
1. skref, 3. líka, 4. nagdýr, 5. ögn, 7.
eilífð, 10. útsæði, 13. atvikast, 15.
blóðsuga, 16. krass, 19. frá.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. golf, 6. ló, 8. gæi, 9. orf,
11. ms, 12. farsi, 14. tækni, 16. pí, 17.
egg, 18. áma, 20. il, 21. rifa.
LÓÐRÉTT: 1. klof, 3. og, 4. læmingi,
5. fis, 7. óratími, 10. fræ, 13. ske, 15.
igla, 16. pár, 19. af.
„Ég var að fara að fá mér hund, en vinir mínir
og fjölskylda stoppuðu það – eins og ég væri
óhæfur til að eiga dýr,“ segir sjónvarpsmaður-
inn Auðunn Blöndal.
Auddi á þann draum heitastan að eignast
hund og hefur íhugað alvarlega að taka skref-
ið undanfarnar vikur. Hundaeign Audda er
hins vegar sem þyrnir í augum fjölskyldu
hans og vina, sem gera allt sem í þeirra valdi
stendur til að kæfa hugmyndina í fæðingu.
„Ég var tekinn á fund og það var reynt að
útskýra fyrir mér hvers konar ábyrgð þetta
er,“ segir Auðunn alvarlegur. „Ég taldi mig nú
alveg vita það og ákvað að salta þetta í smá-
stund – en ég er ekki búinn að gefast upp. Ef
einhver er að lesa þetta og er að selja þægi-
legan hund, sem er ekki alltaf að pissa og
kúka inni, þá er ég til.“
Auðunn er sem sagt milli steins og sleggju
í málinu og íhugar hvort hann eigi að taka
slaginn af fullum krafti við
fjölskylduna.
En telurðu að þú getir
borið ábyrgð á hundi?
Þetta er eins og að ala upp
barn.
„Já, ég veit það. Það
eina sem ég hef áhyggjur
af er að ég ferðast mikið.
En Sveppi var sá eini sem
studdi mig og bauðst til að
passa hann á meðan ég væri
erlendis.“ - afb
Fjölskyldan leggst gegn hundaeign Audda
GRÍÐARLEG ÁBYRGÐ
Audda langar í hund, en fjölskyldan
leggst gegn því. Hundurinn tengist
ekki efni fréttarinnar beint.
Kvikmyndin The Romantics sem
íslenski kvikmyndaframleiðand-
inn Eva Maria Daniels er einn
framleiðenda að hefur verið valin
á Sundance-kvikmyndahátíðina
sem hefst hinn 27. janúar. Mynd-
in skartar bæði Katie Holmes og
Önnu Paquin í aðalhlutverkum.
Sundance er ein sú allra virt-
asta í Bandaríkjunum en hún
var stofnuð af sjálfum Robert
Redford og heitir í höfuðið á
þekktustu persónu leikarans,
The Sundance Kid, úr kúreka-
myndinni Butch Cassidy and the
Sundance Kid.
„Þetta er mjög tæpt, en okkur
finnst það þess virði að reyna að
ná þessu. Klipparinn og leikstjór-
inn þurfa að vinna langa vinnu-
daga fram að frumsýningu. Ég er
mjög spennt fyrir þessu. Það eru
mörg þúsund myndir sendar inn á
hátíðina þannig að það er frábært
að komast að þarna. Ég ætla sjálf
að vera viðstödd frumsýninguna
og Katie Holmes verður líka við-
stödd, en hún leikur einnig í ann-
arri mynd sem er frumsýnd á
hátíðinni,“ segir Eva Maria. The
Romantics er fyrsta kvikmyndin
sem Eva Maria framleiðir.
Eva Maria situr ekki auðum
höndum þessa dagana því hún er
einnig að undirbúa tökur fyrir
næstu kvikmynd sem hún fram-
leiðir. „Hún fer í tökur í mars og
handritið er með því besta sem
ég hef lesið. Ég er gríðarlega
spennt fyrir þessu verkefni.“
Hún segir það hafa tekið hátt í ár
að ráða leikara í aðalhlutverkið
en myndin heitir Goats og skart-
ar Josh Brolin, David Duchovny,
Robin Wright og syni hennar og
Sean Penn, Hopper Penn í aðal-
hlutverkum. „Þetta ferli getur
tekið mjög langan tíma og við
vorum mjög heppin að fá loks
David til að taka að sér hlutverk
Goat Man,“ segir hún. Auk þess
að framleiða Goats er Eva Maria
með fleiri kvikmyndir í þróun en
nauðsynlegt er að vera með mörg
járn í eldinum í þessum bransa.
Eva Maria hefur dvalið á Íslandi
um jólin og segist hafa nýtt tím-
ann í lestur og afslöppun. „Ég er
búin að lesa mikið síðustu daga,
bæði bækur og handrit. Það er
fínt að fá loks smáfrið til að lesa.“
sara@frettabladid.is
EVA MARIA: NÆSTA MYND MEÐ JOSH BROLIN OG ROBIN WRIGHT
Langir vinnudagar fram
undan fyrir Sundance
HEFUR MÖRG JÁRN Í ELDINUM Eva Maria Daniels er einn framleiðenda kvikmyndar-
innar The Romantics sem verður frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar.
„Ég fæ mér alltaf Létt ab-mjólk
og músli. Það er hinn alíslenski
morgunmatur.“
Steinarr Logi Nesheim tónlistarmaður
Íslensk fyrirtæki eyða í kringum sex milljón-
um króna í áramótakveðjur til landsmanna
á undan Áramótaskaupinu í ár. Mínútan í
þessu dýrasta auglýsingaplássi ársins kostar
í kringum ellefu þúsund krónur en ofan á það
bætist síðan staðsetningarálag. Að sögn Ein-
ars Loga Vignissonar, auglýsingastjóra hjá
RÚV, er staðan þannig að umræddur auglýs-
ingatími verði í kringum níu mínútur en upp-
seldur auglýsingatími á undan Skaupinu telst
vera tólf mínútur að mati Einars.
„Þetta er aukning frá því í fyrra þegar
þessi auglýsingatími var í sögulegu lágmarki
eða aðeins sex mínútur,“ útskýrir Einar
Logi. Til samanburðar má nefna að árið
2007 eyddu íslensk fyrirtæki átta milljónum
í auglýsingar á undan Skaupinu en þar var
spéspegill ársins líka rofinn og auglýsingu
frá fasteignasölunni REMAX hleypt að við
misjafnar undirtektir. Það auglýsingapláss
kostaði litlar þrjá milljónir.
Að sögn Einars verður það hins vegar
auglýsing frá Icelandair sem verður síðasta
auglýsing fyrir Skaup. „Góðærisárin voru
í rauninni undantekningin frá reglunni því
þetta hafa yfirleitt verið áramótakveðjur
og ímyndarauglýsingar frá gamalgrónum
fyrirtækjum,“ segir Einar. Auglýsingatíminn
á undan Skaupinu hefur oft verið sögulegur
því árið 2006 birtist John Cleese upp úr þurru
í Kaupþings-auglýsingu sem var sú síðasta
fyrir Skaup og árið eftir var Randver Þorláks-
son með honum á skjánum á sama tíma. Þá
vakti það mikla athygli þegar hljómsveitin
Bermúda auglýsti í þessu plássi en eigandi
Flúðasveppa keypti auglýsinguna fyrir þau
enda leist honum ljómandi vel á sveitina eftir
að hafa séð hana á tónleikum. - fgg
SÍÐASTIR
FYRIR
SKAUP
Icelandair verður
með síðustu auglýs-
ingu fyrir Skaup en
áttatíu prósent þjóðar-
innar eru þá sest niður
fyrir framan skjáinn. Talið
er að yfir níu af hverjum tíu
horfi á Áramótaskaupið á
ári hverju en því er leikstýrt af
Gunnari Birni Guðmundssyni
þetta árið.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Kolbrún Björnsdóttir
á Bylgjunni er komin
í barneignafrí og á
von á sér í febrúar. Í
hennar stað er frétta-
haukurinn Sólveig
Bergmann komin
við hlið Heimis
Karlssonar í
þáttinn Ísland
í bítið. Til að
auðvelda þessar breytingar fyrir
hlustendum Bylgjunnar var ákveðið
á fundi að kalla Sólveigu framvegis
Sollu. Solla er vitaskuld miklu bjart-
ara og meira brosandi nafn en hið
alvarlega Sólveig Bergmann.
Frostrósirnar gengu frábærlega fyrir
jólin og aldrei hefur annar eins
fjöldi mætt á tónleikana úti um allt
land. Smávegis skugga bar þó á
gleðina í Laugardalshöll þegar í ljós
kom að veitingarnar baksviðs voru
stéttskiptar. Á meðan Hera Björk,
Ragga Gísla og hinar stjörnurn-
ar í sjóinu gæddu sér á dýrindis
grænmetis sælkerafæði
á bak við luktar dyr
fengu tæknimenn,
barnakór, kór og
hljómsveit Sóma-
samlokur og brauð
með kæfu og síld.
Svona var þetta
fyrri tónleikadag-
inn. Seinni daginn
var búinn til heitur
matur fyrir hópinn,
en stjörnurnar
voru samt sem
áður í sérfæði.
Íris Kristinsdóttir, fyrrum
söngkona Buttercup, upplýsir í
viðtali við visir.is að hún hafi leikið
statistahlutverk í kvikmyndinni
Bjarnfreðarson. Íris virðist ala með
sér draum um að verða leikkona ef
marka má viðtalið því
hún greinir einnig frá
því að hún hafi náð
að klófesta hlut-
verk hjúkrunarkonu
í sjónvarpsþátta-
röðinni Rétti 2
og þar fái hún
nokkrar línur
og nafn.
- drg, fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki