Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 12
12 7. janúar 2010 FIMMTUDAGUR EFNT ER TIL FORVALS Á VERSLUNAR- OG VEITINGAÞJÓNUSTU Í HÖRPU, TÓNLISTAR- OG RÁÐSTEFNUHÚSINU Í REYKJAVÍK Ago, dótturfélag Portusar, leitar að áhugasömum rekstraraðilum í húsið sem verður opnað vorið 2011. Við val á þeim verður styrkleiki vöru og þjónustu, þekking, reynsla, geta og nýbreytni lögð til grundvallar. Forvalsgögn munu liggja frammi á skrifstofu Portusar, Austurstræti 17, 5. hæð, 101 Reykjavík frá og með föstudeginum 8. janúar. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila á sama stað, eigi síðar en kl. 16:00, föstudaginn 29. janúar, merktum: Ago – viðskiptatækifæri: FORVAL. Sérstök athygli er vakin á kynningarfundi sem verður haldinn á Grand Hóteli í dag, fimmtudaginn 7. janúar kl. 15. Þar verða veittar nánari upplýsingar um forvalið og forvalsgögnum dreift. Almennar upplýsingar á: www.portusgroup.is Á ÞÍN REKSTRAR- HUGMYND HEIMA Í HÖRPU? ÍS L E N S K A /S IA .I S /P O R 4 86 22 0 1/ 10 Ætlar þú að gera þér dagamun á þrettándanum? JÁ 34,2% NEI 65,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Tók forseti Íslands rétta ákvörð- un í Icesave-málinu? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþingis sendir dóms- mála- og mannréttindaráðuneytinu tóninn í nýju áliti sínu um Þjóðskrá. Ráðuneytið hefur í þrettán ár trassað að setja reglur um hámarkslengd nafna í Þjóðskrá. Segir umboðsmaður að það athafnaleysi sé ekki í samræmi við lög. Tildrög málsins voru þau að umboðsmanni barst kvörtun frá foreldri sem ekki gat skráð fullt nafn dóttur sinnar í tölvuskrá Þjóðskrár þar sem það var meira en 31 stafabil að lengd. Það réði tölvukerfið ekki við, og gerir ekki enn. Í slíkum tilvikum hefur venjan verið sú að starfs- menn Hagstofunnar gera munnlegt samkomulag við viðkomandi um að skrá nafnið með tilteknum hætti, oft skammstöfunum, í Þjóðskrána. Við það öðlast hið skráða nafn hins vegar lagalegt gildi, og ber eft- irleiðis að nota það í öllum samskiptum og viðskipt- um við opinbera aðila. Umboðsmaður Alþingis kemst sem áður segir að þeirri niðurstöðu að setja þurfi reglur um það hvernig skuli meðhöndla þessi tilvik og samkomu- lag sem þessi þurfi að verða formleg og skrifleg. - sh Umboðsmaður Alþingis sendir dómsmálaráðuneytinu tóninn í nýju áliti: Gagnrýnir skráningu í Þjóðskrá ÞJÓÐSKRÁ Ekki er hægt að heita lengra nafni en sem nemur 31 stafabili. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur karl- maður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skil- orðsbundna í þrjú ár, fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir árið 2008. Fyrst réðst maðurinn á annan mann fyrir utan Lands- bankann á Laugavegi 77. Árásar- maðurinn sló hinn hnefahöggi í andlitið og síðan með glerflösku í höfuðið þannig að hann féll í jörð- ina. Síðan sparkaði hann í bringu fórnarlambsins, sem hlaut mar í kringum augnumgjörð og brotið bringubein. Síðar réðst ofstopamaðurinn á mann á Laugavegi. Hann kýldi manninn í andlitið og sparkaði í höfuð hans og líkama. Fórnar- lambið hlaut beinbrot bæði á lík- ama og í andliti. Árásarmaðurinn játaði sök fyrir dómi og samþykkti bótakröf- urnar. En hann krafðist lægstu refsingar sem lög leyfa og þess að bótakröfur yrðu lækkaðar. Hann var dæmdur til að greiða fyrra fórnarlambinu rúmlega 380 þús- und krónur í miskabætur. Þá var hann dæmdur til að greiða mann- inum sem hann réðst á í seinna skiptið ríflega 500 þúsund krón- ur í miskabætur. - jss HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Maðurinn játaði sök fyrir dómi. Réðst með hrottalegum hætti á menn á Laugavegi: Dæmdur í árs fangelsi STJÓRNMÁL Þorleifur Gunnlaugs- son, oddviti Vinstri grænna í borg- astjórn, sæktist eftir fyrsta sæt- inu í forvali Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Áður hafði Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi flokksins, lýst því yfir að hún myndi sækjast eftir fyrsta sætinu. Að óbreyttu munu flokksmenn því geta kosið á milli í það minnsta tveggja frambjóðenda í fyrsta sætið. Forvalið fer fram 6. febrúar næstkomandi. - bj Forval VG í Reykjavík: Tvö vilja fá fyrsta sætið ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON SÓLEY TÓMASDÓTTIR STJÓRNSÝSLA Enn hefur ekki verið ráðinn þjóðgarðsvörður á Þing- völlum í stað Sigurðar Oddsson- ar sem féll frá í ágúst. Þingvalla- nefnd ákvað á fundi 26. október að auglýsa eftir nýjum þjóðgarðs- verði og sagði þá stefnt að því að gengið yrði frá ráðningunni fyrir 1. janúar. 78 umsóknir bárust. Álfheiður Ingadóttir, heilbrigð- isráðherra og formaður Þing- vallanefndar, segir til hafa stað- ið á þriðjudag að eiga viðtöl við umsækjendur en það hafi frestast vegna Icesave-málsins. „En við stefnum að því að ljúka umfjöll- un um umsóknir fyrir vikulokin,“ segir formaðurinn. - gar Starf Þingvallanefndar tefst. Hafa ekki ráðið þjóðgarðsvörð FANGELSISMÁL „Við þurfum að fá að vita hvenær og hverjar úrbæt- ur verða gerðar á einangrunar- málum fanga hér á landi. Annars endar þetta bara með stórslysi.“ Þetta segir Erlendur S. Baldurs- son, aðstoðarmaður forstjóra Fangelsismálastofnunar. Síðdegis í gær sátu þrjátíu manns í gæsluvarðhaldi, þar af helmingur í einangrun. Fangels- ismálastofnun hefur yfir að ráða samtals tíu einangrunarplássum. Í gær og fyrradag voru tíu manns úrskurðaðir í gæsluvarðhald og allir í einangrun. Flestir þeirra eru af erlendum uppruna. Í ein- angrun sitja ásamt fleirum fyrir þrír strokufangar, tveir íslenskir sem reyndu að strjúka af Litla- Hrauni fyrir nokkrum dögum og einn erlendur. Umræddir þrír strokufangar sæta þeim viður- lögum að vera í einangrunarvist í allt að hálfum mánuði. Erlendur segir að af þessum tíu mönnum sem úrskurðaðir voru í einangrun á tveim síðustu sól- arhringum sé pláss fyrir tvo til þrjá á Litla-Hrauni. Hina verði að vista á lögreglustöðvum þar til pláss skapist í fangelsum. „Við erum með alltof fá ein- angrunarpláss, þegar svona kemur upp á eins og margoft hefur verið bent á,“ segir Erlend- ur. „Kerfið þolir því óskaplega lítið. Það er alltaf við suðumark og er alltaf pínt upp í efstu mörk. Ef upp kemur eitthvert brot þar sem margir eru úrskurðaðir í einangrun, þá höfum við einfald- lega ekki pláss, sem aftur þýðir að lögreglan þarf að snúast með þessa fanga um allar trissur.“ Erlendur minnir á tillög- ur Fangelsismálastofnunar til úrbóta í þessum málum, sem nú liggja fyrir. „Okkur vantar auðvitað nýtt fangelsi. Það er ekkert öðru- vísi. Við getum ekki endalaust notað fangelsi sem halda hvorki vatni né vindi, eins og Hegning- arhúsið,“ undirstrikar Erlendur. „Í Bitru fáum við eitthvað um tuttugu afplánunarpláss en það hjálpar ekkert upp á einangrun- armálin, þar sem hafa þarf menn í haldi af því að þeir eru hættu- legir eða vegna rannsóknarhags- muna. Dómsmálaráðherra hefur stutt við þennan málaflokk eftir föngum og það ber að þakka. En fjárveitingarvaldið verður að fara að gera sér grein fyrir alvar- legri stöðu mála hér.“ jss@frettabladid.is ERLENDUR S. BALDURSSON Segir fjárveit- ingarvaldið verða að gera sér grein fyrir alvarlegri stöðu í einangrunarmálum. EINANGRUNARGANGUR Á LITLA-HRAUNI Tíu einangrunarpláss eru í fangelsum landsins. Þau eru fullsetin og vista þarf einangrunarfanga á lögreglustöðvum. Skortur á ein- angrun endar með stórslysi Vista þurfti fimm einangrunarfanga á lögreglu- stöðvunum í gær, þar sem öll einangrunarrými voru full. Fangelsismálastofnun segir þetta enda með stórslysi, verði ekkert að gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.