Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 12
 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Verðhugmyndir Íslands- banka á 49 prósenta hlut í Skeljungi þykja í hærri kantinum. Flestir þeirra sem Fréttablað- ið hefur rætt við segja verðmið- hugmyndir bankans hljóða upp á tífaldan EBITDU-hagnað (rekstr- arhagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði). Þeir telja eðlilegra að greiða fjórfaldan EBITDU, eða á fjórða milljarð króna í mesta lagi. Aðrir telja ekki réttlætanlegt að greiða meira en fimm hundruð milljónir króna fyrir hlutinn miðað við slæma skuldastöðu Skeljungs og verð á sambærilegum félög- um við núverandi aðstæður. Allt fari þetta eftir eiginfjárstöðu Skeljungs, sem var neikvæð um rúma 1,8 milljarða í lok árs 2008, og hvað kaupendur eru tilbúnir til að setja mikið af nýju fé í rekstur- inn. Þá er ekki vitað hvernig bank- inn kemur til móts við væntanleg- an kaupanda. Fréttablaðið greindi frá því í gær að þrír hafi lagt fram tilboð í Skeljung og eignir olíufélagsins. Það eru núverandi meirihlutaeig- endur, Guðmundur Þórðarson, stjórnarformaður Skeljungs, Birgir Þór Bieltvedt og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, auk félags Guðbjarg- ar Matthíasdóttur og sænska fyrir- tækisins Atlantic Tech Storage. Um mánuður er þar til frestur rennur út til að leggja fram bind- andi tilboð í hlut bankans. - jab Íslandsbanki vill of mikið fyrir olíufélag Reiknað er með að kaupendur að minnihluta í Skeljungi þurfi að leggja til nokkuð af nýju fé til að koma rekstrinum á réttan kjöl. Olíurisinn Shell hef- ur lagst á árar með stjórnendum til að laga stöðuna. Skeljungur endurnýjaði samning sinn við alþjóð- lega olíufélagið Shell um noktun skeljarinnar, vöru- merkis Shell International, um síðustu áramót og fær verulegan afslátt af notkun þess. Strangar reglur gilda um notkun skeljarinnar og er engum heimilt að nota hana sem ekki hefur til þess tilskilin leyfi. Skeljungur greiddi eina milljón dala fyrir leyfið árið 2008, jafnvirði rúmra 90 milljóna króna á meðal- gengi ársins. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, segir Shell hafa viljað koma til móts við Skeljung í skugga efnahags- og gengishrunsins hér og lækkað verðið. Hann vildi ekki tjá sig nánar um það. „Það var verulegur afsláttur,“ sagði hann og bætti við að fyrirtækið hafi unnið að því að laga reksturinn að breyttum aðstæðum. Þar á meðal er fjölgun mannlausra bensínstöðva undir merkjum Orkunnar og fækkun hefðbundinna bensínstöðva. Bensín- stöðvar undir merkjum Orkunnar bættust við í Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og Bolungarvík í desember í fyrra og er stefnt að fjölgun mannlausra stöðva á kostnað hinna á höfuðborgar- svæðinu á þessu ári. Einar segir þetta í samræmi við breytt neyslumynstur eftir fall krón- unnar frá miðju árið 2008 þegar fleiri leituðu eftir ódýrara eldsneyti. TILTEKT Í REKSTRINUM EINAR ÖRN ÓLAFSSON LITHÁEN, AP Vygaudas Usackas, utanríkisráð- herra Litháens, hefur sagt af sér vegna ásak- ana um að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi yfirheyrt grunaða hryðjuverkamenn í leyni- fangelsi hennar í landinu. Rannsókn á vegum þjóðþings landsins leiddi í ljós að leyniþjónusta Litháens hafi aðstoðað CIA við að setja upp með leynd fangelsi í land- inu. Usackas heldur því nú fram að grunaðir hryðjuverkamenn hafi aldrei verið yfirheyrð- ir þar, en segir af sér vegna þess að Dalia Gryb auskaite, forseti Litháens, hefur dregið sannleiksgildi þessa í efa. - gb Usackas utanríkisráðherra Litháens: Ráðherra hættir vegna leynifangelsa VYGAUDAS USACKAS Utanríkisráðherra segir af sér. NORDICPHOTOS/AFP EIN AF VERSLUNUM SKELJUNGS Talsverð endurskipulagning hefur átt sér stað innan veggja Skeljungs. Þar á meðal hefur mannlausum stöðvum verið fjölgað. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Stjórn VR skipar 4 fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og 4 til vara. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn skriflegt erindi til Elísabetar Magnúsdóttur á skrifstofu VR fyrir kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 28. janúar 2010. Þeir sem gefa kost á sér skulu: Vera fullgildir félagar í VR og sjóðfélagar í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Skila inn meðmælum minnst 10 félagsmanna frá 3 vinnustöðum. Skila inn hreinu sakavottorði. Uppfylla reglur um hæfi stjórnarmanna skv. reglum FME og 31. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Nánari upplýsingar veitir Elísabet Magnúsdóttir hjá VR í síma 510 1700. Átt þú erindi í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna? Gísla Martein í 2. sæti Málefnin hafa verið aðalatriðið í kosningabaráttu minni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fer fram á morgun. Ég hef kynnt framtíðarsýn mína fyrir Reykjavík á fundum í Þjóðminjasafninu undir yfirskriftinni: Reykjavík – hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór? Fullt hefur verið út úr dyrum á öllum fundunum. Ég þakka frábærar viðtökur. Ég sækist eftir 2. sæti á lista sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar og bið um stuðning ykkar. Gísli Marteinn Baldursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.