Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 16
16 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Tilgangur fiskveiðistjórn-unar er tvíþættur: Ann-ars vegar að stuðla að sjálfbærri nýtingu fiski- stofna. Hins vegar að lækka kostn- að við að veiða hvert tonn. Þriðja markmiðið hefur vikið. Það fólst í því að fjölga störfum og halda byggðum gangandi. Í Frakklandi er þetta þriðja félagslega markmið alls ráðandi. Þar eru tífalt fleiri sjómenn og margfalt fleiri fiskiskip að veiða minna af fiski en hér. Sá veiðiskap- ur kostar miklu meira. Franskir skattborgarar greiða mismuninn. Þær breytingar sem sjávarútvegs- ráðherra hefur nú þegar gert eru sniðnar að slíkum félagslegum markmiðum. Að baki félagslegum lausnum af þessu tagi býr snoturt hjartalag. Öfugt við það sem er á Íslandi eru sjómenn og útvegsmenn í Frakk- landi sáróánægðir og í stöðugu stríði af því að þeir fá aldrei nóg af snotru hjartalagi. Almenningur í Frakklandi er hins vegar sáttur. Sjávarútvegurinn er svo smár að skattgreiðslurnar eru ekki íþyngj- andi. Hér er sjávarútvegurinn höfuð- atvinnugrein. Enginn kostur er því á að greiða offjárfestinguna með sköttum. Eigi að skipta um kerfi verðum við því að fara í það far sem var fyrir 1990 og láta almenn- ing borga brúsann með viðvarandi lækkun á gengi krónunnar. Þegar hismi orðræðunnar hefur verið greint frá kjarnanum eru bara tveir kostir varðandi fisk- veiðistjórnun. Annar byggist á markaðslausnum. Hinn á félags- legum lausnum. Sá fyrri er hag- kvæmari fyrir þjóðina í heild. Sá síðari þjónar hagsmunum þeirra sem fá viðbótarstörfin. Böggull fylgir skammrifi, hvor kosturinn sem er valinn. Eigi þjóð- hagslega hagkvæmari kosturinn að ganga upp þarf þjóðin að sætta sig við að útgerðin skili arði. Það vefst fyrir mörgum. Félagslegi kostur- inn veldur hins vegar óánægju hjá þeim sem fyrir eru í greininni og þurfa að bera hluta kostnað- arins með lægri tekjum og öllum almenningi sem greiðir hinn hlut- ann með gengisfalli krónunnar. Flestir vilja báða kostina. Það er ekki hægt fremur en að gera hvort tveggja að geyma kökuna og borða hana. Óánægjan með ríkjandi kerfi stafar af því að margir stjórnmála- menn telja kjósendum trú um að unnt sé að fara báðar leiðir sam- tímis. Þeir sýna hins vegar engar útfærðar tillögur því þeir vita að það dæmi gengur ekki upp. Fyrir vikið snýst umræðan upp í þrátefli og þras. Útvegurinn og þjóðin Ríkisstjórnin hefur ákveð-ið að svipta útvegsmenn öllum aflaheimildum á ákveðnu árabili. Fyrsti hluti sviptingarinnar er tímasettur 1. september á þessu ári. Forsætis- ráðherra hefur margsinnis ítrekað að við það verði staðið. Ríkisstjórnin hefur engar tillög- ur sett fram um það sem koma á í staðinn. Hún virðist líta svo á að það sé hlutverk annarra. VG hefur að vísu lýst lauslegum hugmynd- um. Þær eru túlkaðar á þann veg að ekki eigi að skerða hár á höfði nokkurs en allir sem vilja veiða meira eða vinna meiri fisk fái tækifæri. Mismunandi túlkanir fara eftir því í hvaða plássi menn eru staddir hverju sinni. Talsmenn ríkisstjórnarinnar kalla eftir tillögum útvegsmanna. Með öðrum orðum: Þeir segjast vera á móti kerfi sem útvegsmenn og sjómenn eru sáttir við. En með því að engar hugmyndir um lausn- ir eru á ríkisstjórnarborðinu eiga útvegsmenn að koma með þær til þess að ráðherrarnir verði sáttir. Ríkisstjórnin hótar að svipta og útvegsmenn að sigla í land. Umræða af þessu tagi kallast þras. Þras Fjármálaráðherra skaut því fram í vikunni að réttast væri að hafa þjóðarat-kvæði um fiskveiðistjórn- unarlögin. Yfirlýsingin hefur ugg- laust verið hugsuð sem gaffall á útgerðarmenn í þeirri refskák sem nú er tefld milli þeirra og rík- isstjórnarinnar. Í því ljósi að kannanir sýna jafn- an andstöðu meirihluta þjóðarinn- ar við fiskveiðistjórnunarkerf- ið sýnist leikur ráðherrans vera býsna sterkur. Ekki er þó víst að ráðherrann hafi hugsað marga leiki fram í tímann. Hvernig færi ef hann væri tekinn á orðinu? Hverjir yrðu þá næstu leikir? Áframhaldandi gildi núverandi fiskveiðistjórnunarlaga verður ekki lagt í þjóðaratkvæði. Ráð- herrann yrði þá að fá samþykkt lög á Alþingi um niðurfell- ingu laganna, sem þjóðin fengi s íð a n t æk i - færi til að stað- festa eða synja. Afleiðingin yrði lagalegt tóma- rúm. Fullvíst er að ráðherrann treystir sér ekki til að bera ábyrgð á því. Ráðherrann á því ekki annan leik í stöðunni en að semja frum- varp að nýrri heildarlöggjöf um fiskveiðistjórnun og fá það sam- þykkt á Alþingi. Gildistaka nýja kerfisins yrði síðan háð samþykki þjóðarinnar í allsherjaratkvæða- greiðslu. Er það einhverjum vand- kvæðum bundið? Mat á því hlýtur að byggjast á reynslu. Rétt tuttugu ár eru frá því að núverandi forsætisráðherra og fjármálaráðherra og þáverandi flokkar þeirra samþykktu gildandi fiskveiðistjórnunarlöggjöf. Einörð andstaða þeirra hófst strax daginn eftir og hefur því staðið í tvo ára- tugi. Andstaðan hefur alltaf verið kosningamál. Á hinn bóginn hefur þeim ekki tekist á þessum tuttugu árum að setja fram heildstæðar tillögur um annars konar kerfi og því síður að færa þær í lagabún- ing. Það er alltaf einfalt að vera á móti en oft flókið að koma með lausnir. Ef menn taka áskorun fjármála- ráðherrans gæti því svo farið að í endataflinu stæði gaffall á hann sjálfan. Hví ekki? Hví ekki? Dofri Hermannsson 2.–3. sæti Hjólað í málin Hjólatúr frá Bankast ræti 10 kl. 11-12 í dag. www.dofrihermannsson.is Þ egar Ólafur Ragnar Grímsson ræddi við Jeremy Paxman í fréttaskýringaþættinum Newsnight í breska ríkissjón- varpinu í byrjun janúar, var ekki annað að skilja á for- setanum en Íslendingar gætu kennt Bretum sitthvað um framgang lýðræðislegra stjórnarhátta. Óneitanlega tók forsetinn þar hraustlega til orða og er reyndar ekki alveg víst að boðskapur hans þoli nána skoðun. Hitt er hins vegar öruggt að Íslendingar geta lært ýmislegt af Bretum. Í gær buðu þeir til dæmis upp á sérlega gagnlega kennslustund í opinni og upplýstri umræðu. Þetta var þegar breska Íraksnefnd- in fékk Tony Blair, fyrrverandi forsætiráðherra landsins, á sinn fund. Hlutverk Íraksnefndarinnar er í stuttu máli að rannsaka aðdrag- anda innrásarinnar í Írak og þann stríðsrekstur sem eftir fylgdi. Yfirlýstur tilgangur er að draga saman lærdóm sem hægt er að hafa til hliðsjónar ef svipaðar aðstæður koma upp í framtíðinni. Nefndin var skipuð síðasta sumar og hóf opinberar yfirheyrslur í nóvember. Fjöldi einstaklinga hefur þegar komið fyrir hana, þar á meðal ýmsir embættismenn og herforingjar. Yfirheyrslurnar eru fyrir opnum tjöldum og getur tiltekinn fjöldi almennings verið viðstaddur. Umfram allt eru þó samskipti nefnd- arinnar við gestina sjónvarpað beint út á netinu. Fyrir vikið gat gjörvöll heimsbyggðin, eða að minnsta kosti sá hluti hennar sem hefur netaðgang, horft á sex klukkustunda langa yfirheyrslu yfir Tony Blair í gær. Blair var ásamt George Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í forystu þeirra ríkja sem ákváðu að ráðast inn í Írak í trássi við alþjóðalög og ályktir Sameinuðu þjóðanna. Frá stríðsbyrjun árið 2003 hafa um eitt hundrað þúsund Írakar fallið. Mannfall innrás- arliðsins nálgast fimm þúsund manns. Að vonum var eftirvæntingin yfir því sem Blair hafði að segja því mikil. Í andsvörum hans vottaði hins vegar hvorki fyrir vafa né eftirsjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem studdu opinberlega innrásina í Írak. Verður sú ákvörðun þáverandi ráðamanna ævarandi blettur á þjóðinni. Enn er langt frá því að upplýst hafi verið til fulls hvernig sú óhæfa gat átt sér stað. Er það sannarlega verðugt rannsóknarefni. En það er annar kapítuli. Opinberar yfirheyrslur bresku Íraksnefndarinnar eru áminning um hvernig rannsóknarnefnd Alþingis um hrun bankanna hefði getað hagað sínum störfum. Rannsóknarnefndin fékk fjölda manna og kvenna í viðtöl og skýrslutöku. Hún kaus að hafa þá fundi bakvið luktar dyr. Fór þar því miður forgörðum mikilvægt tækifæri til að færa opinbera umræðu til meiri þroska. Íraksnefndin fór fremur mjúkum höndum um Blair, nema þegar Sir Roderic Lyne var í hlutverki spyrjandans. Fyrir okkur Íslendinga verður fróðlegt að heyra hversu hart rannsóknarnefnd Alþingis gekk að mönnum í sínum yfirheyrslum. Tækifæri til þess að komast að því mun gefast þegar hljóðupptök- ur frá skýrslutökum rannsóknarnefndarinnar verða aðgengilegar innan skamms á Þjóðskjalasafninu. Gagnleg kennslustund í boði Breta: Opinberar yfirheyrslur JÓN KALDAL SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.