Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 8
8 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR 1 Hvað heitir bankamálaráð- herra Bretlands? 2 Hvað heitir fyrirtæki þing- mannsins Ásbjörns Óttarssonar, sem hann þáði arð frá þrátt fyr- ir neikvætt eigið fé árið 2006? 3 Hvaða fyrrverandi lands- liðsmaður í handbolta er faðir Arnórs Atlasonar, hetju Íslands í leiknum gegn Noregi? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 DÓMSMÁL Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita unga stúlku ítrekað kynferð- islega með lostugum og ósiðlegum samskiptum á netinu. Einnig að reyna að fá stúlkuna, sem var þá þrettán ára, til að hafa kynferðis- mök við sig. Lögreglan notaði tálbeitu til að handsama manninn. Maðurinn var handtekinn í maí á síðasta ári en hann hafði verið í msn-samskiptum við stúlkuna. Hann klæmdist gróflega við hana og reyndi að fá að hitta hana. Móðir stúlkunnar komst að samskipt- um dóttur sinnar við manninn og lét lögregluna vita. Ekki reyndist unnt að rekja IP-tölur vegna þess- ara samskipta, svo lögreglukona skráði sig inn á forritið undir nafni stúlkunnar og þóttist vera hún. Eftir nokkur samskipti ákváðu þau að hittast við sundlaug. Þang- að kom maðurinn í þeim tilgangi að hafa við stúlkuna kynferðisleg samskipti. Lögreglan var fyrir á staðnum og handtók manninn þegar hann mætti á vettvang. Dómurinn taldi aðferðir lögreglu við að nota tálbeitu til að ná mann- inum löglegar. Hann var dæmdur til að greiða stúlkunni 150 þúsund krónur í miskabætur. - jss Karlmaður á fertugsaldri dæmdur fyrir áreiti gegn þrettán ára stúlku: Tálbeita notuð til að ná níðingi SAMSKIPTI Á NETINU Ekki reyndist unnt að rekja IP-tölu mannsins. MYND ÚR SAFNI UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA 5.000 umslög af heppilegri stærð. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Hjartamiðstöðin Tilkynning – Lung nalæ knar Hef opnað læknastofu í Hjartamiðstöðinni, Holtasmára 1, 6. hæð í Kópavogi. Tímapantanir eru í síma 550 3030 eða á www.hjartamidstodin.is Holtasmára 1 • 6. hæð • 201 Kópavogi • Sími 550 3030 • www.hjartamidstodin.is Magdalena Ásgeirsdóttir lungnalæknir FJÖLMIÐAR Af 175 milljónum krónum sem Ríkisútvarpið varði til kaupa á sjónvarpsefni frá sjálfstæðum framleiðendum á síðasta rekstrar- ári var 67 milljónum króna varið í talsetningu á barnaefni. Kvikmyndagerðarmenn óskuðu eftir upplýsingum frá RÚV yfir aðkeypt sjónvarpsefni frá sjálfstæð- um framleiðendum frá því að þjón- ustusamningur RÚV og mennta- málaráðuneytisins tók gildi árið 2007. Fyrir helgi barst þeim listi yfir aðkeypt efni rekstrarárið 2008 til 2009. Ari Kristinsson, formaður Sambands íslenskra kvikmynda- framleiðenda, segir þeim lista aftur á móti ábótavant; hvorki sé tekið fram hversu mikið var greitt fyrir hverja mynd né hver framleiðandi myndarinnar er. Ari segir að kvik- myndargerðarmenn hafi óskað eftir ítarlegri upplýsingum frá RÚV og fengið vilyrði frá útvarpsstjóra um að þær yrðu veittar. Í upplýsingunum fyrir síðastlið- ið rekstrarár kemur aftur á móti fram að heildarfjárhæðin sem RÚV varði til kaupa á sjónvarpsefni frá sjálfstæðum framleiðendum sé 175 milljónir króna. Af því hafi 67 millj- ónir verið greiddar fyrir talsetn- ingu á barnaefni. Þetta telur Ari brjóta í bága við þjónustusamninginn, þar sem tal- setning á erlendu barnaefni geti ekki talist til nýsköpunar í inn- lendri dagskrárgerð. Undir það tekur Hjálmtýr Heiðdal, formaður Félags kvikmyndargerðarmanna. „Í samningnum stendur að RÚV skuli gerast kaupandi eða meðfram- leiðandi að leiknu sjónvarpsefni, kvikmyndum, heimildarmyndum eða öðru sjónvarpsefni og verja til Talsetning barnaefnis skráð sem nýsköpun Kvikmyndagerðarmenn segja RÚV brjóta þjónustusamning með því að flokka talsetningu á barnaefni sem kaup á sjónvarpsefni frá sjálfstæðum framleiðend- um. RÚV greiddi 67 milljónir fyrir talsetningu á síðastliðnu rekstrarári. FRÁ RÚV Kvikmyndagerðarmenn hafa óskað eftir ítarlegri upplýsingum frá RÚV um aðkeypt sjónvarpsefni og fengið vilyrði um að þær yrðu veittar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nýsköpun í dagskrárgerð RÚV skal vera vettvangur nýsköpunar í dagskrárgerð. RÚV skal styrkja og efla sjónvarpsþátta-, kvikmynda- og heimildarmyndagerð með því að kaupa og sýna efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Með hugtakinu sjálfstæður framleiðandi er átt við fyrirtæki sem er sjálfstæður lögaðili aðskilinn frá útvarpsfyrirtækinu og hefur frelsi til að skilgreina sína eigin viðskiptastefnu, þar með talið það sem lýtur að vinnu fyrir aðra en útvarpsfyrirtækið sjálft. RÚV skal ger- ast kaupandi eða meðframleiðandi að leiknu sjónvarpsefni, kvikmyndum, heimildarmyndum eða öðru sjón- varpsefni og verja til þess að lágmarki 150 millj. kr. á ári frá og með árinu 2008. Árið 2009 hækkar upphæðin í 200 millj. kr. og verður við lok samn- ingstímabilsins 250 millj. kr. ÚR ÞJÓNUSTUSAMNINGI RÚV OG MENNTAMÁLARÁÐUNEYTISINS þess ákveðinni upphæð. Talsetning á barnaefni fellur ekki undir þetta; hljóðsetning er þjónusta við einn þátt kvikmyndagerðar og fram- leiðslu sjónvarpsefnis. Þar af leið- andi detta þessar 67 milljónir út fyrir rammann.“ Bjarni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri RÚV, er ósammála og segir talsetningu á barnaefni eiga heima undir þessum lið. „Eðli málsins samkvæmt geta skoðanir verið skiptar um þessa flokkun en ekki má gleyma að fjölmargir fag- menn koma að talsetningu barna- efnis, til dæmis þýðendur, leikstjór- ar, leikarar, tæknimenn og fleiri. Sérþekking og samhæfing á þessu sviði skiptir miklu máli og þessi þjónusta er keypt frá sjálfstæðum framleiðanda.“ bergsteinn@frettabladid.is PERÚ, AP Hátt í átta hundruð ferða- menn biðu þess í gær að vera bjargað frá Machu Picchu, hinum fornu borgarrústum Inka í Perú. Þessi vinsæli ferðamannastað- ur lokaðist af í flóðum og skriðu- föllum um síðustu helgi. Síðan þá hefur þurft að bjarga meira en 2.500 ferðamönnum, sem urðu þar innlyksa. Stjórnvöld hafa sent þyrlur til að flytja fólkið burt í smáhópum. Reiknað er með að ferðamanna- staðurinn verði lokaður næstu vikurnar meðan verið er að gera við eina veginn þangað. Fjögur þúsund manna þorp þar hjá, Machu Picchu Pueblo, verður einnig einangrað þennan tíma. - gb Ríflega þrjú þúsund manns strandaglópar í Perú: Þyrlur sendar að bjarga fólki af Machu Picchu BURT ÚR EINANGRUN Skriðuföll og flóð lokuðu frægum ferðamannastað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu stöðvaði þrjár kannabisræktanir í fyrradag. Við húsleit í bílskúr í Kópavogi fund- ust tuttugu og fimm kannabis- plöntur. Karlmaður á þrítugsaldri játaði sök. Við húsleit í Hafnarfirði fann lögregla tuttugu kannabisplönt- ur. Karlmaður á þrítugsaldri var yfirheyrður í tengslum við rann- sókn málsins. Í íbúðarhúsi í Kópavogi fundust fimmtán kannabisplöntur. Hús- ráðandi, kona á þrítugsaldri, ját- aði að eiga ræktunina. Lögreglan minnir á fíkniefna- símann 800-5005. - jss Höfuðborgarsvæðið: Þrjár ræktanir voru stöðvaðar VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.