Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 30. janúar 2010 5 Ferðaáætlun FÍ 2010 er komin út! www.fi.is Ferðafélag Íslands SKRÁÐU ÞIG INN – DRÍFÐU ÞIG ÚT! „Þetta snýst um að reyna á þolrif- in í áhorfendum og okkur sjálf- um. Við syngjum aldrei neitt venjulegt, reynum alltaf að taka annan vinkil á hlutina. Við höfum í raun aldrei gengið lengra en nú, og eflaust munum við stuða ein- hvern,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju og kórstjóri Hymnodiu sem heldur tónleika í smurstöðinni Kvikkfix á morgun. Tónleikastaðurinn er óneitan- lega óvenjulegur. Kvikkfix er til húsa í Vesturvör 30c í Kópavogi og hefur haft það að markmiði að sameina hversdagsleika og list með því að hýsa þar gallerí sem er nýtt til myndlistarsýninga, gjörn- inga og tónleika af ýmsum toga. Verða tónleik- arnir á morgun í takt við þenn- an óvenjulega blæ sem ríkir yfir staðnum. „Við verðum kannski eins og geimverur þarna á kafla, þar sem partur af tónleikunum verður algjörlega frjáls hljóðfæra- og söng spuni. En þó svo við munum gefa okkur sköpunarkraftinum á vald, verða tónlistarverkin ávallt í fyrirrúmi,“ útskýrir Eyþór Ingi. Hymnodia hefur unnið mikið með spuna í gegnum tíðina og er það eitt af einkennum kamm- erkórsins. „Þetta verða gríðar- lega öfgafullir kórtónleikar og í raun erum við að gera allt annað en að koma fram á hefðbundinn hátt,“ segir hann. Þó munu mörg íslensk tónskáld fá verk sín frum- flutt á tónleikunum í Kvikkfix og er Gísli Jóhann Grétarsson eitt þeirra. „Það er náttúrulega mjög gaman að fá frumflutt verk eftir sig og ég er þess fullviss að Hym- nodia eigi eftir að skila því af sér á sinn frábæra hátt. Þau gera það alltaf,“ segir Gísli, sem er búsett- ur í Svíþjóð um þessar mundir þar sem hann leggur stund á nám í tónsmíðum. Tónleikarnir hefjast kl. 14.00 á morgun og er aðgangseyrir 1.500 krónur. - sv Söngspuni í smurstöð Kammerkórinn Hymnodia heldur á morgun tónleika á vægast sagt óvenjulegum stað. Kórinn mun þenja raddböndin í smurstöðinni Kvikkfix í Kópavogi en tónleikarnir eru hluti af Myrkum músíkdögum. Eyþór Ingi Jónsson Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á ferðir á Sólheima- jökul um helgina. Íslenskir fjallaleiðsögumenn standa fyrir göngu á Sólheimajök- ul, einn skriðjökul Mýrdalsjökuls, í dag og á morgun klukkan 12. Fá þátttakendur tækifæri til að skoða svelgi, jökuldrýli, djúpar jökul- sprungur og útföll Jökulsárinnar. Umhverfi jökulsins þykir hrika- legt og sýnir vel landmótunar áhrif kröftugra jökla. Reyndur leiðsögumaður kenn- ir þátttakendum undirstöðuatrið- in í broddagöngu og notkun ísaxa um leið og lagt er á jökulsporðinn. Leiðsögnin er innifalin í þátttöku- gjaldi ásamt mannbroddum, ísöx- um og öryggisfatnaði. Þátttakend- ur eru beðnir að mæta með hlý föt, regnföt, gönguskó og nesti. Um tvær klukkustundir tekur að keyra frá Reykjavík til Sólheima- jökuls, þar sem gangan hefst við bílastæðið klukkan 12. Gangan tekur á bilinu þrjá til fjóra tíma og er aðeins ætluð þátttakendum tíu ára og eldri. Þátttökugjald er 9.500 krónur fyrir fullorðna og 5.900 krónur fyrir börn. Sjá www. fjallaleidsogumenn.is. - rve Gengið í góðu veðri Íslenskir fjallaleiðsögumenn standa fyrir ferðum alla daga vikunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Áður en lagt er í hann út á land er gott að afla sér upplýsinga um færð og veður. Slíkar upplýs- ingar er hægt að fá í símsvara í síma 1779. Upplýsingaþjónusta Vegagerðarinnar er hins vegar í síma 1777. www.vegagerdin.is Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari mun spila með Hymnodiu á morgun og ákvað að prófa hljóm- gæðin í sal Kvikkfix. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.