Fréttablaðið - 30.01.2010, Page 49

Fréttablaðið - 30.01.2010, Page 49
LAUGARDAGUR 30. janúar 2010 5 Ferðaáætlun FÍ 2010 er komin út! www.fi.is Ferðafélag Íslands SKRÁÐU ÞIG INN – DRÍFÐU ÞIG ÚT! „Þetta snýst um að reyna á þolrif- in í áhorfendum og okkur sjálf- um. Við syngjum aldrei neitt venjulegt, reynum alltaf að taka annan vinkil á hlutina. Við höfum í raun aldrei gengið lengra en nú, og eflaust munum við stuða ein- hvern,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju og kórstjóri Hymnodiu sem heldur tónleika í smurstöðinni Kvikkfix á morgun. Tónleikastaðurinn er óneitan- lega óvenjulegur. Kvikkfix er til húsa í Vesturvör 30c í Kópavogi og hefur haft það að markmiði að sameina hversdagsleika og list með því að hýsa þar gallerí sem er nýtt til myndlistarsýninga, gjörn- inga og tónleika af ýmsum toga. Verða tónleik- arnir á morgun í takt við þenn- an óvenjulega blæ sem ríkir yfir staðnum. „Við verðum kannski eins og geimverur þarna á kafla, þar sem partur af tónleikunum verður algjörlega frjáls hljóðfæra- og söng spuni. En þó svo við munum gefa okkur sköpunarkraftinum á vald, verða tónlistarverkin ávallt í fyrirrúmi,“ útskýrir Eyþór Ingi. Hymnodia hefur unnið mikið með spuna í gegnum tíðina og er það eitt af einkennum kamm- erkórsins. „Þetta verða gríðar- lega öfgafullir kórtónleikar og í raun erum við að gera allt annað en að koma fram á hefðbundinn hátt,“ segir hann. Þó munu mörg íslensk tónskáld fá verk sín frum- flutt á tónleikunum í Kvikkfix og er Gísli Jóhann Grétarsson eitt þeirra. „Það er náttúrulega mjög gaman að fá frumflutt verk eftir sig og ég er þess fullviss að Hym- nodia eigi eftir að skila því af sér á sinn frábæra hátt. Þau gera það alltaf,“ segir Gísli, sem er búsett- ur í Svíþjóð um þessar mundir þar sem hann leggur stund á nám í tónsmíðum. Tónleikarnir hefjast kl. 14.00 á morgun og er aðgangseyrir 1.500 krónur. - sv Söngspuni í smurstöð Kammerkórinn Hymnodia heldur á morgun tónleika á vægast sagt óvenjulegum stað. Kórinn mun þenja raddböndin í smurstöðinni Kvikkfix í Kópavogi en tónleikarnir eru hluti af Myrkum músíkdögum. Eyþór Ingi Jónsson Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á ferðir á Sólheima- jökul um helgina. Íslenskir fjallaleiðsögumenn standa fyrir göngu á Sólheimajök- ul, einn skriðjökul Mýrdalsjökuls, í dag og á morgun klukkan 12. Fá þátttakendur tækifæri til að skoða svelgi, jökuldrýli, djúpar jökul- sprungur og útföll Jökulsárinnar. Umhverfi jökulsins þykir hrika- legt og sýnir vel landmótunar áhrif kröftugra jökla. Reyndur leiðsögumaður kenn- ir þátttakendum undirstöðuatrið- in í broddagöngu og notkun ísaxa um leið og lagt er á jökulsporðinn. Leiðsögnin er innifalin í þátttöku- gjaldi ásamt mannbroddum, ísöx- um og öryggisfatnaði. Þátttakend- ur eru beðnir að mæta með hlý föt, regnföt, gönguskó og nesti. Um tvær klukkustundir tekur að keyra frá Reykjavík til Sólheima- jökuls, þar sem gangan hefst við bílastæðið klukkan 12. Gangan tekur á bilinu þrjá til fjóra tíma og er aðeins ætluð þátttakendum tíu ára og eldri. Þátttökugjald er 9.500 krónur fyrir fullorðna og 5.900 krónur fyrir börn. Sjá www. fjallaleidsogumenn.is. - rve Gengið í góðu veðri Íslenskir fjallaleiðsögumenn standa fyrir ferðum alla daga vikunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Áður en lagt er í hann út á land er gott að afla sér upplýsinga um færð og veður. Slíkar upplýs- ingar er hægt að fá í símsvara í síma 1779. Upplýsingaþjónusta Vegagerðarinnar er hins vegar í síma 1777. www.vegagerdin.is Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari mun spila með Hymnodiu á morgun og ákvað að prófa hljóm- gæðin í sal Kvikkfix. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.