Fréttablaðið - 30.01.2010, Side 62

Fréttablaðið - 30.01.2010, Side 62
34 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR Hvernig myndirðu útskýra leikverk- ið Góðir Íslendingar? „Ég útskýri það ekki. Það verður hver og einn að fá sína upplifun í friði. Kannski er það eina lýsingin sem ég get gefið: „Upplifun.“ Hver er hápunktur listræns fer- ils þíns til þessa? „Hann er líklega bara núna. Nýbúinn að frumsýna Góða Íslendinga í Borgarleikhúsinu, Disaster Songs kom út fyrir nokkr- um mánuðum og ég er byrjaður að semja tónlist á tvær aðrar sólóplöt- ur. XIII spilar á tónleikum reglu- lega og Vítissódi hittist annað slag- ið. Maður er að vinna með toppfólki í öllum þessum verkefnum, og þetta er bara enn að vaxa.“ Hvað þyrfti að gerast til að þú tækir þátt í Söngvakeppni sjón- varpsins? „Ég verð nú bara að viður- kenna að þessi hugsun er svo fjarri mér að ég hef ekki hugmynd um hvað það ætti að vera. Fullt af pen- ingum. Tapað veðmál. Já, eða bara heilaskemmd. En þetta er fyrst og fremst vettvangur þeirra sem hafa gaman og áhuga á þessari keppni og þess konar tónlist. Það er í sjálfu sér gott og blessað. Ég er bara ekki einn af þeim. Mín skoðun er sú að ekki sé hægt að keppa í tónlist frekar en öðrum listum. Leitt að umfjöllun í sjónvarpi um tónlist sé nánast ein- göngu í þessu keppnisformi. Þetta eru ekki íþróttir, frekar en Morfís er samskiptaform. Og hvað á fólk að halda þegar sumt af okkar fremsta og vinsælasta tónlistarfólki tekur þátt í umfjöllun af þessu tagi?“ Hvar er fallegast í heiminum? „Nú er ég ekki víðförull, en ég fyll- ist lotningu við Vatnajökul.“ Hvað er það besta við Ísland? „Góðir Íslendingar.“ En það versta? „Það hefur sína kosti og galla að búa á fámennri eyju.“ Þú færð tímavél upp í hendurnar. Hvert stillir þú hana? „Ég held að ég myndi bara gefa Mæðrastyrks- nefnd eða Fjölskylduhjálpinni hana. Ég er afskaplega sáttur við lífið og hef alltaf mestan áhuga á líðandi stund.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Kótilettur í raspi.“ Uppáhaldsskemmtistaðurinn þinn? „Sódóma Reykjavík. Ekki spurning. Gaman að spila þar og gaman að sjá aðra spila þar.“ Hefurðu lent í lífsháska? „Já. Ég var bara of vitlaus til að fatta það fyrr en eftir á.“ Uppáhaldsbúðin þín? „Sú búð sem ég heimsæki oftast og mér til mik- illar ánægju er Söluturninn Kúlan á Réttarholtsveginum.“ Hver er síðasta uppáhaldsplatan þín? „Red Album með Baroness og World painted Blood með Slayer.“ Hvaða músík fílar þú, en skamm- ast þín hálfpartinn fyrir að viður- kenna? „Það er ekkert við minn tón- listarsmekk til að skammast mín fyrir.“ Hvað myndi fullkomna líf þitt? „Margir hlæja þegar fegurðar- drottningarnar minnast á heimsfrið. En af hverju er sú hugmynd fárán- leg? Myndi það ekki hafa jákvæð áhrif á okkur öll ef eiginhagsmuna- semi, tortryggni, skeytingarleysi og yfirgangur myndu ekki lita dagleg samskipti okkar og heimssýn? Ann- ars segi ég nú bara eins og maðurinn (Jón Ásgeir): „Ég þarf bara að eiga fyrir diet kók og þá er ég sáttur.“ Hvernig er hinn fullkomni dagur? „Mér finnst þeir dagar þar sem mér tekst að læra eitthvað nýtt eða skapa eitthvað vera nánast fullkomnir.“ Besta bókin? „Þessa stundina er það Fiskað í djúpinu eftir David Lynch.“ Besta bíómyndin? „Líklega hefur „Dýragarðsbörnin“ (Wir kinder vom Bahnhof Zoo) haft mest áhrif á mig á sínum tíma.“ Hvað klikkaði í góðærinu? „Heil- brigð skynsemi.“ Hver er leiðin út úr kreppunni? „Heilbrigð skynsemi.“ Hvað er næst á dagskrá? „Nú er bara að halda áfram að sýna Góða Íslendinga í Borgarleikhúsinu. Halda áfram að gera góða tónlist einn og með öðrum. Svo hlýtur að styttast í að ég, Jón Atli og Jón Páll förum að verða órólegir aftur.“ Heilbrigð skynsemi óskast Hallur Ingólfsson er einn þremenninganna sem stendur á bak við leikverkið Góðir Íslendingar sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu. Hann hefur komið víða við í leikhúsinu og tónlistinni á undanförnum árum og staðið í mjög fjölbreyttum verkefnum. Hallur er í Þriðju gráðunni að þessu sinni. HEFUR MESTAN ÁHUGA Á LÍÐANDI STUND Hallur Ingólfsson er sáttur ef hann á fyrir diet kók. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN OG HVAÐ ERTU KALLAÐUR? Hallur Ingólfs- son. Yfirleitt kallaður Hallur. Einstaka maður kallar mig Ingólfsson. FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐ- IST ÞÁ HELST Í VERALDARSÖG- UNNI? 1969 og þá var allt að gerast! Fyrstu skref mannsins á tunglinu hljóta þó að standa upp úr í hinu stóra samhengi. LÍF ÞITT Í HNOTSKURN: Ævisag- an í sex orðum: Ég veit aldrei hvað gerist næst. ■ Á uppleið Þjóðarstoltið Fallegu strákarnir okkar sýna vonandi stjörnuleik í dag og halda áfram að plástra sært egó þjóðarinnar. Verðið Útsölum er að ljúka og þá getum við aftur farið að skoða skó sem kosta 50 þúsund krónur parið. Tangó Tangó er suð- rænn, seiðandi og sexí, og þar af leið- andi hollur fyrir freðna Íslendinga. Það verður dansaður tangó í veit- ingahúsinu Eldhrímni í Borgartúni 14 í kvöld. Kinnalitur Það frískar upp á útlit hverjar konu að setja smá bleikt í kinnarnar. Stelpulegt og sætt. ■ Á niðurleið Magninnkaup Nú getum við hætt að burðast með risapakkningarnar, því samkvæmt nýjustu fréttum er kílóverð oft lægra í minni pökkunum. Himingrámi Það gladdi mörg augun í gær þegar sást til sólar og himinninn skipti litum. Detox Það er ekki töff að detoxa leng- ur. Allir eru komnir með leið á spelt og safatali. Svo er retox- partí á Kaffibarnum í kvöld. Ísbirnir Við héldum að þeir hefðu einhvern séns eftir meðferðina síðast. En nei, ísbirnir skulu alltaf plaffaðir niður á Íslandi. MÆLISTIKAN P r ó f k j ö r s j á l f s t æ ð i s f é l a g a n n a í H a f n a r f i r ð i R e y n s l a , f r u m k v æ ð i o g á b y r g ð Kósum öflugan mann í forystuhópinn profkjor.is/thoroddur SÆT I Þóroddur S. Skaptason

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.