Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 2
2 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR Steingrímur, fórstu að orga þegar þú vannst? „Nei, ég tók í orgelið í staðinn.“ Steingrímur Þórhallsson, organisti í Neskirkju, sigraði í dægurlagakeppni á netinu á dögunum og fékk heilt bretti af tónlistargræjum í sigurlaun. DÓMSMÁL Fimm Litháar sem eru nú fyrir Héraðsdómi Reykjaness vegna mansalsmálsins svonefnda á Suðurnesjum, skulu sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli þeirra. Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Mennirnir eru taldir hafa beitt nítján ára litháíska stúlku nauð- ung, svipt hana frelsi og ætlað að notfæra sér hana kynferðislega. Talið er að mennirnir muni reyna að sleppa úr landi verði þeir látnir lausir. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur suma þeirra tengjast glæpasamtökum í Litháen. Stúlkunni sé veruleg hætta búin verði þeir látnir laus- ir. - jss Hæstiréttur staðfestir úrskurð: Mansalsmenn áfram inni MANSALSMENN FYRIR DÓMI Mennirnir eru nú fyrir Héraðsdómi Reykjaness. VIÐSKIPTI Heildarkostnaður við rekstur slitastjórna og skila- nefndir Glitnis, Kaupþings og Landsbankans nam 19,8 millj- örðum króna á síðasta ári, sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins. Kostnaðurinn er mestur hjá slitastjórn og skilanefnd Lands- bankans, en heildarkostnaður þeirra nam 15,3 milljörðum króna á síðasta ári. Lægstur var kostn- aðurinn við uppgjör á þrotabúi Kaupþings. Uppgjör Glitnis nær aðeins til loka nóvember í fyrra. Kostnaðurinn var undir áætlun að öllu leyti ef frá er talinn sér- fræðikostnaðurinn, sem reyndist um 38 prósentum yfir áætlun. Sérfræðikostnaður vegur jafn- framt þyngst í uppgjöri á rekstr- arkostnaði slitastjórna og skila- nefnda hinna bankanna, eða rétt tæplega helmingur af öllum útgjöldum þeirra. Einungis er gerður greinarmunur á innlend- um og erlendum sérfræðikostnaði í uppgjöri Kaupþings, sem kynnt var kröfuhöfum bankans á fundi á Nordica Hotel í gær. Hjá Kaupþingi nam innlendi sérfræðikostnaðurinn í heildina rúmum 3,2 milljörðum króna, þar af hljóp sá erlendi á rúmum 2,3 milljörðum króna. Sérfræði- kostnaður Landsbankans nam á móti tæpum 4,4 milljörðum króna. Annar kostnaður skilanefnda og slitastjórna föllnu bankanna fellur undir endurskoðun á reikn- ingum, kostnað við rekstur tölvu- kerfa auk þóknana til nýju bank- anna fyrir afnot af rými, tækjum og starfsfólki. Á kröfuhafafundi Kaupþings í gær kom fram að rekstrarkostn- aður slitastjórnar og skilanefndar bankans var 0,24 prósent af heild- areignum þrotabúsins, sem þar voru í stýringu í fyrra og rétt rúm- lega hálft prósent af nettóeignum búsins um mitt síðasta ár. Rekstrarkostnaður slitastjórna og skilanefnda bankanna dregst frá kröfum í bú gömlu bank- anna. Á meðal umsvifamikilla kröfuhafa þeirra eru Seðlabanki Íslands, lífeyrissjóðirnir og nýju bankarnir ásamt fleiri aðilum, innlendum og erlendum. jonab@frettabladid.is Í DYRAGÆTTINNI Rekstrarkostnaður slitastjórnar og skilanefndar gamla Landsbank- ans nam 11,5 milljörðum króna á síðasta ári. Uppgjörið kostaði tuttugu milljarða Heildarkostnaður slitastjórna og skilanefnda föllnu bankanna þriggja hljóp á milljörðum á síðasta ári. Sérfræðikostnaður vegur þyngst í bókum þeirra allra. Kröfuhafar, þar á meðal Seðlabankinn og lífeyrissjóðir, greiða kostnaðinn. HEILDARKOSTNAÐUR Liður Glitnir* Kaupþing LAIS Laun 699 537 3.487 Þóknanir 609 - - Sérfræðikostn. 2.791 3.225 4.364 Annar kostn. 78 324 3.681 Samtals 4.177 4.086 11.532 * Upplýsingar ná til 30.11. 2009 NÁTTÚRA Ef tegundagreining áhafnarinnar á Brynjólfi VE reyn- ist rétt þá var lifandi dílamjóri í afla togarans eftir síðustu veiði- ferð sem lauk í gær. Það er einn- ig óvenjulegt að aflanum er ætlað langlífi. Þessi óvenjulega veiði kemur til af samstarfsverkefni Sæheima og áhafnarinnar um borð í Brynjólfi VE. Þeir flytja lifandi fiska í land sem verða svo til sýnis í Fiska- og náttúrugripasafni Vestmanna- eyja. Tveir sérhannaðir tankar frá Sæplasti á Dalvík voru keyptir til að flytja lifandi fiska í land og annar þeirra er nú um borð í skip- inu. Tönkunum er ætlað að auðga tegundasamsetninguna í fiska- safninu. „Við vonumst til þess að fá fleiri spennandi tegundir inn á safnið til okkar með þessum tönk- um og hvetjum sjómenn og útgerð- armenn að hafa samband ef þeir eru á leið á mið þar sem óvenju- legar tegundir fiska eru líkleg- ar til að veiðast,“ sagði Páll Mar- vin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingaseturs Vestmannaeyja, sem er með Sæheima og Fiska- og Náttúrugripasafn Vestmannaeyja á sinni könnu, í viðtali við Eyja- fréttir. Fiska- og náttúrugripasafnið hefur allt frá stofnun árið 1964 verið rekið í litlu húsi en á árinu verður safnið fært um set í mun stærra og betra húsnæði. - shá Óvenjuleg aflasamsetning togarans Brynjólfs frá Vestmannaeyjum: Dílamjóra landað í Eyjum DÍLAMJÓRI Flutningurinn virðist ekkert hafa dregið úr þrótti dílamjórans. FÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR ALÞINGI Magnús Stefánsson, fyrr- verandi félagsmálaráðherra, var kosinn í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. á Alþingi í gær. Magnús er eini nýliðinn í stjórninni sem kosinn var til næstu fimm ára. Þar sitja áfram Margrét Frímannsdóttir, Svan- hildur Kaaber, Ari Skúlason og Kristín Edwald. - pg Kosið í stjórn RÚV: Magnús Stef- ánsson nýr inn SÝRLAND, AP Khaled Mazhaal, leið- togi Hamas-samtakanna á Sýr- landi, segir að Ísraelar hafi ráðið af dögum Mahmoud al-Mabhouh, háttsettan leiðtoga hreyfing- arinnar og einn af stofnendum hernaðararms hennar. Hann segir að al-Mahbouh hafi verið tekinn af lífi á hótel- herbergi í Dúbaí í síðustu viku. Stjórnvöld í Dúbaí staðfesta að hann hafi fundist látinn á hótel- herbergi hinn 20. janúar, daginn eftir að hann kom til landsins. Mazhal segir að Hamas muni hefna fyrir dauða al-Mahbouhs. - gb Leiðtogi Hamas í Sýrlandi: Sakar Ísraela um hótelmorð Illa skipulagt hjálparstarf Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í gær að hjálp- arstarfið á Haítí hafi gengið hægt og hefði mátt vera betur skipulagt. Kouchner er læknir og tók á sínum tíma þátt í að stofna hjálparsamtökin Læknar án landamæra. FRAKKLAND DANMÖRK Lögreglan í Danmörku handtók í gær karlmann á miðj- um aldri sem talinn er hafa orðið tveimur börnum sínum að bana. Móðir barnanna, sem voru níu og þrettán ára gömul, kom að þeim látnum stuttu eftir hádegi í gær á heimili þeirra í Køge, sem er lítið bæjarfélag skammt frá Kaupmannahöfn. Maðurinn fannst með alvar- lega áverka og var fluttur á sjúkrahús, en krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum. Talið er að hann hafi ætlað að ráða sjálfan sig af dögum. - gb Harmleikur í Danmörku: Móðir fann tvö börn sín myrt ICESAVE Engin ákvörðun var tekin á fundi Steingríms J. Sigfússon- ar, Bjarna Benediktssonar og Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar með Bretum og Hollendingum í Haag í gær. Á fundinum var samkvæmt heimildum blaðsins einkum rætt um vaxtakjör og endurskoðun- arákvæði samningsins. Í til- kynningu frá fjármálaráðuneyt- inu segir að aðilar muni nú meta stöðuna en á þessu stigi hafi ekki verið tekin ákvörðun um frek- ari fundi. Með í för voru einn- ig þeir Indriði H. Þorláksson og Guðmundur Árnason, ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins. - gb Fundað um Icesave í Haag: Ekkert ákveðið um framhaldið ÖRYGGISMÁL Varðskipið Ægir kom til hafnar í Reykjavík á þriðjudag eftir að hafa verið við eftir- lit og löggæslu á Íslandsmiðum frá 7. janúar. Varð- skipsmenn fóru til eftirlits í tuttugu og tvö skip og báta þar sem farið var yfir veiðarfæri, afla og rétt- indi áhafna. Mælingar á afla voru undir viðmið- unarmörkum í sex bátum sem leiddi til fjögurra skyndilokana. Í ferðinni var skipt um öldumælidufl út af Kögri. Vel gekk að skipta um duflið þrátt fyrir óhagstætt veður. Siglt var að Seley, sem er um 2,5 sjómílur frá mynni Reyðarfjarðar, og skipt um stefnunema í sjálfvirkri veðurstöð við vitann í eynni en veður- stöðin er rekin af Siglingastofnun. Ýmsar æfingar og þjálfanir fóru fram á þeim tut- tugu dögum sem úthaldið varði, til dæmis nætur- og dagæfingar með þyrlum Landhelgisgæslunnar þar sem gerðar voru hífingar af skipi, úr björgunarbát og sjó. Þá var elsneytistaka þyrlu á flugi æft. Verk- leg æfing í að yfirgefa skip, auk reykköfunar- og slökkviæfingar fór fram um borð í bát sem var við bryggju á Eskifirði. - shá Varðskipið Ægir sinnti margvíslegum verkefnum í tuttugu daga úthaldi: Eftirlit í 22 skipum og bátum VARÐSKIPIÐ ÆGIR Landhelgisgæslan nýtti ferð skipsins til fjölbreyttra æfinga. M YN D /LH G SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.