Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 30. janúar 2010 21 UMRÆÐAN Einar Benediktsson skrifar um Evrópumál Ég hef ekki látið eftir liggja að rifja upp Evrópuumræðuna, jafnt hér heima og annars stað- ar þar sem ég hef alið manninn um dagana. Þótt segja megi að nóg sé af því komið, eltir fortíðin mann stund- um uppi. Síðast var það við lest- ur nýútkomins 1. bindis ævisögu Jacques Chirac sem ég fékk í jóla- gjöf frá mínum nánustu og sam- fagnað var með um hátíðarnar í París. En í ævisögunni er mik- inn fróðleik að finna og ég var vel heima í upprifjun hans á byrjun- inni á Evrópusamrunanum við gerð Rómarsamningsins 1957. Það er að sjálfsögðu rétt hjá Chirac að sú þjóðfélagslega endur- nýjun sem varð í Frakklandi 1958 með nýrri stjórnarskrá fimmta lýðveldisins og þeim umbótum sem þá urðu, gerði Frakklandi kleift að taka þátt í stofnun Sameiginlega markaðsins. Það ber allt að þakka de Gaulle. Þá segir hann að meðan á gildistöku Rómarsamningsins stóð hafi Bretar efnt til sóknar gegn Efnahagsbandalaginu með tilraun til stofnunar fríverslunar- svæðis á vegum OEEC og síðar á 7. áratugnum með því að reyna að gerast aðilar að bandalaginu til að eyðileggja það innan frá. Svo mjög sem de Gaulle var þá ásakaður fyrir þvermóðsku geti nú enginn dregið í efa að áhyggj- ur hans voru gildar og góðar, segir Chirac. Þetta eru kunn sjónar- mið en ég er einn þeirra sem hafa aldrei aðhyllst þau. Merkileg frásögn Upplýsandi er frásögn af hlut- verki Chiracs sem landbúnaðar- ráðherra Frakklands og þeim hlut sem Frakkar áttu í sameiginlegu landbúnaðarstefnunni. Þá þótti mér merkilegt hvernig hann gerir grein fyrir því að mjög naumlega tókst að fá meirihluta í þjóðarat- kvæði í Frakklandi um Maastr- icht-sáttmálann 1992. Chirac, þá forsætisráðherra í samsteypu- stjórn hægri manna með Sósíal- istaflokknum, studdi málið en svo var yfirleitt ekki með flokksmenn hans. Hann tók þá áhættu að leggja til að Mitterrand forseti efndi til þjóðaratkvæðis og segir, vafalaust með réttu, að barátta sín fyrir sáttmál- anum gegn ímynduðum hagsmunum eigin flokks- manna, hafi þar ráðið úrslitum. Það var naum- lega sloppið: 51,05% með og 48,95% á móti. Þessa var reyndar minnst á nýbyrjuðu ári við andlát Philippe Ségu- in, eins aðalforingja Gaullistanna sem barðist hatrammlega gegn Maastricht-sáttmálanum. En það var með þessum sáttmála að mynt- bandalagið og evran urðu að veru- leika 1. janúar 1999 og lítt bland- ast mönnum nú hugur um ávinning þess fyrir Frakka og evrusvæðið í heild. Chirac verður að sjálfsögðu meiri maður fyrir að hafa sagt sig frá Gaullistunum í málinu. Dofnandi áhugi Reyndar hefur áhugi á Evrópu- málum í Frakklandi eins og víðar í „gamla“ ESB dofnað mjög með árunum. Öðruvísi þeim áður brá þegar Jean Monnet, Robert Schum- an, Konrad Adenauer og Charles de Gaulle beittu sér fyrir því að sameina Evrópu. En þótt mönn- um sýnist að áður hafi riðið hetjur um héruð, þá er staðreyndin sú að að það stóð ekki til að stofna ein- hverskonar Evrópuríki. Hvert skal hringja? spurði Henry Kissinger um árið þegar kvartað var undan því að Evrópusambandið hefði engan sérstakan talsmann. Það gat aldrei orðið því um er að ræða samstarf fullvalda og sjálfstæðra ríkja, að vísu samstarf sem er afar náið á efnahagssviðinu. Þetta kemur fram í því að á nýju ári er sú nýskipan að til svara eru tveir forsvarsmenn fyrir ESB: forseti ráðherraráðsins, Belg- inn Herman Van Rompuy og José Luis Zapatero, forsætisráðherra í þá sex mánuði sem Spánn gegnir formennsku í hinum margvíslegu stjórnum og nefndum ESB. For- seta framkvæmdastjórnarinnar, Jose Manuel Barroso, má nú líkja við yfirvélstjóra Brusselmaskín- unnar en þriðja símanúmerið ætti frekar að vera hjá Lady Catherine Ashton, utanríkismálsvara ESB. Reynslan verður að sýna hvern- ig henni gengur að tala fyrir hönd ríkjanna 27 í deilumálum t.d. varð- andi Austurlönd nær, Íran, Afgan- istan eða Norður-Kóreu. Rótgróin stefnumið Almenningsálit varðandi Evr- ópusambandið mótast oft af hefð- bundnum afstöðum stjórnmála- flokka frekar en árangri í rekstri mála í Brussel. Viðbrögð í Evrópu- málum til hægri og vinstri á stjórn- málasviðinu hafa mjög verið í sam- ræmi við rótgróin stefnumið: hægri flokkar studdu hagsmuni fjár- magnsins en þeir til vinstri litu til hagsmuna launþega. Margaret Thatcher sem vann bug á ofurvaldi breskra verkalýðsfé- laga, leit á það sem meginmarkmið í sambandi við innri markaðinn að frjálst flæði fjármagns yrði til að efla City of London sem alheims- fjármálamiðstöð án mikils eftirlits. Stjórnmálaflokkar hafa hver síns hagsmunahóps að gæta og telja að viðbrögð eigi að vera í samræmi við það sem hentar hverju sinni. Með evrunni eru gengisbreyt- ingar hins vegar úr sögunni sem tæki til að skammta fjármagni og vinnuafli hverjum sitt með pól- itískum geðþóttaákvörðunum. Íslendingar máttu búa við slíkt lengur en aðrar Evrópuþjóðir. Í opnu hagkerfi koma til tökur pólit- ískra ákvarðana til langs tíma um að hlúa að framleiðsluþáttunum, sem duga lengur og betur en það sem gengisbreytingar hafa í för með sér. Þá þarf ekki að fjölyrða um að í Myntbandalagi Evrópu er lágt vaxtastig og verðtrygging lána með vísitölu- eða gengisbind- ingu er þar óþekkt fyrirbæri. Hliðstæð umræða Sannleikurinn er sá að stjórnmála- umræðan um þessi mál á Íslandi á sér ákveðna hliðstæðu í því sem hefur gengið yfir víða í ESB og sömuleiðis á Norðurlöndum, ekki síst í Noregi. Með þátttökunni í EES erum við hluti Evrópusam- starfsins og því næsta eðlilegt að íslensk umræða endurspegli sjón- armið sem með einum eða öðrum hætti hafa komið upp innan ESB. Á því er sú undantekning, að sjáv- arútvegsmál og hin sameiginlega stefna ESB á því sviði vekur eðli- lega spurningar meðal Íslendinga fremur en annarra um gæslu hags- muna sem eru undirstaða afkomu þjóðarinnar. Við sem höfum trú á að hags- munum sjávarútvegsins geti verið borgið við gerð aðildarsamnings að Evrópusambandinu, hljótum við að hvetja til þess að gengið sé til þess verks. Að því loknu verður árang- ur lagður í þjóðardóm. Þá er ljóst að í því opna umhverfi viðskipta og efnahagslegra samskipta sem ríkjandi verður í heiminum getur Ísland búið við kerfi peningamála sem byggir á eigin gjaldmiðli. Þátttaka í Myntbandalagi Evr- ópu og upptaka evru í tilskyld- um áföngum er hins vegar engin skyndilausn á erfiðleikum hruns- ins á Íslandi. Um yrði að ræða aðlögun að þeirri öguðu hagstjórn á sviði ríkisfjármála og peninga- mála sem okkur er lögð á herðar vegna hrapallegra mistaka. Þá kemur til sögunnar mótun þess eftirlits með banka- og fjármála- starfsemi sem brást hér á Íslandi þegar mest reið á. Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Enn frá París EINAR BENEDIKTSSON Við sem höfum trú á að hags- munum sjávarútvegsins geti verið borgið við gerð aðildar- samnings að Evrópusamband- inu, hljótum við að hvetja til þess að gengið sé til þess verks. Munið eftir launamiðunum!                                                    !  "  #$ " $&                ( ) ) *         +  ,&-         ) / 0         1      )   !         3   /   (  /   '      1         1  +/   +"     5     +  +/    6 )   ,  4   ( 4   4  )  7! /  7       '   /   8 /1   ) /                           !! !" #"            '     4    ./)   -  0  < 4  2 !    5: =2 :' 6> <? 5 =6 AA B  Jón a J ón sdó ttir Rim a 2 4 112 Re ykj aví k 21 02 72 -22 29 1.9 67 .04 3 78 .68 4 860 39 .34 0 86 0 1.9 67 .04 3 27 4.6 70 Launa mið ar og verk taka mið ar Bif reiða hlunn inda mið ar Hluta fjár mið ar Hluta bréfa kaup skv. kaup rétt ar samn ingi Tak mörk uð skatt skylda - greiðslu yf ir lit Greiðslu mið ar – leiga eða afnot Við skipti með hluta bréf Ýmis lán til ein stakl inga Stofn sjóð smið ar Bankainnstæður Launa fram tal Skilafrestur á eftirtöldum gögnum á rafrænu formi vegna framtalsgerðar 2010 er til 10. febrúar 2010 Nánari upplýsingar eru á vef ríkisskattstjóra www.rsk.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.