Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 54
MENNING 8 E ric Rohmer, einn af þekktustu kvikmynda- höfundum Frakklands, lést fyrir skömmu tæplega nýræður að aldri. Þótt hann byrjaði frem- ur seint að gera kvikmyndir, varð ferill hans langur, því síð- ustu mynd sína gerði hann fyrir aðeins tveimur árum, þá 87 ára. En í dómum sínum um verk hans skiptust menn mjög í tvö horn, sumir voru harla hrifnir, en öðrum fannst lítið til þeirra koma. En það er þó mitt hugboð að mörg þeirra muni lifa lengi. Eric Rohmer hét reyndar ekki þessu nafni heldur tók hann það upp af því að hann vildi ekki að móðir hans vissi að hann feng- ist við kvikmyndagerð; átti hún að halda að drengurinn hennar væri stöðugt heimspekikennari við menntaskóla. Fyrstu mynd sína, „Ljónsmerkið“, gerði hann árið 1959. Þá var hann í nánu sambandi við þá menn sem urðu síðan forsprakkar hinnar svo- kölluðu „nýju bylgju“ í franskri kvikmyndagerð, Godard, Truff- aut o.fl., þótt hann væri tíu árum eldri en þeir flestir, og er myndin mjög í anda þeirra. Hún segir frá málara sem fær þær fréttir að honum hafi tæmst mikill arfur og fer þá að taka út forskot á sæluna, en svo hlýtur annar arfinn og er þá málarinn illa staddur, hann reikar í reiði- leysi um París að hásumarlagi. Nú virðist myndin ágæt heim- ild um andrúmsloft borgarinn- ar fyrir hálfri öld, og merkileg sem slík, en hún kolféll og liðu þá nokkur ár áður en Rohmer gæti aftur farið að gera kvik- myndir. Á meðan fékkst hann við blaðamennsku og skrifaði handrit. Þau urðu að lokum sex talsins, nefnd einu nafni „Sið- ferðilegar sögur“, og voru eins konar tilbrigði um eitt ákveðið stef: maður sem er í tygjum við konu kemst í tæri við aðra konu og freistar hún hans mjög, en hann stenst að lokum freisting- una, oft á allra síðustu stundu. Eftir þessum handritum gerði hann síðan kvikmyndir, og það var einkum og sér í lagi „Nótt mín með Mauð“, frá 1969, sem vakti mikla athygli á honum í Frakklandi og ekki síst utan þess. Þá var hann í rauninni búinn að finna sjálfan sig, finna þann sérstaka tón sem ein- kenndi hann æ síðan. Viðfangs- efni hans voru yfirleitt menn og konur sem áttu í einhverri tilfinningakreppu og reyndu að komast til botns í henni með miklum orðræðum sín á milli. Þeir, sem féll ekki stíllinn sögðu að það væri mikið „und- erstatement“ að segja að mynd- ir Rohmers væru „talmyndir“, þær væru jafn mikið yfir slíkt hafnar og talmyndir yfir þöglar myndir. En aðdáendur Rohmers fundu hins vegar í verkum hans mikinn léttleika – hann var undir talsverðum áhrifum frá frönskum bókmenntum 18. aldar eins og titillinn „Siðferði- legar sögur“ ber reyndar vitni um – og undir niðri mikla sál- fræðilega dýpt. Auk þess tókst honum harla vel að ná tíðarand- anum hverju sinni. Rohmer hafði gjarnan fyrir sið að fá til starfa unga og óþekkta leikara, jafnvel áhugamenn, og fá þá jafnvel til að spinna textann upp meira eða minna. Sumir þeirra urðu síðan víðfrægir leikarar, til dæmis hinn vinsæli Fabrice Luchini. Í þessum anda gerði Roh- mer fjölmargar myndir, sem hann skipaði í flokka, til dæmis „Gamanleiki og orðskviði“ og „Sögur hinna fjögurra árstíða“, og má telja meðal hinna merk- ustu þeirra „Græna geislann“ úr fyrrnefnda flokknum, sem er ótvírætt meistaraverk, og „Vetr- arsögu“ úr síðarnefnda flokkn- um. Í „Græna geislanum“bjó aðalleikkonan, Marie Riviere, persónu sína til að mestu leyti, og var því nefnd sem einn af handritshöfundum. En við hliðina á þessum mynd- um gerði Rohmer einnig kvik- myndir af allt öðru tagi; þær voru gerðar eftir bókmennta- verkum frá fyrri tímum og reyndi hann þar að skapa stíl eins og hann hefði getað verið ef kvikmyndagerð hefði tíðk- ast á ritunartíma verkanna. Fyrsta myndin af þessu tagi var „Markgreifaynjan af O.“ (frá 1976) eftir sögu þýska rithöf- undarins Kleists, þar sem hann studdist við stíl þýskra málara frá upphafi rómantíska tímans. Segir þar frá konu sem verður ófrísk í svefni, án þess að hafa hugmynd um það, og á síðan í nokkru bjástri með að hafa upp á barnsföðurnum. Myndin var töluð á þýsku, enda Rohmer menntaður í þýskum bókmennt- um. Síðan má nefna „Ensku kon- una og hertogann“ (2001) eftir frásögn konu sem var í París á tímum frönsku byltingarinnar og slapp með naumindum undan fallöxinni. Þar er bakgrunnur- inn teikningar úr Parísarborg á þessum tíma, og byltingar- mönnum illa borin sagan. Fleiri myndir gerði Rohmer af þessu tagi, einkum „Perceval“ (1978) og „Ástir Astreu og Celadons“ (2007), og komu þær allar aðdá- endum Rohmers mjög á óvart jafnt sem öðrum, enda voru þær ekki líkar neinu sem tíðkaðist í kvikmyndagerð. TILFINNINGAKREPPUR OG SÁLFRÆÐILEG DÝPT LANGUR FERILL Eric Rohmer lést tæplega níræður að aldri fyrir skömmu. LJÓNSMERKIÐ FRÁ 1959 Frægasta kvikmynd Rohmers með leikurunum Jess Hahn og Gerard Oury sem sjást hér við tökur. FRÉTTABLAÐIÐ /GETTY Franski leikstjór- inn Eric Rohmer fann sér- stakan tón í kvik- myndum sínum í lok sjöunda áratugar- ins sem einkenndi kvikmyndir hans all- ar götur síðan. MENNING EINAR MÁR JÓNSSON SKRIFAR UM ERIC ROHMER. OG SVARAÐU NÚ! HEMMI Á SUNNUDÖGUM FRÁ KL. 16-18:30 • Björn Ingi Hilmarsson leikari í viðtali. • Sérfræðingur um Mancester United etur kappi við sérfræðing um hljómsveitina Blur í spurningakeppni. • Fréttakonan fríða, Guðný Helga Herbertsdóttir fer yfir léttar og skemmtilegar fréttir vikunnar. Góða skemmtun!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.