Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 56
MENNING 10 „Þróunin sýnir að erlend- ar spennusögur víkja fyrir innlendum. Framan af er Arnaldur einn um hituna, en í dag hafa fleiri blandað sér í þá baráttu, til dæmis Yrsa Sigurðardóttir. En þetta er þó ekki algilt og nefna má Dan Brown því til sönnunar,“ segir Kristján B. Jónasson, bók- menntafræðingur og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Hann segir þó athyglisvert að listinn hafi í raun lítið breyst. „Í sjálfu sér eru þetta svipaðir flokkar. Við höfum spennusögu, viðtalsbók og barnabók. Þessi topp-5 listi er nokkurn veginn sami öll árin; það er eitt íslenskt skáldverk, ein spennusaga, ýmist innlend eða erlend, tvær ævisögur og ein barnabók. Svona hefur listinn að mestu verið síðan árið 1979.“ Hann segir viðtalsbækur lengi hafa verið vin- sælar en athyglisvert sé hve lítið sé af þýddum bókum. Eins séu íslenskar frumsamdar skáld- sögur í minnihluta. Í slendingar kalla sig bókaþjóð og víst er að ár hvert selst hér fjöldi bóka. Löngum var kvart- að yfir því að bókaútgáfa væri bundin við jólin, utan háannatímans fengjust ekki nýútgefnar bækur. Það hefur breyst til batnaðar síðustu árin og bókaforlögin hafa nú mörg hver mikinn metn- að í útgáfu bóka allt árið um kring. Áhugavert er að skoða hvaða bækur Íslendingar hafa haft í hávegum síðustu árin. Til þess er ágætt að glugga í sölulista, enda segja þeir okkur hvaða bækur eru vinsælar en ekki hvaða bækur við viljum að séu vinsælar. Notast er við sölulista yfir vinsælustu bækurnar sem birtust í Dagblaðinu frá 1979 til og með 1994. Árin 1980 og 1984 var ekki birtur eiginlegur listi heldur vinsælir titlar samkvæmt viðtölum við starfs- fólk bókaverslana. Frá 1995 er notast við samantekt- ir Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Ekki fannst hins vegar slík yfir árið 2001 og er því notast við lista frá Pennanum. Ekki var aðgangur að listum yfir síð- ustu þrjú árin. Tekið skal fram að viðmælendur fengu lista yfir fimm söluhæstu bækur hvers árs, en ekki veittist rúm til að birta hann allan. KRIMMINN ÚT OG KRIMMINN INN SÖLUHÆSTU BÆKURNAR 1979 1 Undir kalstjörnu – Sig- urður A. Magnússon 2 Ég sprengi klukkan 10 – Alistair MacLean 3 Hvunndagshetjan – Auður Haralds 1980 Grikklandsár – Halldór Laxness Vítisveiran – Alistair MacLean Valdatafl í Valhöll – And- ers Hansen og Hreinn Loftsson 1981 1 Gunnar Thoroddsen – samtalsbók Gunnars og Ólafs Ragnarssonar 2 Ólafur Thors: ævi og störf – Matthías Johann- essen 3 Skrifað í skýin – Jóhannes Snorrason 1982 1 Æviminningar Kristjáns Sveinssonar augnlæknis – Gylfi Gröndal 2 Dauðafljótið – Alistair MacLean 3 Hverju svarar læknir- inn? – Claire Rayner 1983 1 Skæruliðarnir – Alistair MacLean 2 Skrifað í skýin II – Jóhannes Snorrason 3 Eysteinn í eldlínu stjórnmálanna – Vilhjálm- ur Hjálmarsson 1984 Á Gljúfrasteini: Edda Andrésdóttir ræðir við Auði Sveinsdóttur Laxness Ensk-íslensk orðabók 1985 1 Sextán ára í sambúð – Eðvarð Ingólfsson 2 Lífssaga baráttukonu Inga Huld Hákonardóttir rekur feril Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur 3 Guðmundur Kjærne- sted – Sveinn Sæmunds- son 1986 1 Líf mitt og gleði, minn- ingar Þuríðar Pálsdóttur söngkonu – Jónína Michaelsdóttir 2 Grámosinn glóir – Thor Vilhjálmsson 3 Svarti riddarinn – Alistair MacLean 1987 1 Uppgjör konu, endur- minningar – Halla Linker 2 Helsprengjan – Alistair MacLean 3 Sænginni yfir minni – Guðrún Helgadóttir 1988 1 Ein á forsetavakt, dagar í lífi Vigdísar Finnboga- dóttur – Steinunn Sigurð- ardóttir 2 Býr Íslendingur hér? – Garðar Sverrisson 3 Forsetavélinni rænt – John Denis og Alistair MacLean 1989 1 Sagan sem ekki mátti segja, endurminningar Björns Sv. Björnssonar – Nanna Rögnvaldardóttir 2 Dauðalestin – Alistair MacNeill og Alistair Mac- Lean 3 Ég og lífið. Inga Huld Hákonardóttir ræðir við Guðrúnu Ásmundsdóttur 1990 1 Ég hef lifað mér til gam- ans – Björn á Löngumýri segir frá – Gylfi Gröndal 2 Bubbi – Silja Aðal- steinsdóttir og Ásbjörn Morthens 3 Tár, bros og takkaskór – Þorgrímur Þráinsson 1991 1 Lífróður Árna Tryggva- sonar leikara – Ingólfur Margeirsson 2 Fyrirgefning syndanna – Ólafur Jóhann Ólafsson 3 Á slóð kolkrabbans – Örnólfur Árnason 1992 1 Alltaf til í slaginn, lífssigling skipstjórans Sigurðar Þorsteinssonar – Friðrik Erlingsson 2 Lalli ljósastaur – Þor- grímur Þráinsson 3 Bak við bláu augun – Þorgrímur Þráinsson 1993 1 Spor í myrkri – Þorgrím- ur Þráinsson 2 Járnkarlinn – Örnólfur Árnason ræðir við Matthí- as Bjarnason 3 Perlur og steinar, árin með Jökli – Jóhanna Kristjónsdóttir 1994 1 Fólk og firnindi, stiklað á Skaftinu – Ómar Ragn- arsson 2 Sniglaveislan – Ólafur Jóhann Ólafsson 3 Enn fleiri athuganir Berts – Anders Jacobsson og Sören Olsson 1995 1 Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus – John Gary 2 María, konan bak við goðsögnina – Ingólfur Margeirsson 3 Ekkert að þakka – Guð- rún Helgadóttir 1996 1 Lífskraftur – Séra Pétur og Inga í Laufási – Friðrik Erlingsson 2 Lögmálin sjö um vel- gengni – Deepak Chopra 3 Benjamín H. J. Eiríks- son, í stormum sinnar tíðar – Hannes H. Gissur- arson 1997 1 Fótspor á himnum – Einar Már Guðmunds- son 2 Einar Benediktsson I – Guðjón Friðriksson 3 Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar – Davíð Oddsson 1998 1 Áhyggjur Berts – And- ers Jacobssen og Sören Olsson 2 Steingrímur Her- mannsson – ævisaga I – Dagur B. Eggertsson 3 Aldrei að vita! – Guð- rún Helgadóttir 1999 1 Harry Potter og visku- steinninn – J. R. Rowling 2 Slóð fiðrildanna – Ólaf- ur Jóhann Ólafsson 3 Útkall í Atlantshafi – Óttar Sveinsson 2000 1 Draumar á jörðu – Einar Már Guðmunds- son 2 Steinn Steinarr – leit að ævi skálds – Gylfi Gröndal 3 Ísland í aldanna rás – 20. öldin 1900-1950 – Illugi Jökulsson o.fl. 2001 1. Harry Potter og eldbik- arinn – J. K. Rowling 2. Höll minninganna – Ólafur Jóhann Ólafsson 3. Eyðimerkurblómið – Waris Dirie 2002 1. Harry Potter og eldbik- arinn – J. K. Rowling 2. Höll minninganna – Ólafur Jóhann Ólafsson 3. Eyðimerkurblómið – Waris Dirie 2002 1 Jón Baldvin – Tilhugalíf – Kolbrún Bergþórsdóttir 2 Röddin – Arnaldur Indriðason 3 Sonja – Reynir Trausta- son 2003 1 Bettý – Arnaldur Ind- riðason 2 Einhvers konar ég – Þráinn Bertelsson 3 Harry Potter og Fönix- reglan – J. K. Rowling 2004 1 Kleifarvatn – Arnaldur Indriðason 2 Da Vinci lykillinn – Dan Brown 3 Barn að eilífu – Sig- mundur Ernir Rúnarsson 2005 1 Vetrarborgin – Arnaldur Indriðason 2 Landsliðsréttir Hag- kaupa: 238 afbragðs uppskriftir – Bjarni Gunn- ar Kristinsson, Ragnar Ólafsson et.al. 3 Með lífið að láni – Njóttu þess – Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Hafsteinsson 2006 1 Draumalandið – Andri Snær Magnason 2 Flugdrekahlauparinn (kilja) – Khaled Hosseini 3 Konungsbók – Arnaldur Indriðason „Það fyrsta sem maður tekur eftir er mað- urinn sem er á öllum listum fram til ársins 1990, en það er Alistair MacLean. Hann er í raun gleymdur kafli í íslenskri bókmenntasögu og fyrir sumum var hann eina bókin sem þeir lásu. Íslensku krimmarnir hafa síðan fyllt upp í það skarð sem hann skildi eftir sig,“ segir Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur. Honum finnst eftirtektarvert hve lítið er af íslenskum skáldsögum fyrir fullorðna á metsölulistunum. „Ég hélt sannast sagna að íslenskar skáldsögur hefðu byrjað fyrr að sækja inn á þennan lista. Vigdís Grímsdóttir og Einar Már Guðmundsson eru fyrst að blanda sér í þennan slag.” GLEYMT Í BÓKMENNTASÖGUNNIKRISJÁN B. JÓNASSON Bókahillur og bækurnar á náttborðinu segja meira en mörg orð um hvern mann fólk hefur að geyma. Því er ekki úr vegi að líta á hvað bókaþjóðin sjálf kýs að hafa í hillum sínum. Sérfræð- ingar rýna í bóksölulista aftur til ársins 1979. BÆKUR: KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ SKRIFAR „Fyrst kemur upp í hugann ógnarsterk staða íslenskra ævisagna á meðan þýddar ævisögur eru ekki eins vinsælar. Þá er skemmtilegt að sjá að reglubundið koma út bækur sem njóta óvæntra vinsælda. Þetta er án efa ástæða þess fjölbreytileika sem við merkjum í íslenskri útgáfu. Ég vil nú halda því fram að þar eigi almennar bókaverslanir hlut að máli með því að taka allar bækur sem koma út til sölu og leyfa kaupendum að ákvarða lestur sinn, frek- ar en að stjórna því hvað kemur inn og hvað ekki,“ segir Bryndís Loftsdóttir bóksali. „Ég bjóst einhvern veginn við því að bókmenntaþjóðin stát- aði ef til vill af fleiri góðum skáldsögum en þarna kemur fram. Arnaldur hefur tekið sæti Alistairs MacLean og Kristín Helga sæti Guðrúnar Helgadóttur. ÍSLENSKAR ÆVISÖGUR AFAR VINSÆLAR BRYNDÍS LOFTSDÓTTIRLÍTIÐ UM ÞÝDDAR BÆKUR JÓN YNGVI JÓHANNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.