Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 81
LAUGARDAGUR 30. janúar 2010 53
HANDBOLTI Þótt hvert mark sem
íslensku landsliðsmennirnir
skora á Evrópumótinu í Austur-
ríki telji bara sem eitt mark er
mikilvægi þeirra sumra kannski
aðeins meira þegar kemur að því
að hafa áhrif á úrslitastundum
leikjanna.
Fréttablaðið hefur nú skoð-
að kringumstæðurnar á bak við
mörk íslenska liðsins, hverj-
ir skora þegar við erum undir,
hverjir skora þegar spennan er
mest í leikjunum og hver hefur
oftast komið okkur yfir.
Fyrst ber að nefna mörk skoruð
í mótlæti, það er þegar íslenska
liðið er undir í sínum leikjum.
Ísland hefur alls skorað 25 mörk
þegar liðið er undir og það eru
þeir Snorri Steinn Guðjónsson
og Alexander Petersson sem hafa
skorað flest eða fimm. Tvö mörk
Snorra hafa komið úr vítum. Þeir
Arnór Atlason og Ólafur Stefáns-
son hafa báðir átt fimm stoðsend-
ingar þegar liðið er undir.
Ólafur Stefánsson hefur skorað
flest mörk þegar spennan er mest
í leikjunum en það er þegar mun-
urinn er ekki meira en eitt mark
á liðunum. Ólafur hefur skorað 13
mörk við þær aðstæður auk þess
að gefa 8 stoðsendingar á félaga
sína. Róbert Gunnarsson kemur
næstur með 12 mörk og Snorri
Steinn Guðjónsson hefur skorað
11 mörk.
Ólafur Stefánsson hefur oftast
komið íslenska liðinu yfir á mót-
inu eða alls sjö sinnum auk þess
að leggja upp fjögur önnur mörk
sem hafa komið liðinu yfir.
- óój
Fréttablaðið skoðar kringumstæðurnar á bak við mörk íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Austurríki:
Alexander og Snorri skora mest í mótlæti
MIKILVÆG MÖRK
MÖRK Í MÓTLÆTI:
(Stoðsendingar innan sviga)
Snorri Steinn Guðjónsson 5 (1)
Alexander Petersson 5 (0)
Guðjón Valur Sigurðsson 4 (1)
Ólafur Stefánsson 4 (5)
Róbert Gunnarsson 4 (0)
Arnór Atlason 3 (5)
MÖRK Í SPENNU:
(Stoðsendingar innan sviga)
Ólafur Stefánsson 13 (8)
Róbert Gunnarsson 2 (1)
Snorri Steinn Guðjónsson 11 (2)
Guðjón Valur Sigurðsson 9 (1)
Alexander Petersson 8 (0)
Arnór Atlason 4 (14)
Vignir Svavarsson 1 (0)
OFTAST KOMIÐ ÍSLANDI YFIR:
(Stoðsendingar innan sviga)
Ólafur Stefánsson 7 (4)
Róbert Gunnarsson 6 (1)
Guðjón Valur Sigurðsson 5 (0)
Snorri Steinn Guðjónsson 4 (1)
Arnór Atlason 2 (8)
Alexander Petersson 2 (0)
Vignir Svavarsson 1 (0)
TRAUSTUR Alexander Petersson hefur reynst liðinu mikilvægur. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENE
FÓTBOLTI Það er sannkallaður risa-
slagur í enska boltanum á morg-
un þegar Arsenal tekur á móti
meisturum Man. Utd.
United hefur verið að hiksta
upp á síðkastið og Sir Alex Fergu-
son, stjóri Man. Utd, segir að
stöðugleiki sé lykillinn að því að
vinna titilinn.
„Miðað við hvernig deildin er
að spilast er þessi leikur stærsti
leikur ársins fyrir okkur. Arsen-
al hefur sýnt mikinn stöðugleika
upp á síðkastið og það er með
ólíkindum hvernig deildin hefur
verið að breytast,“ sagði Sir Alex.
„Það lið sem mun hafa mesta
stöðugleikann mun vinna deild-
ina. Eins og stendur eru þrjú
lið um hituna en hlutirnir hafa
breyst svo oft að það er ekki hægt
að slá neinu föstu.“ - hbg
Sir Alex Ferguson:
Þetta er stærsti
leikur ársins
SIR ALEX Bíður spenntur eftir leiknum á
morgun. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Tottenham tilkynnti
loks í gær að Eiður Smári Guð-
johnsen væri orðinn leikmaður
félagsins. Hann mun þó ekki spila
með liðinu í dag þar sem Harry
Redknapp, stjóri Spurs, ætlar að
gefa honum meiri tíma til þess að
komast inn í hlutina hjá félaginu.
Gianfranco Zola, stjóri West
Ham, var ekki kátur með sinn
gamla félaga hjá Chelsea, Eið
Smára, en hann var á leið til West
Ham í upphafi vikunnar.
„Þegar ég tala við fólk maður á
mann þá ætlast ég til þess að það
hagi sér á ákveðinn hátt – af virð-
ingu. Það var ekki gert að þessu
sinni en við höldum áfram og
gleymum þessu máli,“ sagði Zola
stuttur í spuna.
- hbg
Zola um Eið Smára:
Hann sýndi
enga virðingu
LEIKIR HELGARINNAR
Laugardagur:
Birmingham - Tottenham
Burnley - Chelsea
Fulham - Aston Villa
Hull - Wolves
Liverpool - Bolton
West Ham - Blackburn
Wigan - Everton
Sunnudagur:
Arsenal - Man. Utd
Man. City - Portsmouth
Á MORGUN KL. 15:30
Toppbaráttan hefur sjaldan verið meira spennandi.
Á morgun mætast Arsenal og Man. United en viðureignir þeirra eru þekktar fyrir
rauð spjöld og hrikalega dramatík. Nú andar sérstaklega köldu á milli þessara
gömlu erkifjenda því sigurvegari leiksins á möguleika á að ná toppsætinu.
ÞAÐ ER ÓDÝRARA AÐ HORFA Á ENSKA BOLTANN HEIMA