Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 26
26 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR J akob og Didda eru ung í anda og með hálfrar aldar starfsreynslu í þessum spennandi bransa, skemmt- anaheiminum. Jakob hefur sungið á óteljandi böllum og er enn að, treður upp á árs- hátíð annað kvöld. Didda dansar reyndar lítið um þessar mundir en á árdögum rokksins var færni hennar á dansgólfinu landsþekkt og hún var látin hita upp rokk- böllin og hélt rokk-sýningar. Dríf- um okkur nú í huganum aftur um fimmtíu ár. „Hjá mér byrjaði þetta þannig að ég þurfti að fara á sjúkrahús út af bakvandræðum þegar ég var átján ára. Ég mátti ekki halda áfram í íþróttum sem ég hafði mikið verið í, svo ég keypti mér trompet til að gera eitthvað,“ segir Jakob. „Ég var á Hvolsvelli á þessum tíma og var boðið að ganga í hljómsveitina Ecco, sem spilaði mikið á svæð- inu. Í þessu bandi söng Halli bróð- ir Ladda. Þegar hann hætti til að fara í nám var ekki um annað að ræða en að ég færi að syngja. Þetta var haustið 1959 og ég lét mig bara hafa það.“ Bönd spiluðu oft nokkur saman á þessum tíma og stærsta bandið sunnanlands var Hljómsveit Ósk- ars Guðmundssonar. „Þeir og Ecco voru að spila saman í Hellubíói og eftir þá tónleika vildi Óskar fá mig yfir til sín. Ég byrjaði að syngja með hljómsveitinni hans 1961 og var með þeim til 1963.“ Aldrei á plötu Þótt Jakob hafi sungið í fimm- tíu ár er hann ekki þekkt andlit eða nafn. Það má að stórum hluta skrifa á þá staðreynd að hann hefur aldrei sungið inn á plötu. Hann segist þó hafa fengið mörg tækifæri til þess. KK vildi fá hann til að syngja lag inn á plötu og Hljómsveit Óskars Guðmunds- sonar var boðið að gera heila LP- plötu árið 1962. „Við æfðum upp 12 lög fyrir plötuna, meðal annars frumsamin lög eftir Loft Loftsson og Ásgeir Sigurðsson, bróður Jóns bassa. Þeir voru í hljómsveitinni. Á þessum tíma þurfti að fara út til að taka upp plötur en ég var í þannig vinnu að ég komst hvorki lönd né strönd.“ Sumir hefðu nú bara slegið til. „Já, en ég var bara í svo góðri vinnu. Ég var deildarstjóri Afla- tryggingarsjóðs og fór hvergi. Eyðilagði allt fyrir hinum.“ „Hann hefur alltaf verið eitt- hvað plötufælinn,“ segir Didda. „Ég hef aldrei séð eftir því að hafa ekki sungið inn á plöt- ur,“ segir Jakob. „Margir hafa boðið mér lög í gegnum tíðina til að syngja inn, til dæmis Magn- ús Eiríksson og Þórður Árnason, sem spiluðu báðir með mér. Þórð- ur spilar reyndar enn þá með mér. Og meira að segja Árni Ísleifs bauð mér lag í fyrra. En ég bara geri það ekki!“ En er það ekki það sem maður gerir ef maður er að syngja – tekur upp plötur? „Ekkert endilega. Ég er bara í dansiballabisness. Nafnið mitt væri jú þekktara hefði ég sungið inn á plötur, en ég hafði bara aldrei áhuga á því. Yfirmönnum mínum mörgum var ekkert vel við það að ég væri að spila. Ég var því ekkert að auglýsa það mikið.“ Bara það sem fólkið vill Með Hljómsveit Óskars Guð- mundssonar náði Jakob þó nokkru stjörnuskini. Hann var framan á textaritinu Tra-la-la, sem Ólafur Gaukur gaf út 1962, og þriggja blaðsíðna viðtal með. Fyrirsögnin er „Bara það sem fólkið vill“ og það er enn þá sú lína sem Jakob starfar eftir þegar hann treður upp. Seg- ist spila það sem fólkið vill heyra, hvort sem það séu gömlu dansarn- ir, Bítlarnir eða Páll Óskar. Það er tekið fram í Tra-la-la-viðtalinu að Jakob sé ólofaður, en það var ekki lengi því nú kom Didda rokk til sögunnar. „Ég byrjaði að dansa með Gulla Bergmann árið 1959 og stundum dansaði ég við Guðbjart, sem aldrei var kallaður annað en Blackie. Ég vissi lítið um hann nema hann bjó í Hafnarfirði. Hann var alltaf í Þórscafé þar sem við þessi svo- kallaða KK-klíka hélt sig,“ segir Didda. „Við krakkarnir fórum alltaf með KK-sextett og störtuð- um böllunum hjá þeim. Þarna var rokkið komið, eða „rock n roll“ eins og það var alltaf kallað. Eftir KK kom Lúdó og Stefán og við Gulli Bergmann dönsuðum mikið á böllum hjá þeim, bæði störtuðum böllunum og vorum með sýningar. Eftir rokkið kom tvistið sem við Gulli dönsuðum líka mikið.“ Leiðir Jakobs og Diddu lágu saman á balli – hvað annað? „Við sáumst fyrst á réttarballi í Aratungu. Jakob var að syngja með Hljómsveit Óskars Guðmunds. Ég þekkti Óskar frá því á síldinni á Sigló. Hann hafði verið að spila þar og fengið mig og Blackie til að dansa. Það gerðist nú samt ekkert hjá okkur Jakobi fyrr en aðeins seinna þegar við hittumst á balli í Vestmannaeyjum.“ Mundi ekki hvernig böllin enduðu Þau voru ekkert að tvínóna við þetta, eignuðust stelpur 1963, 1965 og 1973, en fyrir átti Didda stúlku fædda 1960. Didda lagði rokkskóna á hilluna en Jakob gekk í Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar. Á næstu árum söng hann líka með Jóni Páli á Borginni og Steina Crupa. „Það var mikið álag og spilað á næst- um því hverju kvöldi,“ segir hann. „Maður vann alla daga líka og þetta endaði nú bara 1968 með því að ég fékk magasár. Það var svo mikið að gera að Didda var alltaf spurð hvort hún væri einstæð móðir því ég var aldrei með henni.“ Þegar Jakob hafði náð sér af magasárinu fór hann aftur í gang en nú með eigin hljómsveit, Hljómsveit Jakobs Jónssonar, sem hann hefur gert út síðan með ýmsum hljóðfæra- leikurum. „Fyrsta verkefnið var skemmtilegt því bandið fór á vegum Fegurðarsamkeppni Íslands út um allt land að spila þegar fegurðar- drottningar úti á landsbyggðinni voru valdar,“ segir hann. „Eftir það fórum við að spila fast á Klúbbnum og ég var þar í fjögur ár. Á þess- um tíma var ég orðinn ansi blaut- ur og ég mundi aldrei hvernig böll- in á Klúbbnum enduðu. Samt sögðu strákarnir að það hefði ekkert sést á mér. Mjög skemmtilegt, eða hitt þó heldur. Ég hætti alveg að drekka 1978 og hef því verið þurr í 32 ár.“ Á þessum árum voru fastráðnar húshljómsveitir á skemmtistöðum, en Jakob segir að það fyrirkomu- lag hafi að mestu hætt um miðjan 8. áratuginn og þá hafi hljómsveit- in bara spilað þar sem bauðst. „Við vorum á Röðli, mikið uppi á Velli og bara hingað og þangað. En árið 1980 fór ég bara í einkabisness og hef verið í honum síðan.“ Var gott upp úr þessu að hafa? „Ég vann alltaf líka en allar mínar tekjur í dagvinnunni fóru beint í skattinn. Ég fékk aldrei krónu út úr því. Við lifðum á spil- iríinu, ég hafði þrisvar sinnum meira upp úr því en vinnunni. Í þá daga gaf þetta eitthvað.“ Sæmi rokk hringir Didda hafði alltaf haldið sér í þjálf- un með leikfimi og djassballett. „Sæmi rokk hringdi í mig 1976 því Stuðmenn voru að fara að kynna plötuna sína (Tívolí) um landið og vildu fá okkur með,“ segir Didda. „Er ekki allt í lagi með þig?!“ spurði ég. Maður er búinn að eignast fjög- ur börn og ekki verið í rokkinu árum saman! Hann gaf sig ekki og upp úr þessu fór boltinn að rúlla hjá okkur Sæma. Við fórum út í bisness, vorum með sýningar hjá alls konar prívataðilum og á árshátíðum, döns- uðum í HLH-myndbandi og vorum hverja helgi á rokkhátíð á Broadway árið 1983. Upp úr því dönsuðum við af og til og síðast í hittifyrra í tilefni af því að Sæmi gaf út ævisöguna sína. Það var mikið að gera og stundum þrjár sýningar sama kvöldið. Það kom fyrir að við Jakob hittumst á böllum og þá sagði fólk, nú, eruð þið hjón? Annars héldu bara allir að við Sæmi værum hjón.“ „Það halda það nú margir enn þá,“ segir Jakob og hlær. „Ég heyri þetta oft í heita pottinum. Ég er ekkert að leiðrétta það.“ Nú, eruð þið hjón? Jakob Jónsson söngvari og eiginkona hans, Jónína „Didda rokk“ Karlsdóttir, byrjuðu að syngja og dansa opinberlega 1959. Þau fagna því fimmtugsafmæli í „bransanum“ um þessar mundir. Dr. Gunni fékk að hlýða á sögustund. FIMMTÍU ÁR AF BÖLLUM Didda rokk og Jakob Jónsson: „Við sáumst fyrst á réttarballi í Aratungu.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í IÐNÓ 2008 Sæmi og Didda rokk rifja upp gamla takta. Lúdó og Stefán sjá um músíkina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.