Fréttablaðið - 12.02.2010, Síða 27
safnanótt
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010
Áður en safnanótt verður sett
í kvöld fara fram Kærleikar
undir stjórn Bergljótar Arnalds.
Kærleikarnir hefjast klukkan
18 á Austurvelli.
„Markmið Kærleikanna er að efla
samkennd og veita hvatningu og
hlýju á þessum tímum,“ útskýrir
Bergljót. „Við þurfum á hvert öðru
að halda en það vill oft gleymast í
umræðunni.“
Hátíðin hefst á því að stytta Jóns
Sigurðssonar verður krýnd blóm-
sveigi en við það nýtur Bergljót að-
stoðar hjálparsveitanna. Þá flytur
Páll Óskar Hjálmtýsson Sönginn
um lífið og fleiri gestir koma fram.
„Hilmar Örn Hilmarsson alls-
herjargoði og séra Helga Soffía
Konráðsdóttir koma fram og svo
fáum við Sigfús Sigurðsson, hand-
boltakappa til að flytja okkur hvatn-
ingu auk Óskars Bjarna Óskarsson-
ar aðstoðarlandsliðsþjálfara. Gísli
Ólafsson frá alþjóðabjörgunar-
sveitunum deilir með okkur reynsl-
unni frá Haítí og eftir mínútu
þögn þar sem við sendum jákvæða
strauma út í samfélagið, leggjum
við af stað í kyndlagöngu kringum
Tjörnina. Lúðrasveitin Svanur mun
leika létt dixíland-lög undir göng-
unni og það væri gaman ef fólk
kæmi með rauðar húfur eða trefla
en litur Kærleikanna er rauður.“
Meðan á göngunni stendur munu
félagar úr Sönglist, undir stjórn
Ólafar Sverrisdóttur, taka á móti
fólki með óvæntum uppákomum
og meðal annars verður kærleiks-
hjörtum dreift til fólks. „Annars
vegar verður dreift hjörtum sem
Akureyrarbær gefur okkur og hins
vegar hjörtum sem krakkar hafa
útbúið og skrifað á skilaboð eins
og; Kærleikur er hvert bros sem
þú gefur! Þeir sem mæta snemma
á Austurvöll geta svo fylgst með
þegar hjörtu verða skorin út úr ís
sem Akureyrarbær gefur okkur
líka.“
Kærleikunum lýkur svo við
styttu Einars Jónssonar en þar
munu nokkrir kórar koma saman
og taka lagið undir stjórn Björns
Thorarensen. Bergljót stóð einnig
fyrir Kærleikum á síðasta ári og þá
sóttu hátíðina 3.000 manns. - rat
Kærleikur, hlýja og samkennd
Kærleikarnir hefjast við Austurvöll í kvöld klukkan 18 undir stjórn Bergljótar Arnalds. Lúðrasveitin Svanur spilar undir kyndlagöngu kringum Tjörnina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
● DAGSKRÁIN Í FARSÍM-
ANN Gestir safnanætur geta
hlaðið dagskránni í gsm-sím-
ann sinn með hugbúnaðarfor-
ritinu Reykjavík Mobile Guide.
Hrafn Sigvalda-
son, hjá Ymir
Mobile, veit allt
um það. „Hægt
er að skoða
alla viðburði
á safnanótt
og staðsetn-
ingu þeirra á
korti af höf-
uðborg-
arsvæð-
inu, ef GPS er í sím-
anum. Einnig er hægt að senda
inn „live“ skilaboð, sem kall-
ast safnarnæturpúlsinn og birt-
ast jafnóðum í forritinu, svipað
og til dæmis á twitter.“ Að sögn
Hrafns er hægt að sækja hug-
búnaðinn á www.getmoibileg-
uide.is. „Hann er einfaldur í notk-
un og hentar í velflestar gerð-
ir farsíma.“
● SPENNANDI LEIKUR
Á SAFNANÓTT Skemmti-
legur leikur verður í gangi á
safna nótt sem snýst um að
safna stimplum á öllum söfn-
um sem heimsótt eru og svara
léttum spurningum. Þeir sem
safna fjórum eða fleiri stimplum
og svara þremur spurningum
í það minnsta geta skilað þátt-
tökumiða til Höfuðborgarstofu,
Aðalstræti 2, fyrir 26. febrúar.
Fyrstu vinningur er flug fyrir tvo
á safna nóttina í Berlín í ágúst í
sumar og fá vinningshafar einn-
ig safnanæturpassa. MP
banki gefur vinningshaf-
anum einnig 100.000
krónur í gjaldeyri. Í
vinning er einnig
málsverður fyrir tvo á
veitingastaðnum Dilli
og gjöf frá safn-
verslun Land-
námssýn-
ingarinnar í
Aðalstræti.
Veglegri dagskrá í ár
Nágrannasveitarfélög Reykjavík-
ur taka þátt í safnanótt í fyrsta
sinn. SÍÐA 4
Þjóðmenningarhúsið – The Culture House
National Centre for Cultural Heritage
Hverfi sgötu 15 · 101 Reykjavík
Sími 545 1400 · www.thjodmenning.is
Sýningar · leiðsögn · verslun
Opið daglega kl. 11.00 – 17.00
Aðrar sýningar:
Póstkortaár, Flora Islandica, Handritin.
Leiðsögn án endurgjalds í boði fyrir skólahópa.
Veitingar á virkum dögum.
SÝNINGAR Á
ÖLLUM HÆÐUM
Sýningin ÍSLAND :: KVIKMYNDIR framlengd til hausts!
100 íslenskar kvikmyndir frá 1904-2009 í fullri lengd
auk myndbrota úr völdum myndum á skjám, sjá
thjodmenning.is
ÓÞEKKTUR HÖFUNDUR.
Gestir geta endurraðað íslenskri hugsun liðinna alda að eigin skapi með orðum úr
hundruðum lausavísna óþekktra höfunda. Dagskrárgerð: Þorvaldur Þorsteinsson
myndlistarmaður og rithöfundur. Bókasalur kl. 19-24
ÍSLENDINGAR sýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur á ljós-
myndum úr samnefndri bók. Unnur skrafar við gesti á sýningunni milli kl. 21 og 22
og leikur með vinkonum á harmónikku.
ÍSLAND :: KVIKMYNDIR 1904-2009 - 11. skjárinn. Frumsýning.
100 kvikmyndir í fullri lengd og nýr skjár með myndbrotum úr The Good Heart,
Sólskinsdreng, Sveitabrúðkaupi og Brúðgumanum. VÍNBAR og von er á gestum
úr kvikmyndageiranum. Í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands. Kl. 19-24.
ÓLÖF ARNALDS – sólótónleikar - í Bókasal kl. 22:30-23:15.
SAFNANÓTT – 12. FEBRÚAR KL. 19-24
Ókeypis á Safnanótt – Allir velkomnir! – Safnanæturleikur – Veitingasala