Fréttablaðið - 12.02.2010, Qupperneq 50
30 12. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Dagur Sigurðsson hefur ákveðið að halda áfram að stýra austurríska
landsliðinu í handbolta í það minnsta fram yfir tvo umspilsleiki gegn
Hollandi um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð á næsta
ári. Dagur er sem kunnugt er einnig þjálfari Füchse
Berlin sem leikur í efstu deild í Þýskalandi.
„Þetta var í raun og veru ekki erfið ákvörðun hjá
mér að halda áfram með austurríska landsliðið.
Þeir komu hingað til Berlínar í gær [fyrradag] frá
austurríska handknattleikssambandinu og funduðu
með mér og forráðamönnum Füchse Berlin. Það voru
einhvern veginn allir á sömu línunni með að hjálpa til
með þetta komandi verkefni hjá austurríska landsliðinu og
ég er mjög ánægður með að fá tækifæri til þess að taka það að
mér. Forráðamenn Füchse Berlin hefðu náttúrlega þannig séð
getað lokað á þetta en þeir eru búnir að vera mjög skilningsríkir
enda væri ég ekki að þessu ef svo væri ekki,“ segir Dagur.
Dagur hefur gert frábæra hluti með austurríska landsliðið
síðan hann tók við stjórnartaumunum þar á bær og náði
fremur óvænt að koma liðinu alla leið í milliriðil á Evrópu-
mótinu í Austurríki nú í janúar en fæstir áttu von á því fyrir mót að
heimamenn myndu gera miklar rósir þar. Dagur viðurkennir að
skemmtilegt sé að taka þátt í uppsveiflunni hjá liðinu en að
sama skapi sé spennandi að hjálpa liðinu í krefjandi
leikjum gegn Hollandi.
„Auðvitað er gaman þegar vel gengur en það
verður líka spennandi að takast á við þessa leiki
gegn Hollandi því Austurríki og Holland eru með
mjög áþekk lið. Bæði lið eru ef til vill sterkari
núna en þau hafa verið að sýna síðustu árin og
hafa á að skipa mörgum leikmönnum sem hafa
verið að gera það gott í efstu deild í Þýskalandi. Þetta
verða því eflaust jafnir og spennandi leikir.“
Dagur á þó frekar von á því að hætta með austur-
ríska liðið eftir umspilsleikina, hvernig sem þeir fara.
„Við setjumst væntanlega niður og ræðum málin
þegar þar að kemur en ég á frekar von á að þessir
leikir verði endapunkturinn hjá mér. Við sjáum samt
bara til hvernig þetta fer.“
DAGUR SIGURÐSSON: STÝRIR AUSTURRÍSKA LANDSLIÐINU Í UMSPILSLEIKJUNUM NÆSTA SUMAR FYRIR HM 2011
Á frekar von á að þessir leikir verði endapunkturinn
FÓTBOLTI Knattspyrnusamband
Íslands, KSÍ, kynnti ársreikning
sinn fyrir árið 2009 í síðustu viku.
Þar kemur fram að reksturinn
gangi vel en sambandið skilaði 50
milljóna króna hagnaði á árinu þó
svo það hafi greitt upp 600 millj-
óna króna lán vegna stúkubygg-
ingarinnar.
Sambandið er nú skuldlaust og
á þess utan 328 milljónir inni á
banka. Formaður sambandsins,
Geir Þorsteinsson, hefur því yfir
litlu að kvarta.
„Ég er mjög ánægður með að
reksturinn sé í lagi og hann var
nokkurn veginn á áætlun. Það er
afar ánægjulegt miðað við hvern-
ig efnahagsástandið er þessi miss-
erin. Það var líka afar ánægjulegt
að greiða niður þetta 600 milljóna
króna lán og hafa þar með sett
lokapunkt á stúku- og skrifstofu-
bygginguna. Það sýnir sterka
lausafjárstöðu sambandsins,“ segir
Geir og bætir við að síðasta ár hafi
verið stórt hjá sambandinu.
Metár á öllum sviðum
„Við drógum ekkert saman í
rekstrinum heldur er síðasta ár
mesta umfang í rekstri hjá sam-
bandinu á öllum sviðum. Það hafa
aldrei verið eins margir landsleik-
ir, fræðslustarfið aldrei jafn mikið
og svona mætti áfram telja. Þetta
var metár á öllum sviðum.“
Geir segir að KSÍ sé eðlilega að
græða mikið á því að sjónvarps-
samningar og styrkir að utan séu
í erlendri mynt.
„Þeir fóru náttúrulega frá því að
vera 90 upp í 180. Það er augljóst
að það hefur hjálpað okkur mikið.
Ég legg líka mikla áherslu á að
lausafjárstaðan sé sterk því það
versta sem gæti komið fyrir er að
við þyrftum að taka lán til þess að
reka starfsemina,“ segir Geir.
Rekstur KSÍ hefur bólgnað
mikið út á síðustu árum og vekur
athygli að skrifstofu- og stjórnun-
arkostnaður hjá sambandinu er á
síðasta ári 158 milljónir króna. Er
það hækkun um 10 milljónir á milli
ára og 42 milljónir frá 2006. Það
er 36,2 prósenta hækkun á þrem-
ur árum.
Launaliðurinn hefur að sama
skapi hækkað, eða um 34 milljón-
ir frá 2006. Það er 45,9 prósenta
hækkun. Starfsmönnum á þeim
tíma hefur fjölgað um fjóra. Með-
altal launa hvers starfsmanns er
því rúmar 700 þúsund krónur á
mánuði.
„Það er ekkert skrítið að þetta
hækki á milli ára enda hafa bæði
skattar og tryggingagjöld hækk-
að. Þar eru strax komnar nokkrar
milljónir, við höfum enga stjórn á
því,“ sagði Geir. „Ég þarf að skoða
betur hver ástæðan sé fyrir þess-
um hækkunum svo ég geti svarað
almennilega. Ekki hefur starfs-
mönnum fjölgað né að launin hafi
hækkað mikið,“ segir Geir sem
hafði samband síðar og bætti við
að tveir starfsmenn hefðu verið
ráðnir árið 2007.
Neitar að gefa upp launin
Sjálfur vill Geir ekki gefa upp
hvað hann taki í laun fyrir að stýra
KSÍ-skútunni.
„Launin eru góð fyrir knatt-
spyrnuhreyfinguna og ég er mjög
sáttur. Þau hafa ekki verið gefin
upp frekar en önnur laun hjá
okkur. Það hefur ekki verið rætt
að gera þau opinber,“ segir Geir
en samkvæmt tekjublaði Mannlífs
var Geir með tæplega 1,2 milljón-
ir króna í mánaðarlaun árið 2008.
Þess má geta í samanburði að
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra er með 935 þúsund krón-
ur í mánaðarlaun fyrir að stýra
þjóðarskútunni.
„Launin mín eru í takti við það
sem þau voru er ég var fram-
kvæmdastjóri sambandsins,“ segir
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
henry@frettabladid.is
Geir er með hærri laun en Jóhanna
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vill ekki gefa upp laun sín en samkvæmt tekjublaði Mannlífs er hann
með rúmlega 200 þúsund krónum meira á mánuði en forsætisráðherra þjóðarinnar. Geir segir launin vera
góð fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Launaliður KSÍ hefur hækkað um tæplega 46 prósent á þremur árum.
DÝR SKRIFSTOFA Geir situr hér á skrifstofu sinni í hinum glæsilegu húsakynnum KSÍ í Laugardal. Kostnaður við endurbætur á
vellinum og byggingu skrifstofuhúsnæðis KSÍ kostaði 1,6 milljarð og fór 600 milljónum fram úr áætlun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Topplið Chelsea og
Manchester United í ensku
úrvalsdeildinni töpuðu ekki
aðeins stigum í leikjum sínum
á miðvikudagskvöldið því bæði
liðin misstu lykilmenn í lang-
varandi meiðsli.
Ashley Cole, bakvörður Chel-
sea og enska landsliðsins, verður
frá keppni í þrjá mánuði eftir að
hann ökklabrotnaði í tapleikn-
um á móti Everton. Cole meidd-
ist eftir samstuð við Everton-
manninn Landon Donovan en
Cole og Donovan gætu hist að
nýju í fyrsta leik Englendinga og
Bandaríkjamanna á HM en hann
fer fram 12. júní í Suður-Afríku.
Ryan Giggs, miðjumaður
Manchester United, brákaðist á
hendi þegar hann lenti í samstuði
við Aston Villa-manninn Steve
Sidwell í 1-1 jafntefli liðanna.
Báðir leikmenn missa því af 16
liða úrslitum Meistaradeildarinn-
ar sem hefjast í næstu viku. - óój
Enska úrvalsdeildin í fótbolta:
Cole og Giggs
brotnuðu báðir
VONT Ashley Cole meiddist illa á móti
Everton. MYND/GETTYIMAGES
Iceland Express karla
Fjölnir-Snæfell 69-64 (39-33)
Stig Fjölnis: Christopher Smith 25, Jón Sverrisson
10, Ægir Þór Steinarsson 10, Níels Dungal 7, Arn
þór Freyr Guðmundsson 6, Magni Hafsteinsson 5,
Tómas Heiðar Tómasson 4, Sindri Kárason 2.
Stig Snæfells: Sean Burton 20, Jón Ólafur
Jónsson 18, Hlynur Bæringsson 9, Sigurður
Á. Þorvaldsson 7, Martins Berkis 5, Emil Þór
Jóhannsson 3, Páll Fannar Helgason 2.
Stjarnan-ÍR 80-71 (44-40)
Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 31, Djorde
Pantelic 16, Fannar Freyr Helgason 15, Jovan
Zdravevski 10, Ólafur Jónas Sigurðsson 4, Kjartan
Atli Kjartansson 2, Guðjón Lárusson 2.
Stig ÍR: Michael Jefferson 19, Nemanja Sovic 16,
Eiríkur Önundarson 9, Kristinn Jónasson 7, Ásgeir
Hlöðversson 6, Davíð Þór Fritzson 5, Steinar
Arason 4, Ólafur Þóriss. 3, Elvar Guðmundss. 2.
Keflavík-FSu 136-96 (65-37)
Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 24,
Draelon Burns 20, Sigurður Gunnar Þorsteins
son 20, Gunnar Einarsson 16, Uruele Igbavboa
14, Þröstur Leó Jóhannsson 12, Gunnar Stefáns
son 9, Andri Skúlason 7, Sverrir Þór Sverrisson 6,
Davíð Jónsson 5, Guðmundur Gunnarsson 3.
Stig FSu: Richard Williams 35, Aleksas Zimnickas
26, Cristopher Caird 17, Kjartan Kárason 8, Orri
Jónsson 5, Daníel Kolbeinsson 3, Jake Wyatt 2.
Hamar-Grindavík 81-104
STAÐAN Í DEILDINNI:
KR 16 13 3 1495-1294 26
Keflavík 16 12 4 1499-1282 24
Stjarnan 16 12 4 1396-1305 24
Grindavík 16 11 5 1519-1308 22
Snæfell 16 11 5 1480-1284 22
Njarðvík 16 11 5 1406-1234 22
Hamar 16 6 10 1344-1397 12
ÍR 16 5 11 1317-1443 10
Tindastóll 16 5 11 1316-1449 10
Fjölnir 16 5 11 1258-1422 10
Breiðablik 16 4 12 1262-1433 8
FSu 16 1 15 1154-1595 2
ÚRSLITN Í GÆR
> Lék í 58 mínútur í fjórframlengdum
sigurleik
Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU þurftu fjórar fram-
lengingar til þess að vinna Utah í bandaríska háskóla-
boltanum í fyrrinótt. TCU er nú í 24. sæti
yfir bestu háskólalið Bandaríkjanna og á
toppi Mountain West-deildarinnar með
8 sigra í 10 leikjum. Helena skoraði 15
af 21 stigi sínu í framlengingunum
fjórum en hún spilaði í 58 mínútur í
leiknum og var auk stiganna með 8
fráköst, 5 stoðsendingar og 2 stolna
bolta. TCU kom leiknum í framlengingu en
Utah tryggði sér síðan þrjár framlengingar
í röð áður en TCU vann fjórðu og síðustu
framlenginguna 15-6.
KÖRFUBOLTI „Við vorum góðir í þess-
um leik og náðum að mér fannst
að gera mjög vel til þess að stoppa
þeirra helstu leikmenn. Við erum
með flott varnarlið og höfum verið
að taka stig af toppliðinum og það
sýnir að það er eitthvað í okkur
spunnið,“ sagði Bárður Eyþórs-
son, þjálfari Fjölnis, eftir 69-64
sigur liðs síns gegn Snæfelli í Ice-
land Express-deild karla í körfu-
bolta Dalhúsum í Grafarvogi í gær-
kvöldi.
Gestirnir í Snæfelli mættu
reyndar afar grimmir til leiks og
voru alltaf skrefinu á undan heima-
mönnum í Fjölni í fyrsta leikhlut-
anum. Munaði þar mestu um góða
hittni hjá Hólmurum fyrir utan
þriggja stiga línuna en Fjölnis-
menn létu þó ekki slá sig út af lag-
inu og enduðu leikhlutann af krafti
og staðan var 16-18 gestunum í vil
eftir fyrsta leikhluta.
Fjölnismenn héldu uppteknum
hætti í öðrum leikhluta og náðu
með öflugum varnarleik og skyn-
sömum sóknarleik að taka forystu
og leiða leikinn 39-33 þegar hálf-
leiksflautan gall. Hvorugt liðið náði
sér almennilega á strik sóknarlega
í þriðja leikhlutanum en varnar-
leikurinn var þess í stað í háveg-
um hafður og oft á tíðum glæsileg
tilþrif þar á báða bóga.
Staðan var 56-47 fyrir lokaleik-
hlutann og flest sem benti til þægi-
legs sigurs heimamanna miðað við
gang leiksins en gestirnir tóku við
sér á lokasprettinum og náðu að
minnka muninn niður í þrjú stig
þegar tæp mínúta var eftir af leikn-
um. Hólmarar fengu svo tækifæri
til þess að jafna leikinn í tvígang
en þriggja stiga skot þeirra klikk-
uðu í bæði skiptin. Niðurstaðan
varð sem segir 69-64 sigur heima-
manna, sem eru fyrsta liðið til þess
að vinna Snæfell á árinu 2010.
„Við vorum bara hræðilega
lélegir og við vorum bara ekki til-
búnir í svona baráttuleik eins og
Fjölnismenn buðu upp á. Lykil-
menn voru að klikka hjá okkur og
þetta tap er dýrt ef við ætlum að
vera í toppbaráttunni,“ sagði Ingi
Þór Steinþórsson, þjálfari Snæ-
fells, í leikslok í gær.
Cristhopher Smith átti frábæran
leik fyrir Fjölni og skoraði 25 stig
og tók 19 fráköst en Sean Burton
var stigahæstur hjá Snæfelli með
20 stig. - óþ
Fjölnir lagði enn eitt toppbaráttuliðið þegar Snæfell kom í heimsókn í Grafarvoginn í gærkvöldi:
Fyrsta tap Snæfellinga á árinu 2010
19-19 Í FRÁKÖSTUM Christopher Smith
og Hlynur Bæringsson tóku jafnmörg
fráköst í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN