Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 4
4 18. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR IÐNAÐUR Bandaríska samheita- lyfjafyrirtækið Alvogen leit- ar að stað fyrir nýja verksmiðju sem fyrirhugað er að reisa. Að sögn Róberts Wessman, starfandi stjórnarformanns Alvogen, stend- ur valið helst á milli Austur-Evr- ópu og Íslands. Tilkynnt var um kaup fjárfest- ingarsjóðs undir forystu Róberts Wessman á 30 prósenta hlut í Alvogen í júlílok í fyrra og jafn- framt um þá stefnu að efla starf- semi fyrirtækisins enn frekar. Róbert segir reksturinn ganga vel og að félagið sé óðum að færa út kvíarnar, en auk starfsemi í Bandaríkjunum hafi verið opnað- ar starfsstöðvar í Kína, Indlandi, Búlgaríu, Rúm- eníu og Serbíu. Róbert segir félagið stefna í fremstu röð samheitalyfja- fyrirtækja en vöxturinn verði þó yfirvegaður og varast verði mikla skuld- setningu. Hann segir innviði félagsins sterka og á því verði byggt. „Við stefnum á að hefja starf- semi í tíu löndum til viðbótar á þessu ári, auk þess sem við erum að skoða að bæta við verksmiðju hér á landi,“ segir Róbert, en hann kynnti annað verkefni til sög- unnar í gær, heilbrigðisþjónustu sem starfrækt verður að Ásbrú í Reykjanesbæ. „Verksmiðjan gæti mögulega orðið á Íslandi eða í Austur-Evr- ópu. Þeir staðir koma helst til greina,“ segir hann og bætir við að ef Ísland yrði fyrir valinu þá væru sterkar líkur á því að verksmiðj- unni yrði fundinn staður á Suður- nesjum. „Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við Reykjanesbæ,“ segir hann og kveðst einnig vilja leggja lóð sitt á vogarskálarnar við frek- ari atvinnuuppbyggingu þar, enda sé atvinnuleysi í einstökum lands- hlutum einna mest þar. Samheitalyfjafyrirtækið Alvog- en er með yfir 100 ára rekstrar- sögu, en félagið sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheita- lyfja sem eru flókin í þróun og framleiðslu. Róbert Wessman var áður forstjóri samheitalyfjafyr- irtækisins Actavis, en lét þar af störfum í ágústbyrjun 2008. - óká VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 7° 1° 1° 5° 5° 7° 1° 1° 20° 6° 15° 7° 16° -6° 6° 16° -3° Á MORGUN 8-15 m/s. LAUGARDAGUR Stíf norðanátt allra austast annars hægari. -6 0 -2 0 -4 0 -3 -2 -4 -4 -10 8 8 7 7 6 7 56 15 8 6 6 2 -2 -2 0 -4 -2 -2 -4 -2 -1 BÆTIR Í VIND Það mun bæta smám saman í vind eftir því sem líður á daginn og í kvöld verður sums staðar kominn strekk- ingur einkum um landið austan- og norðvestanvert. Á morgun verður víða stífur vindur og él og því gæti færð sums staðar spillst. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Hugleiða að byggja hér lyfjaverksmiðju Valið stendur á milli Austur-Evrópu og Íslands með staðsetningu á verksmiðju sem samheitalyfjafyrirtækið Alvogen hyggst smíða á árinu, að sögn Róberts Wessman, starfandi stjórnarformanns Alvogen. Suðurnes koma helst til greina. SJÁVARÚTVEGUR Fyrsta loðnufarm- inum var landað í gærkvöldi hjá landvinnslu HB Granda á Akra- nesi. Loðnuhrognavinnslan og frystingin útheimtir þrjátíu manns sem mun vinna hluta tím- ans á tvöföldum vöktum. Loðnuskip HB Granda, Ing- unn AK og Faxi RE, hafa verið að veiðum úti af Garðskaga og því er stutt að fara með hráefnið til vinnslu. Að sögn Gunnars Hermanns- sonar, vinnslustjóra í hrogna- vinnslu HB Granda á Akranesi, er óvíst hve mikil hrognafyllingin er í loðnuaflanum sem fengist hefur síðustu daga en hann segir þó að þroski hrognanna skipti meira máli en sjálf hrognafyllingin. „Hrognin þurfa að vera með svokallaðan 80 prósenta þroska hið minnsta til þess að þau séu hæf til frystingar fyrir Japans- markaðinn. Minna þroskuð hrogn eru fryst fyrir Austur-Evrópu- markaðinn,“ segir Gunnar í við- tali á heimasíðu fyrirtækisins. Afköstin í hrognavinnslunni á Akranesi ráðast af frystigetunni en hún er um hundrað tonn á sól- arhring. Afkastagetan í flokkun, skurði og hreinsun á hrognum fyrir þurrkun og frystingu er þó mun meiri, eða um 160 til 180 tonn á sólarhring. - shá Skip HB Granda byrjuð að landa loðnu til hrognavinnslu á Akranesi: Frysting á loðnu er hafin uppi á Skaga INGUNN AK Skip HB Granda hafa verið að veiðum við Garðskaga og Ingunn landaði 600 tonnum þar í gærkvöldi. KÓSÓVÓ, AP Hasim Thaci, forsæt- isráðherra Kosovo, segir enga hættu á því að ástandið í landinu versni eftir að fækkað verður í herliði Atlantshafsbandalagsins, nú þegar tvö ár eru liðin frá því að landið lýsti yfir sjálfstæði. Hann segir að öryggissveit- ir heimamanna, sem hermenn NATO hafa þjálfað til verka, eigi að vera fullfærar um að taka að sér „það hlutverk sem öryggis- sveitir hafa í sjálfstæðum ríkj- um“. Átta þúsund manna örygg- issveitir landsins eru einkum skipaðar fyrrverandi uppreisnar- mönnum, sem börðust gegn Ser- bum í Kosovo-stríðinu 1998-1999. - gb Forsætisráðherra Kosovo: Heimamenn ráða við verkið SJÁLFSTÆÐI FAGNAÐ Tvö ár liðin frá sjálfstæði Kosovo. NORDICPHOTOS7AFP FÓLK Ráðist var á útvarpsmann- inn Guðmund Franklín Jónsson í húsakynnum Útvarps Sögu í gær. Var þar kominn Eiríkur Stef- ánsson, fyrr- verandi verka- lýðsforkólfur á Fáskrúðsfirði. Eiríkur hafði meðan á þættin- um stóð hringt inn og borið upp spurningar en Guðmundur Franklín sleit símtalinu. Þegar þættinum lauk var Eiríkur mættur í húsakynni Útvarps Sögu. Illugi Gunnarsson alþingismað- ur og Grétar Mar Jónsson gengu á milli. Eiríkur lét hins vegar ekki þar við sitja og grýtti tölvu Guð- mundar Franklíns í gólfið. Guð- mundur ætlar ekki að kæra Eirík fyrir atlöguna. - aó Stimpingar eftir útvarpsþátt: Vildi heilsa að sjómannasið GUÐMUNDUR FRANKLÍN SVEITARSTJÓRNARMÁL „Núverandi nefndarmenn afsala sér launa- greiðslum vegna fundasetu í tón- listarskólanefnd frá og með 46. fundi og út kjörtímabilið,“ segir í bókun Karólínu Eiríksdóttur, Hjördísar Árnadóttur, Ingibjarg- ar Guðjónsdóttur, Skarphéðins Jónssonar og Sveinbjargar Vil- hjálmsdóttur sem öll sitja í tón- listarskóla Álftaness. Á síðasta fundi sínum ræddi tónlistarskólanefndin áskorun frá Foreldra- og velunnarafélagi Tónlistarskóla Álftaness og lýstu nefndarmenn áhyggjum af fyrir- huguðum niðurskurði. - gar Tónlistarskólanefnd Álftaness: Hyggjast sitja frítt í nefndinni LYF Samheitafyrirtækið Alvogen er með yfir hundrað ára rekstrarsögu og sérhæfir sig í þróun og framleiðslau samheitalyfja. RÓBERT WESSMANN Verksmiðjan gæti mögu- lega orðið á Íslandi eða í Austur-Evrópu. Þeir staðir koma helst til greina. RÓBERT WESSMAN STJÓRNARFORMAÐUR ALVOGEN VEIÐAR Umhverfisstofnun hefur aldrei borist fleiri umsóknir um hreindýraveiðileyfi, en þau eru 3.800 alls. Endanlegur fjöldi umsókna liggur þó ekki fyrir, eins og Austurland.is segir frá. Á veiðitímabilinu í ár er leyfi- legt að veiða 1.272 dýr. Verð veiðileyfa ná allt frá 50.000 krón- um fyrir kú upp í 125.000 krónur fyrir tarf. Dregið verður úr gild- um umsóknum á laugardag. - shá Hreindýraveiðarnar 2010: Aldrei meiri ásókn í leyfin GENGIÐ 17.02.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 230,4399 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,87 127,47 200,05 201,03 174,36 175,34 23,422 23,56 21,71 21,838 17,735 17,839 1,3996 1,4078 195,42 196,58 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is Við höldum með þér! Þú getur sótt um Staðgreiðslukortið á olis.is, á næstu Olís-stöð eða í síma 515 1141. Sæktu um Staðgreiðslukort á olis.is og njóttu betri kjara 3 kr. afsláttur af eldsneytislítranum frá dæluverði. 2,9 kr. (1,5%) afsláttur í formi Vildarpunkta Icelandair. 5% afsláttur af vörum, nema tóbaki, tímaritum, símakortum og happdrætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.