Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 46
30 18. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Múlinn í kvöld kl. 21 Bláir skuggar, djass- og blúshljóm- sveit saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar leikur á Jazzklúbbnum Múlanum í kjallara Café Cultura, Hverfisgötu 18. Auk Sigurðar leika þeir Þórir Baldursson á Hammond B-3 orgel, Jón Páll Bjarnason á gítar og Einar Scheving á tromm- ur. Flutt verður tónlist af plötun- um Blátt ljóst og Bláir skuggar, auk nýrra laga úr smiðju Sigurðar. Hinn landsfrægi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefanda hefst í Perlunni á morgun. Frá því á sjötta áratug síð- ustu aldar hafa bókaútgefendur staðið fyrir sams konar markaði þar sem eldri útgáfubækur eru boðnar á góðu verði. Bókamarkaðurinn hefur löngum verið besti staðurinn til að hafa yfirsýn yfir allt úrval fáanlegra íslenskra bóka, en 12.000 titlar hið minnsta eru til sölu á markaðnum. Á markaðnum er nú mikið úrval bóka sem komu út á síðasta ári frá öllum útgef- endum, en þetta úrval var aukið til muna fyrir tveimur árum. Ýmsar gersemar birtast jafnan, bækur sem taldar voru uppseldar fyrir löngu finnast innst í geymslu eða að gamlir lagerar horfinna forlaga eru dregnir fram. Bókamarkaðurinn stendur til sunnu- dagsins 7. mars. Opið er alla daga, jafnt virka daga sem um helgar, frá 10-18. Í kjölfarið fer bókamarkaðurinn til Akur- eyrar og stendur þar yfir páskana. - drg Bókahaugar í Perlunni BÓKAMARKAÐUR Hinn landsfrægi bókamarkaður útgefenda hefst í Perlunni á morgun. > Ekki missa af … Í dag hefst nýr dagskrárliður í Havaríi í Austurstræti: Vegg- spjald vikunnar. Í hverri viku verður nýtt veggspjald hengt upp til sýnis á þar til gerðan stand auk þess sem 20 eintök verða sett í fötu og boðin til sölu á 1.500 krónur. Fyrsta veggspjaldið er eftir Svavar Pétur Eysteinsson en hann mun síðan bjóða öðrum listamönnum að koma fram í Veggspjaldi vikunnar. Átta aðilum var í gær veittar 7.880.000 kr. úr Hönnunarsjóði Auroru. Þrjú ný verkefni fá styrk að þessu sinni, en að baki þeim stend- ur fjölbreyttur hópur fólks. Fimm ungir arkitektar (Ástríður Magn- úsdóttir, Bjarki Gunnar Hall- dórsson, Helgi Steinar Helgason, Hildur Gunnlaugsdóttir og Hild- ur Steinþórsdóttir), sem kalla sig „Skyggni frábært“ hljóta styrk til þróunar verkefnisins „Ylhús fyrir alla“. Hörður Lárusson, grafískur hönnuður, fær styrk til hönnunar á bók sem fjallar um og sýnir hvern- ig skal umgangast íslenska fánann og Dagný Bjarnadóttir landslags- arkitekt fær styrk til frekari vöru- þróunar á húsgögnunum „Furni- Bloom“. Auk þessa voru veittir tveir styrkir til nýlega útskrifaðra hönn- uða, Kristrúnar Thors og Laufeyj- ar Jónsdóttur fatahönnuðar. - drg Veitt úr hönnunarsjóði Auroru GÓÐUR STYRKUR Átta aðilar fengu í gær styrk úr Hönnunarsjóði Auroru. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Þegar kóngur kom Helgi Ingólfsson Svörtuloft Arnaldur Indriðason Það sem ég sá og hvernig ég laug - Judy Blundell Skýjað með kjötbollum á köflum - Judi Barrett Bankster Guðmundur Óskarsson Bjargvætturinn í grasinu J.D. Salinger Jöklar á Íslandi Helgi Björnsson METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 10.02.10 - 16.02.10 Loftkastalinn sem hrundi Stieg Larsson Prinsessan og froskurinn Walt Disney Garn og gaman Jóna Svava Sigurðardóttir Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur sími 561 0055 • www.ormstunga.is „Frumlegasti krimminn“ er kominn í kilju ! Helgi Ingólfsson Þegar kóngur kom Litrík og spennandi Reykjavíkursaga frá 19. öld „Þegar kóngur kom er vel samin og vel undirbyggð sakamálasaga sem bregður leiftrandi ljósi á Reykjavík og bæjarbúa þessa tíma. … frábærlega undirbyggð saga með merkilegri mannlífslýsingu.“ – Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttablaðinu „Sumum þykir þessi bók kannski löng, nærfellt 400 síður, en ég hefði gjarna viljað hafa hana mun lengri, enda var sögusviðið svo skemmtilegt að ég var fráleitt búinn að fá nóg af því.“ – Árni Matthíasson, Morgunblaðinu „Stórskemmtileg bók – spennandi morðgáta.“ – Sigurður G. Tómasson, Útvarpi Sögu 1. sæti á metsölulistaEymundsson Fyrsta prentun seldist upp á augabragði! FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.