Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 16
16 18. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Einstaklingum sem sóttu um endurgreiðslu á virðis- auka vegna viðhalds og ný- bygginga fjölgaði úr 8.318 árið 2008 í 10.772 árið 2009. 10.772 einstaklingar fengu endur- greiddan virðisaukaskatt vegna vinnu við framkvæmdir, viðhald- hald og nýbyggingar á síðasta ári. Árið áður fengu 8.318 endur- greiddan hluta virðisaukans en frá og með 1. mars á síðasta ári varð endurgreiðslan 100 prósent í stað 60 prósenta áður. Alls voru endurgreiddar rúm- lega 1.273 milljónir árið 2009 vegna endurbóta og viðhalds en 618 milljónir vegna framkvæmda við nýbyggingar. Árið 2008 var upphæðin vegna endurbóta 1.004 milljónir en þá fengu einstakling- ar 749 milljónir til baka vegna framkvæmda við nýbyggingar. Aukningin í endurgreiðslunni skýrist að hluta til vegna hærri endurgreiðsluhlutfalls en ein- staklingum sem voru í endurbót- um og viðhaldi á húsum fjölgaði einnig. Samkvæmt upplýsingum hjá ríkisskattstjóra er biðin eftir end- urgreiðslunni 15 til 30 dagar að jafnaði. Lögin um 100 prósenta endurgreiðslu gilda til 1. janúar 2011. Verktakar fá einnig endur- greiddan virðisaukann af vinnu við nýbyggingar. Árið 2008 fengu þeir 2.147 milljónir endurgreiddar en í fyrra 780 milljónir sem end- urspeglar afar vel minni umsvif í kjölfar efnahagshrunsins. sigridur@frettabladid.is „Eitt er það húsráð sem ég hef notað og virkar vel og það er að setja hráa kartöflu í pottinn ef maður hefur saltað of mikið. Þetta hef ég til dæmis gert þegar ég hef verið utan við mig og misst of mikið salt í grjónapott með poka- grjónum. Einnig virkar kartöfluráðið á pottrétti. Ég hef annars lesið mikið af húsráðum en finnst þau ekki alltaf virka, til dæmis ráðið að hreinsa vax úr dúk með því að leggja pappír yfir og strauja, það skilur eftir sig bletti. En eitt ætla ég að prófa og það er að þrífa klósettið með kóki sem á að virka vel.“ GÓÐ HÚSRÁÐ OF SÖLTUM MAT BJARGAÐ ■ Hallveig Rúnarsdóttir söngkona hefur misgóða reynslu af húsráðum.„Bestu kaup mín eru hljóðfærin sem ég hef keypt í gegnum tíðina,“ segir Ragnheiður Eiríksdóttir tónlistar- kona, löngum kennd við hljóm- sveitina Unun en annar forsprakka Hellvars, og útvarpskona. Hún bendir á að verðgildi hluta, ekki síst hljóðfæra, sé afstætt. Bíll geri lítið annað en að falla í verði á meðan aðrir, svo sem hljóðfæri hækki í verði eftir því sem árin líða. „Það má taka marga hluti sem verða ódýrari eftir því sem þeir verða eldri. Þetta skiptir ekki máli með hljóðfæri,“ bætir hún við. „Þetta eru ekki bara atvinnu- tæki heldur verða hljóðfæri tónlistarmanna félagar þeirra í langan tíma, þau verða verð- mætari fyrir þá sem nota þau í tímans rás. Þótt einhver bassi verði sjúskaður og úr sér genginn verður hann verðmætari í augum þess sem á hann,“ segir hún. Safavél sem móðir Heiðu keypti fyrir hana í Fríhöfninni fyrir þremur árum fellur í flokk með hljóð- færunum. „Ég hef notað vélina svo rosalega mikið og hún virkar enn!“ Heiða segir kaup á íbúð þau verstu og vill ráðleggja ungu fólki að hætta við allt slíkt. „Fólk á bara að sleppa því, hjóla út um allt og vera á leigu- markaði,“ segir hún. NEYTANDINN: RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR, TÓNLISTAR- OG FJÖLMIÐLAKONA Hljóðfærin verða vinir manns > Útgjöldin Gistinætur á hótelum 2008 2009 288.288 1.051.678 260.423 1.071.770 1.339.966 1.332.193 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS EFNAHAGSMÁL Myntkörfulán kunna til lengri tíma séð að vera hagstæðari en þau verð- tryggðu, þrátt fyrir gengishrunið sem hófst fyrri hluta árs 2008. Fólk ætti því að hugsa sig vel um áður en það skuldbreytir slíkum lánum. Einnig gæti það verið fólki bjarnar- greiði ef dómstólar breyta þeim yfir í verð- tryggð lán, í ljósi hugsanlegs ólögmætis gengistryggingar. Þetta er mat Þorsteins Sigurlaugssonar hagfræðings. „Þetta er auðvitað háð ýmsu. Það eru litlar líkur á að það sé óhagstætt að breyta skamm- tímalánum, svo sem bílalánum, yfir í inn- lend lán, en um leið og reiknað er með verð- bólguáhrifum til lengri tíma eru þau fljót að hækka höfuðstólinn,“ segir hann. Þorsteinn hefur sett upp dæmi þar sem hann ber saman tvö tíu milljóna króna lán til þrjátíu ára, tekin 2004. Miðað er við þriggja prósenta verðbólgu, sömu vexti og óbreytta gengisvísitölu hér eftir. Sem stendur er myntkörfulánið um fjórð- ungi hærra. En verðtryggða lánið verður orðið jafn dýrt árið 2017. Í lok lánstímans er hið íslenska svo orðið tæpum fjörutíu pró- sentum dýrara. - kóþ Fólk ætti að hugsa sig tvisvar um áður en það skuldbreytir myntkörfulánum yfir í verðtryggð lán: Verðtryggingin dýrari til lengri tíma Fleiri huga að viðhaldi húsa HÚSAMÁLUN Virðisauki af vinnu málara er meðal þess sem fæst endurgreitt frá skattinum til áramóta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Verð á stakri sundferð er lægst í Varmárlaug í Mosfellsbæ á höfuð- borgarsvæðinu. Þar kostar stakur miði fyrir börn 50 krónur en 210 krónur fyrir fullorðna. Næstódýrast er stakur miði fyrir börn í Hafnarfirði eða 105 krónur. Í Garðabæ, Reykjavík og Lágafellslaug í Mosfellsbæ er stakur barnamiði á 110 krónur en Seltirn- ingar, Álftnesingar og Kópavogsbúar rukka börn um 120 krónur í sund. Er kemur að stökum miðum fyrir fullorðna er sem fyrr segir ódýrast í Varmárlaug, þá í sundlaugina í Garða- bæ, 230 krónur. Í Hafnarfirði kostar stök ferð 320 krónur, 350 í Kópavogi og 360 í Reykjavík, Seltjarnarnesi og á Álftanesi. Börn á leikskólaaldri fá alls staðar ókeypis í sund og barnagjaldið gildir til átján ára aldurs. Eldri borgarar fá alls staðar ókeypis í sund nema í Kópavogi en þar kostar stakt gjald 120 krónur fyrir eldri borgara. Tíu miða kort ódýrust í Garðabæ Ódýrarasta tíu miða kortið fyrir full- orðna er í Garðabæjarlaug, eða 1.700 krónur. Dýrast er það á Álftanesi og í Kópavogi eða á 3.000 krónur. Ódýrasta 10 miða kortið á höfuð- borgarsvæðinu fyrir börn er í sömu- leiðis í Garðabæ og Hafnarfirði eða 650 krónur. Dýrast er það á Álftanesi þar sem það kostar 1.000 krónur. Upplýsingar um verð eru teknar af heimasíðum sveitarfélaganna. ■ Hvað kostar í sund? Varmárlaug ódýrust SUNDLAUGIN Á ÁLFTANESI Með þeim dýrari á höfuðborgarsvæðinu en státar af hæstu rennibrautinni. 35 30 25 20 15 10 5 0 2004 2016 2033 Annars vegar .v. vísitölu neysluverðs og 3% verðbólgu til framtíðar og hins vegar gengisvísitölu og óbreytt gengi til framtíðar. Ekki tekið tillit til afborgana eða vaxta. Þróun höfuðstóls á 30 ára láni frá janúar 2004 M ill jó ni r Allur virðisauki vegna vinnu á byggingarstað, bæði við nýsmíði og viðhald á íbúðarhúsnæði og sumarhúsum, er endurgreiddur. Eyðublað um endurgreiðslu má nálgast hjá skattstjórum eða á vef ríkisskattstjóra. Halda þarf til haga frumritum af öllum reikningum sem greiddir hafa verið vegna vinnu á byggingarstað. Reikning- arnir þurfa að vera sundurliðaðir í efniskostnað annars vegar og vinnukostnað hins vegar. Útfylltu eyðublaði og reikningum þarf að koma til skattstjóra í viðkomandi umdæmi sem endurgreiðir virðis- aukaskattinn. Lögin gilda til 1. janúar 2011. HVAÐ ER ENDURGREITT? VA LHÖL L BÁSAR Mjúk kláðafrí ullarnærföt úr 100% Merino ull. 100% Merino ull sem heldur vel hita á líkamanum og dregur raka frá húðinni. fyrir börn fyrir fullorðna Verð bolur: 5.900 kr. Verð buxur: 4.700 kr. Verð bolur: 10.800 kr. Verð buxur: 9.500 kr. Kláð afrí ull Kláð afrí ull SPÓI Góð 100% Merino ullarnærföt sem halda barninu þurru og hlýju. fyrir ungbörn Verð bolur: 3.300 kr. Verð buxur: 2.900 kr. Kláð afrí ull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.