Fréttablaðið - 18.02.2010, Side 11

Fréttablaðið - 18.02.2010, Side 11
FIMMTUDAGUR 18. febrúar 2010 11 ATVINNUMÁL Bæjarblaðið Jökull í Snæfellsbæ segir kynningarfund um strandstangveiði sem haldinn var í bænum fyrr í mánuðinum hafa leitt í ljós mikinn áhuga á þessu máli. Góð mæting hafi verið frá hagsmunaaðilum eins og jarðeig- endum og fólki úr ferðaþjónustu. Farið hafi verið með leiðbein- anda að Mávarifi og hann kastað færi sínu jafnvel hundruð metra á haf út. Ekki fór þó sögum af aflabrögðum. „Hérna er komið tækifæri sem getur nýst sem ný dægradvöl en einnig til atvinnu- sköpunar og nú er það okkar að grípa tækifærið og nýta okkur það til góða,“ segir í Jökli. - gar Jökull í Snæfellsbæ: Tækifæri falin í veiði frá strönd ÓLAFSVÍK Snæfellingar eru áhugasamir um stangveiði frá ströndum. LÖGGÆSLA Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu mun á næstu fjórum vikum leggja áherslu á eftir- lit með stefnuljósanotkun öku- manna. Lögreglan mun einnig fylgj- ast með svokölluðum svigakstri í þéttri umferð þar sem ökutækj- um er ekið milli akreina yfir hámarkshraða, gjarnan án þess að stefnumerki séu gefin. Slíkur akstur truflar aðra ökumenn og skapar hættu. Lögreglan hvetur ökumenn til að sýna hver öðrum þá tillitssemi sem þeim ber í umferð, hvort heldur það lýtur að notkun stefnuljósa eða ógætileg- um akstri. Brot varða sektum. - jss Hert eftirlit lögreglu: Stefnuljós og svigakstur LÖGREGLAN Herðir eftirlit með umferð- inni. BRETLAND, AP Bretar og Argent- ínumenn eru enn komnir í hár saman út af Falklandseyjum, eyjaklasa í sunnanverðu Atlants- hafi sem nú hefur orðið mikil- vægari en áður vegna olíulinda sem þar kynnu að leynast undir sjávarbotni. Bretar fóru í stríð við Argent- ínu árið 1982 út af yfirráðum yfir eyjunum, og höfðu betur í krafti hernaðarstyrks. Bretar eru þó farnir að verða varir um sig á ný eftir að Christina Fernandez, forseti Argentínu, tilkynnti í vik- unni að leyfi þurfi frá Argentínu fyrir allar skipaferðir frá Suður- Ameríku til Falklandseyja. - gb Olía við Falklandseyjar: Bretar ósáttir við Argentínu MENNTAMÁL Lögfræðingur sem uppvís varð að ritstuldi í meistararitgerð sinni er enn sagð- ur hafa lokið meistaranámi við Háskólann á Bifröst á vef fyrirtækis hans þrátt fyrir að háskólinn hafi fellt meistaragráðuna úr gildi í janúar. „Það er enn verið að skoða málið,“ segir Jón Halldór Guðmundsson. Hann segir fullyrð- ingu á vef fyrirtækisins ekki beinlínis ranga. „Ég er búinn að ljúka meistaranáminu, ég er viðskiptalögfræðingur og þetta hefur engin áhrif á mitt starf.“ Hann segist enn ekki hafa tekið ákvörð- un um hvort hann hyggist kæra niðurstöðu háskólans til menntamálaráðuneytisins. Í samtali við Fréttablaðið í janúar hafn- aði hann því alfarið að hafa stundað ritstuld. Hann rekur fyrirtækið Skattar – ráðgjöf og aðstoð, þar sem upplýsingar um menntun hans koma fram. Ágúst Einarsson, rektor við Háskólann á Bifröst, segir málinu lokið af hálfu skólans, meistaragráðan hafi þegar verið felld úr gildi og því ekki eðlilegt að Jón Halldór segist vera með meistaragráðu frá skólanum. Sérfræðingar skólans, sem og utanaðkom- andi sérfræðingur, komust að þeirri niður- stöðu að Jón Halldór hafi „óumdeilanlega“ lagt stund á ritstuld í meistararitgerð sinni, gegn neitun Jóns. - bj Fyrrum nemandi Háskólans á Bifröst segist hafa lokið meistaranámi þótt skólinn hafi fellt gráðuna úr gildi: Hefur ekki kært niðurstöðu skólans BIFRÖST Jón Halldór Guðmundsson hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann hyggist kæra niðurstöðu Háskólans á Bifröst til menntamálaráðuneytisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sálfræðiþjónusta á Skype og veraldarvefnum um allt land og erlendis. Psychologist on-line through the Skype and the Internet. Ágústína Ingvarsdóttir GSM +354-663 8927 agustina@life-navigation.com NÝTT  Garðatorgi 7 - 210 Garðabær Sími 440 4000 www.islandsbanki.is Opið til kl. 20 í kvöld í Garðabæ Kíktu í heimsókn - allir velkomnir Við bjóðum þér að líta við í útibúi okkar í Garðabæ og kynna þér þá þjónustu sem við höfum í boði. Sérfræðingur um Meniga verður á staðnum milli kl. 16 - 20 og fræðir gesti og nýjungar sem ekki hafa þekkst áður svo sem: Samanburð við aðra notendur Við verðum með heitt á könnunni og tökum vel á móti þér. Kveðja, starfsfólk Íslandsbanka í Garðabæ.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.