Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 34
 18. FEBRÚAR 2010 FIMMTUDAGUR Musclemilk Light Grenningarprótein af bestu gerð. Tekið í stað máltíðar eða eftir æfingu. Isostar Kolvetnadrykkir fyrir allar þolíþróttir. Frábært í allar gerðir af göngum og lang- hlaupum. Whey Gourmet Hreint mysuprótein margverðlaunað fyrir gott bragð. Tilvalið í booztið eða eitt og sér. Hydroxycut Hardcore Öflugasta brensluefni í heiminum loksins á Íslandi. Aðeins fyrir 18 ára og eldri. Oh Yeah drykkir Tilbúnir og hand- hægir prótein- drykkir sem voru kosnir bestu próteindrykkirnir í Ameríku 2009! Crea-Kic Loksins kreatín fyrir þá sem vilja styrk og vöðva án vatns- bindingar og fituaukningar. Eykur styrk og snerpu. Þótt fæðubótarefni eigi sér ekki langa sögu á Íslandi eru starfsmenn Fitness Sport í Faxafeni 8 hoknir af reynslu og fróðleik. „Við erum með elstu fyrirtækjun- um í þessum geira, höfum verið í rekstri frá árinu 1997 og erum þekkt fyrir fagmennsku á okkar sviði,“ segir Svavar Jóhannsson, eigandi fyrirtækisins Fitness Sport, sem var stofnað í Hlíðar- smára í Kópavogi 1997 en flutti í núverandi húsakynni í Faxafeni 8 árið 2000. Svavar segist hafa orðið áhuga- samur um líkamsrækt löngu áður en hann stofnaði Fitness Sport. „Ég man að ég lá á kafi í blöðum um lík- amsrækt, horfði á kvikmyndir með Arnold Schwarzenegger og stund- aði líkamsrækt af kappi. Fæðu- bótarefni voru gjarnan auglýst í þessum blöðum og heilsuræktar- fólkið í kringum mig neytti þeirra þótt þau væru kannski ekki út- breidd hérlendis. Einmitt það varð til þess að ég ákvað að flytja þau inn til landsins,“ rifjar hann upp. Svavar segir að fyrst í stað hafi ekki verið almennur áhugi fyrir fæðubótarefnum hérlendis. „Eingöngu þeir sem voru á kafi í heilsurækt neyttu þeirra að ein- hverju ráði. Almenningur lét þau eiga sig.“ Hann tekur fram að áhuginn hafi aukist jafn og þétt í gegnum árin. Nú sé svo komið að allt frá unglingum upp í eldri borg- ara neyti þeirra samfara íþrótta- iðkun og almennri heilsurækt. „Enda einskorðast fæðubótarefni ekki við keppnisfólk, heldur eru þau fyrir alla.“ Þarfir viðskiptavinanna eru að vonum misjafnar og segir Svav- ar að hjá Fitness Sport sé komið til móts við þær með fjölbreyttu úrvali fæðubótarefna. „Hér eiga allir að geta fengið eitthvað við sitt hæfi, kreatín og prótín fyrir kraftlyftingafólk og kolvetnaefni fyrir göngufólk og hlaupara svo dæmi séu tekin. Auk þess seljum við allan aukabúnað sem fólk þarf í ræktina, svo sem lóð, grifflur, belti og fleira.“ Að sögn Svavars eru eingöngu seld í versluninni fæðubótarefni sem eru þekkt fyrir gæði og hafa verið samþykkt af Lyfjastofnun og Heilbrigðiseftirliti ríkisins. „Síð- ustu ár hafa sprottið upp alls kyns bílskúrssölur og netfyrirtæki sem hafa selt almenningi fæðubótar- efni sem eru misjöfn að gæðum og í sumum tilfellum jafnvel ólögleg. Við leggjum hins vegar áherslu á að bjóða eingöngu upp á löglegar, sam- þykktar og góðar vörur frá viður- kenndum framleiðendum á borð við Muscle Tech, Isostar og Hydroxi Cut. Þess utan bjóðum við upp á ókeypis ráðgjöf um hreyfingu, mataræði og notkun fæðubótar- efna. Það er nefnilega mikilvægt að greina rétt þarfir viðskiptavin- anna og selja þeim eingöngu vörur sem henta þeirra heilsurækt.“ Reynslan nýtist vel „Æskilegt að fólk fái flest næringarefni úr fæðunni en hins vegar vill það oft fara forgörðum í daglegu amstri. Þá er tilvalið að hafa við hönd fæðubótarefni sem eru handhæg,“ segir Svavar, inntur eftir áliti á gagnrýni á fæðurbótarefni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í Heimsmetabók Guinness, sem kemur út árlega í íslenskri þýð- ingu, hafa ratað alls kyns skemmti- leg met sem lúta að þolgæði og styrk. Þannig skreið Bandaríkjamað- urinn Ashrita Furman 1,6 kíló- metra á 29 mínútum og 30 sekúnd- um í Selangor Turf Club, í Kúala Lúmpúr í Malasíu hinn 17. febrú- ar árið 2006. Spánverjinn José Angel Aria Villanueva setti heimsmet 5. desember árið 2001 þegar hann skokkaði upp 15 þrepa stiga, 2,5 metra langan, með píanóstól í fang- inu. Að svo búnu fór hann niður og rogaðist svo aftur upp með 175 kílóa píanó, allt á einni mínútu og 6,35 sekúndum. Loks tyllti hann sér og lék á hljóðfærið í þrjár mín- útur í sjónvarpsþættinum El Show De Los Récords í Madrid á Spáni. Þá má nefna Bretann Barry Anderson sem lyfti 63 kílóa slá með litlu fingrunum á opna Alþjóð- lega meistaramótinu í gripfimi í Norwood, Masachusetts í Banda- ríkjunum 19. október árið 2005. Heimsmet í þolgæði og styrk José Villanueva setti heimsmet þegar hann rogaðist með 175 kílóa píanó upp stiga. ● ÁRSTÍÐAMUNUR Á INNIHALDI Verulegur munur getur verið á næringar- innihaldi matvæla eftir því hvaða árstími er. Mjólk er til dæmis mun A-vítamín- ríkari að sumri þegar kýrnar ganga úti og úða í sig grængresinu en að vetr- inum. Magn vítamína og steinefna í grænmeti og ávöxtum fer líka eftir uppskerutíma og ræktunarstað. Jafnvel fjölda sólarstunda meðan á sprettunni stóð. Því eru næringarefnatöflur í bókum og á umbúðum matvæla ekki óbrigðular því þær geta verið miðaðar við ársmeðaltal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.