Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 18. febrúar 2010 39 Leikarinn Patrick Stewart er farinn að venjast því að vera kallaður „Sir“ eftir að hann var sleginn til riddara á nýársdag. „Ég hef bara verið í Englandi í fjóra daga síðan 1. janúar og þess vegna hef ég haft tíma til að átta mig á þessum mikla heiðri,“ sagði Stewart, sem er þekktast- ur fyrir hlutverk sín í Star Trek og X-Men. „Þetta verður alltaf þægilegra með hverjum deginum sem líður.“ Stewart fékk nýver- ið tvenn leikhúsverðlaun við hátíðlega athöfn í London, annað þeirra fyrir hlut- verk Kládíus- ar í Hamlet. Hann hefur því í nógu að snúast fyrir utan kvik- mynda- leikinn. Farinn að venjast „Sir“ PATRICK STEWART Stewart er farinn að venjast nafnbót- inni „Sir“. Bítillinn Paul McCartney segir að sumir sem hafi tengst hljóð- verinu Abbey Road í langan tíma ætli að gera tilboð í það í von um að bjarga því frá grimmum örlög- um. „Ég skil vel hvað þeir eru að reyna að gera. Vonandi geta þeir gert eitthvað, það yrði frábært,“ sagði McCartney. Hljóðverið, þar sem Bítlarnir tóku upp plöturnar sínar, hefur verið sett á söluskrá af plötufyr- irtækinu EMI í von um að létta á skuldum þess. Fjöldi fólks víðs vegar að úr heiminum heimsæk- ir Abbey Road og margir láta mynda sig á gangbrautinni sem Bítlarnir gerðu fræga á sam- nefndri plötu sinni. Vilja bjarga Abbey Road ABBEY ROAD Bítlarnir á gangbrautinni við hljóðverið Abbey Road á umslagi samnefndrar plötu. Í Íslandi í dag í kvöld býr Solla Eiríks til ljúffengt og hollt og ótrúlega fljótlegt brauð. Upplagt til þess að baka á morgnana eða í eftirmiðdaginn þegar við komum heim úr vinnunni eða úr skólan- um. Þarf ekki að hefast og er bara hrært saman á örskotsstundu. Hrein snilld! Uppskrift: Hafra- og speltbrauð 4 dl spelt-, t.d. fínt malað 1 dl graskerjafræ 1 dl hörfræ 1 dl sólblómafræ 1 dl tröllahafrar eða haframjöl 1 msk. vínsteinslyftiduft 1 1/2 tsk. kúmen 1/2 tsk. salt 2-3 msk. hunang 2 1/2 dl vatn 1 msk. sítrónusafi Hitið ofninn í 180°C. Blandið þurrefnunum saman í skál+hun- ang, hellið vatni og sítrónusafa út í og hrærið. þessu rólega saman. Setjið í smurt brauðform. Bakað við 180° í um 35-40 mínútur. Þetta er allt og sumt. Ótrúlega fljótlegt og þvílík hollusta. Og ljúft og gott á bragðið. Getur ekki verið betra! Hafra- og speltbrauð Opnar áheyrnarprufur verða haldnar um næstu helgi, 20. og 21. febrúar, fyrir nýja íslenska kvikmynd sem nefnist L7: Hrafn- ar, Sóleyjar og Myrra. Leitað verður að stelpu á aldrin- um 12 til 15 ára í aðal- hlutverkið og strák á aldrinum 13 til 16 ára í aukahlutverk. Myndin er ævin- týraleg og spenn- andi fyrir alla fjöl- skylduna í leikstjórn Helga Sverrissonar, sem hefur áður gert myndina Didda og dauði kötturinn, og Eyrúnar Óskar Jóns- dóttur. Framleiðandi er kvikmyndafélagið Ein- stefna og byggir myndin á samnefndri skáldsögu sem kemur út í sumar. Myndin verður öll tekin upp í Hafnarfirði og því er við hæfi að leikpruf- urnar fari fram í hús- næði Leikfélags Hafn- arfjarðar. Skráning fer fram í gegnum netfang- ið 17themovie@17them- ovie.com. Leitað að leikurum EYRÚN ÓSK JÓNSDÓTTIR Eyrún leikstýrir myndinni ásamt Helga Sverrissyni. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA HEILSUHORN Sollu og Völu Matt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.