Fréttablaðið - 18.02.2010, Síða 55

Fréttablaðið - 18.02.2010, Síða 55
FIMMTUDAGUR 18. febrúar 2010 39 Leikarinn Patrick Stewart er farinn að venjast því að vera kallaður „Sir“ eftir að hann var sleginn til riddara á nýársdag. „Ég hef bara verið í Englandi í fjóra daga síðan 1. janúar og þess vegna hef ég haft tíma til að átta mig á þessum mikla heiðri,“ sagði Stewart, sem er þekktast- ur fyrir hlutverk sín í Star Trek og X-Men. „Þetta verður alltaf þægilegra með hverjum deginum sem líður.“ Stewart fékk nýver- ið tvenn leikhúsverðlaun við hátíðlega athöfn í London, annað þeirra fyrir hlut- verk Kládíus- ar í Hamlet. Hann hefur því í nógu að snúast fyrir utan kvik- mynda- leikinn. Farinn að venjast „Sir“ PATRICK STEWART Stewart er farinn að venjast nafnbót- inni „Sir“. Bítillinn Paul McCartney segir að sumir sem hafi tengst hljóð- verinu Abbey Road í langan tíma ætli að gera tilboð í það í von um að bjarga því frá grimmum örlög- um. „Ég skil vel hvað þeir eru að reyna að gera. Vonandi geta þeir gert eitthvað, það yrði frábært,“ sagði McCartney. Hljóðverið, þar sem Bítlarnir tóku upp plöturnar sínar, hefur verið sett á söluskrá af plötufyr- irtækinu EMI í von um að létta á skuldum þess. Fjöldi fólks víðs vegar að úr heiminum heimsæk- ir Abbey Road og margir láta mynda sig á gangbrautinni sem Bítlarnir gerðu fræga á sam- nefndri plötu sinni. Vilja bjarga Abbey Road ABBEY ROAD Bítlarnir á gangbrautinni við hljóðverið Abbey Road á umslagi samnefndrar plötu. Í Íslandi í dag í kvöld býr Solla Eiríks til ljúffengt og hollt og ótrúlega fljótlegt brauð. Upplagt til þess að baka á morgnana eða í eftirmiðdaginn þegar við komum heim úr vinnunni eða úr skólan- um. Þarf ekki að hefast og er bara hrært saman á örskotsstundu. Hrein snilld! Uppskrift: Hafra- og speltbrauð 4 dl spelt-, t.d. fínt malað 1 dl graskerjafræ 1 dl hörfræ 1 dl sólblómafræ 1 dl tröllahafrar eða haframjöl 1 msk. vínsteinslyftiduft 1 1/2 tsk. kúmen 1/2 tsk. salt 2-3 msk. hunang 2 1/2 dl vatn 1 msk. sítrónusafi Hitið ofninn í 180°C. Blandið þurrefnunum saman í skál+hun- ang, hellið vatni og sítrónusafa út í og hrærið. þessu rólega saman. Setjið í smurt brauðform. Bakað við 180° í um 35-40 mínútur. Þetta er allt og sumt. Ótrúlega fljótlegt og þvílík hollusta. Og ljúft og gott á bragðið. Getur ekki verið betra! Hafra- og speltbrauð Opnar áheyrnarprufur verða haldnar um næstu helgi, 20. og 21. febrúar, fyrir nýja íslenska kvikmynd sem nefnist L7: Hrafn- ar, Sóleyjar og Myrra. Leitað verður að stelpu á aldrin- um 12 til 15 ára í aðal- hlutverkið og strák á aldrinum 13 til 16 ára í aukahlutverk. Myndin er ævin- týraleg og spenn- andi fyrir alla fjöl- skylduna í leikstjórn Helga Sverrissonar, sem hefur áður gert myndina Didda og dauði kötturinn, og Eyrúnar Óskar Jóns- dóttur. Framleiðandi er kvikmyndafélagið Ein- stefna og byggir myndin á samnefndri skáldsögu sem kemur út í sumar. Myndin verður öll tekin upp í Hafnarfirði og því er við hæfi að leikpruf- urnar fari fram í hús- næði Leikfélags Hafn- arfjarðar. Skráning fer fram í gegnum netfang- ið 17themovie@17them- ovie.com. Leitað að leikurum EYRÚN ÓSK JÓNSDÓTTIR Eyrún leikstýrir myndinni ásamt Helga Sverrissyni. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA HEILSUHORN Sollu og Völu Matt

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.