Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 20
20 18. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Íþróttafréttamenn eru ekki hlut-lausir í landsleikjum. Þá halda þeir með landsliðinu og leyna því ekki. Flestir íþróttafréttamenn kunna samt að meta góð tilþrif á báða bóga. Hlutdrægni þarf ekki að útiloka sannmæli. Málið vandast, þegar Valur og Víkingur keppa. Þá þurfa fréttamenn helzt að gæta hlutleysis. Hlutleysiskraf- an er afstæð. Bjarni Fel gat ekki leyft sér að lýsa KR-leik eins og landsleik, þótt hann langaði. Stjórnmálafréttamenn þurfa með líku lagi að vera hlutlausir, finnst mörgum, og þekkja samt muninn á réttu og röngu. Hlutleysi í stjórnmálafréttum hefur verið á undanhaldi. Nú tíðkast, að banda- rískir sjónvarpsmenn lýsi skoðun- um sínum fyrir áhorfendum líkt og leiðara- og dálkahöfundar blaða. Þessi tilhneiging hefur undið upp á sig. Nú þykir það ekki tiltöku- mál, að fréttamenn standi uppi í hárinu á viðmælendum sínum. Er það afturför? Voru skoðanaskipti í sjónvarpi fróðlegri, þegar dr. Gunnar Schram, síðar prófessor, stýrði þeim af stakri nærgætni á sinni tíð, en þau eru nú undir vök- ulli stjórn Egils Helgasonar? Ekki finnst mér það. Við eigum nú á að skipa auk Egils og Jóhanns Hauks- sonar mörgum góðum blaðamönn- um, sem standa á öxlum Jónasar Kristjánssonar ritstjóra, halda sig utan og ofan við stjórnmálaflokk- ana og segja þeim til í breytilegum hlutföllum. Íþróttir eru ekki stjórnmál Engum dytti í hug að láta byggða- sjónarmið hafa áhrif á skipan handboltalandsliðsins. Allir vita, hvaða árangurs væri að vænta á alþjóðamótum, ef stjórnmála- flokkarnir ættu fulltrúa í lands- liðinu eða ef styrkjum fyrirtækja til Handknattleikssambandsins fylgdu afskipti af skipan liðsins og leiktækni. Slík sjónarmið hafa aldrei komið til tals, og lands- liðið hefur náð góðum árangri. Þessi einfalda íþróttaregla hefur ekki verið virt á vettvangi stjórn- málanna og ekki heldur á þeim sviðum, þar sem stjórnmálaflokk- arnir hafa skammtað sér mest ítök, svo sem í dómsmálum. Þar tíðk- ast enn að skipa mönnum til verka með stjórnmálasjónarmið að leið- arljósi, ef ljós skyldi kalla. Banka- málin voru sama marki brennd og dómsmálin fram að hruni og eru enn. Engan þarf að undra, að þjóð- in vantreystir Alþingi, bönkunum og dómskerfinu. Handboltalands- liðið nýtur trausts. Árangur Íslendinga stendur yfirleitt í öfugu hlutfalli við ítök stjórnmálaflokkanna. Íþróttir, list- ir, fræði og vísindi hafa að mestu fengið að vera í friði, og þar er ýmislegt eins og það á að vera. Bankar, dómstólar og að sumu leyti löggæzla eru gegnsýrð af stjórnmálum, og þar stendur ekki steinn yfir steini. Hrun bankanna spratt sumpartinn af landlægri stjórnmálaspillingu. Forsagan er sár og löng. Ég hef stundum sagt, að kvótinn hafi varðað veginn að einkavæðingu bankanna, en við getum farið enn lengra aftur í tím- ann til að vitja upphafsins. Skipuleg lögbrot Gamla helmingaskiptaspillingin ágerðist í kringum umsvif Banda- ríkjahers á Keflavíkurflugvelli árin eftir stríð. Af henni spruttu skipuleg lögbrot undir handarjaðri og verndarvæng stjórnmálaflokk- anna, svo sem lögreglumennirn- ir, sem rannsökuðu brotin, eru enn til frásagnar um. Rannsakendur í olíumálinu, einu mesta fjársvika- máli lýðveldissögunnar, ráku sig á veggi, enda áttu þeir í höggi við einn helzta virðingarmann Fram- sóknarflokksins, forstjóra SÍS, utanríkisráðherra og seðlabanka- stjóra, Vilhjálm Þór (1899-1972). Lögregla varnarliðsins dróst inn í rannsóknina, þar eð meint misferli varðaði meðal annars innflutn- ing á olíu, sem var líkt og önnur aðföng tollfrjáls handa varnarlið- inu. Olíufélagið, sem Vilhjálmur stýrði, skaut sér undan tollum með því að flytja olíu milli tanka. Brot- in voru framin 1950-60. Kananum var varla skemmt, þegar rússnesk olía fannst í bandarískum tönk- um innan vallarsvæðisins. Aðild Bandaríkjamanna að rannsókninni torveldaði yfirhylmingu. Málið fór fyrir dóm. Framkvæmda- stjóri félagsins var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og stjórnar- menn í fjársektir. Stjórnarformað- urinn, Vilhjálmur Þór, þá seðla- bankastjóri, fékk dóm í undirrétti, vægan að vísu, og var sýknaður í Hæstarétti 1963 á þeirri forsendu, að sök hans væri fyrnd. Kristj- án Pétursson löggæzlumaður lýsir olíumálinu í bók sinni Margir vildu hann feigan (1990). Samhengið við fortíðina Kannski hefðu helmingaskipta- flokkarnir vandað sig betur við einkavæðingu bankanna, hefðu þeir áður horfzt undanbragða- laust í augu við afbrot Vilhjálms Þór og önnur skyld brot í bönk- unum og annars staðar. Hrunið kallar á, að nú verði, þótt seint sé, gerð fullnægjandi grein fyrir þess- um gömlu brotum. Til að uppræta spillinguna, sem varð Íslandi að falli, þurfa Íslendingar að horfast fordómalaust í augu við fortíð- ina, hefja sig yfir flokkadrætti og hætta að halda með flokknum sínum eins og fótboltaliði. Höldum heldur með leiknum. Liðið eða leikurinn? UMRÆÐAN Skúli Helgason skrifar um starfshætti banka Mikil umræða hefur skapast um meðferð bankanna á skuldsettum fyrirtækjum. Eitt alvarlegasta dæmið þar um tengist fyr- irtækinu Samskipum þar sem fyrri eigandi, sem hefur réttarstöðu grunaðs í umfangs- miklu fjársvikamáli, mun eiga að fá fyrir- tækið í sínar hendur að lokinni skuldameðferð. Viðskiptanefnd Alþingis hefur þrýst á bankana að setja sér samræmdar reglur um endurskipulagningu fyrirtækja. Þau drög sem þar liggja fyrir sýna að bankarnir virðast fyrst og fremst leggja til grund- vallar hámörkun arðsemi til skemmri tíma en láta hjá líða að læra af þeirri reynslu sem steypti fjár- málakerfinu í glötun og lagði þungar byrðar á herðar almennings í landinu. Ég vil nefna nokkur sjónarmið sem ég tel nauðsyn- legt að höfð séu í huga í þessu sambandi. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að kanna til hlítar hvernig setja megi skorður við því að stjórnendur stórfyrirtækja sem hafa komið þeim í þá stöðu að þau geta ekki greitt skuldir sínar, geti fengið fyrirtæki í hendur að lokinni skuldameðferð bankanna. Í öðru lagi verði þess gætt að öll fyrirtæki yfir til- tekinni stærð fari í almennt opið söluferli þar sem allir fjárfestar sitji við sama borð en fyrri stjórnendur njóti þar ekki forrétt- inda. Í þriðja lagi að almenningur og fjölmiðl- ar hafi beinan aðgang að upplýsingum um skuldameðferð fyrirtækja þegar umfang afskrifta fer yfir tiltekið hlutfall. Í fjórða lagi að óháður eftirlitsaðili gæti þess sérstaklega að jafnræðis sé gætt við skuldameðferð fyrirtækja í sambærilegum málum. Síðast en ekki síst þarf að vega og meta til niður- stöðu þau lagalegu og siðferðilegu sjónarmið sem tengjast stöðu einstaklinga með réttarstöðu grun- aðra í málum af þessu tagi. Hér er mikið í húfi – við eigum að gera kröfu til þess og fylgja því fast eftir að hér rísi fjármálakerfi sem miðar ekki einungis að hámarks arðsemi heldur nýtur trausts fólksins í landinu, fjármálakerfi sem byggir á faglegum viðskiptaháttum, viðskiptasiðferði og samfélagslegri ábyrgð. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Bankar á villigötum SKÚLI HELGASON ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Enn um viðhorf og hugarfar Öfugsnúningur í VG Nokkrir atkvæðamiklir vinstrigræn- ingjar eru hreint ekki ánægðir með upphlaupið sem varð í flokknum í kringum forvalið í Reykjavík. Fullyrða þeir að óánægjuna megi rekja til þess að róttækur femínisti hafi hrist upp í feðraveldinu í flokknum. Það geti sumir ekki liðið. Hvort eitthvað sé hæft í því skal ósagt látið. Hitt er ljóst, að það hlýtur að vera töluvert áhyggjuefni fyrir sömu femínísku flokksmenn að innan Vinstri grænna, þessa fánabera kvenfrelsisstefnunnar á Íslandi, skuli þrífast hópur manna sem beinlínis vinnur gegn framgangi kröftugra kvenna í stjórnmálum. Það er öfugsnúið. Vígvellinum lokað Það er kannski viðeigandi að drjúgur hluti deilna um málið hefur farið fram á vefriti flokksins sjálfs, Smugunni. Þar hafa breiðu spjótin tíðkast síðustu daga. Ekki mátti til dæmis skilja pistil Freys Rögnvaldssonar á annan hátt en að hann líkti andstæðingum Sóleyjar Tómasdóttur í flokknum við einræðisherrana Pol Pot, Augusto Pinochet og Papa Doc. Nokkrum mínútum eftir að Haraldur Ingi Þorleifsson, sonur Þorleifs Gunnlaugs- sonar, sendi inn svar- grein, var vefnum lokað. Hann verður opnaður aftur eftir breytingar 1. mars. Yfirdrifið Katrín Jakobsdóttir menntamálaráð- herra var ekki himinlifandi með fíkni- efnaleit lögreglu í Tækniskólanum um daginn. Hún taldi aðgerðina yfirdrifna. Ekki ætti að ala á ótta. Það væri vond forvörn. Huga skyldi að persónu- verndarsjónarmiðum. Á Alþingi í gær sagði Katrín Jakobsdóttir að mögulega þyrfti að breyta persónuverndarlögum svo netþjónustufyrirtæki gætu veitt yfirvöldum auknar upplýsingar um netnotkun kúnna sinna. Þannig mætti sporna við ólöglegu niðurhali. Þar mega leitarhundarnir sum sé athafna sig að vild. stigur@frettabladid.isA ð níðast á barni er einhver ljótasti glæpur sem hægt er að fremja. Þó er það svo að slíkir glæpir eru sífellt framdir. Á það hafa fréttir af dómstólum minnt veru- lega undanfarnar vikur. Ótrúlega fáir áratugir eru liðnir frá því að það var nánast inngróið í menninguna að þagað var yfir níðingsverkum á börnum. Ekki var litið svo á að barn hefði sjálfstæð mannrétt- indi. Börnum sem beitt voru ofbeldi var því ekki komið til hjálpar nema í undantekningartilvikum og nánast aldrei ef um var að ræða ofbeldi sem átti sér stað inni á heimilum. Það taldist brot á friðhelgi heimilisins. Þetta hefur sem betur fer breyst. Fréttir af dómum í ofbeldis- málum gegn börnum eru því vonandi, og sem betur fer, líklega ekki til marks um að slík níðingsverk færist í vöxt heldur hitt að stöðugt hærra hlutfall slíkra ódæðisverka komist nú upp á yfirborðið og rati fyrir dómstóla. Á dögunum var brotið blað þegar starfsmaður á heimili fyrir börn var í fyrsta sinn dæmdur vegna kynferðislegs ofbeldis sem hann hafði framið gegn skjólstæðingi á því heimili sem hann vann á. Vitað er að slíkir glæpir hafa verið framdir á barnavernd- arstofnunum um heim allan um aldir. Hér á Íslandi höfum við á síðustu misserum verið óþyrmilega minnt á það að barnaverndarstofnanir veittu ekki börnum það skjól sem til var ætlast, heldur olli dvöl á slíkri stofnun því miður mörgum börnum óbætanlegu tjóni. Dómurinn yfir starfsmanni á barnaverndarstofnun á Norðurlandi er ákveðin yfirlýsing þess efnis að slík brot verði ekki lengur liðin í íslensku samfélagi. Líkamlegir áverkar eru oftast auðgreinanlegir. Andlegir áverk- ar blasa ekki við með sama hætti og þeir líkamlegu. Sönnunar- byrðin er því iðulega ekki eins borðleggjandi þegar um andlega áverka er að ræða eins og þegar einhverjum hefur verið unnið mein á líkama. Sárin gróa þó yfirleitt betur en andlegu áverkarn- ir. Það er því afar brýnt verkefni að sátt geti orðið um að mark sé tekið á læknisfræðilegu mati á andlegu ástandi á áþekkan hátt og gildir um áverkavottorð. Afar líklegt er að barn sem verður fyrir ofbeldi og þá ekki síður andlegu ofbeldi, beri þess merki alla ævi. Þannig er líklegt að glæpurinn verði skuggi í lífi einstaklings um alla framtíð. Ábyrgð brotamannsins er því gríðarleg. Ekkert barn á að þurfa að upplifa að á því sé níðst með andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Allra síst af hendi þeirra sem eiga að veita þeim skjól og vernd, hvort sem það eru foreldrar, stjúpforeldrar eða starfsmenn á heimilum þar sem börnum er komið fyrir vegna þess að það hefur verið metið sem svo að þar væru þau betur komin en hjá forráðamönnum sínum. Það er skylda hvers samfélags að sjá til þess að börn þess vaxi upp í öryggi og skjóli. Foreldrarnir eru þeir sem fyrst og fremst bera ábyrgð á börnum sínum. Það firrir þó ekki samfélagið allt ábyrgð því ef þeir nánustu bregðast þá verða börnin að geta treyst á nærsamfélagið; stórfjölskyldu, vini, nágranna, skóla og einnig dómstóla. Andlegir áverkar vara mun lengur en líkamlegir. Börnin verða að eiga skjól STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.