Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 28
 18. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR4 Í síðustu viku féll frá (fyrir eigin hendi að sögn breskra fjölmiðla) einn merkilegasti tískuhönnuður okkar tíma, Alexander McQueen, aðeins fer- tugur að aldri. Þessi ,,hooligan de la mode“ eins og sumir köll- uðu hann, upprunninn í fátæku hverfi Lundúnaborgar, kom eins og svo margir af ungu ensku kynslóðinni úr hinum fræga St. Martin-skóla líkt og John Galli- ano og Stella McCartney. Hann byrjaði feril sinn í Savile Row- götunni sem er fræg fyrir sín vel sniðnu ensku jakkaföt og þar saumaði McQueen gróf skilaboð eitt sinn í fóður á jakka handa prinsinum af Wales. Lokasýn- ing Alexanders McQueen þótti svo flott að Isabella Blow, sem var á þeim tíma eins konar Anna Wintour Englands, keypti sýn- inguna og þannig fékk McQueen strax frá upphafi athygli tísku- geirans. Seinna hélt hann til Parísar og reyndi við Givenchy á sama tíma og Galliano byrj- aði hjá Dior og hannaði um leið undir sínu eigin nafni. Honum gekk þó ekki eins vel og Gall- iano og fannst markaðshyggja stærstu lúxussamsteypu heims, LVMH, eiganda Givenchy, hefta sköpunargleði sína og fór þaðan í fússi. Það var svo Gucci-groupe sem gerði honum kleift að opna sitt eigið tískuhús. Isabella Blow studdi hann og átti hann ekki ómerkari vinkonur en Kate Moss og tískublaðamanninn Katie Grand sem auðveldaði honum að komast inn á réttum stöðum. Sýningar þessa snjalla hönn- uðar voru oftast mikið ,,show“ og jöfnuðust á við hátískusýn- ingar þótt McQueen blandaði sér aldrei í þann hóp. Á einni þeirra duttu fyrirsæturnar sem dauð- ar niður í lokin og áttu að tákna hnignandi andagift tískuheims- ins. Stundum minntu þær frekar á persónur úr Aliens en fyrir- sætur á sýningarpalli. McQueen fékk á einni þeirra fatlaða til að sýna hönnunina til að sýna aðra tegund fegurðar. Þannig mætti áfram nefna dæmi um frumleika hans. Hann var sérstaklega hrifinn af korsiletti, fyrirsætur fengu svimandi hæð með ótrúlegum skóm og ýktar axlirnar settu svip á klæðin. Skemmst er að minnast munnstórra fiðraðra dragdrottninga á sýningu fyrir þennan vetur. McQueen gældi við myrkar hugsanir og Karl Lagerfeld sagði eftir að fráfall hans fréttist að kannski hefði dauðinn á endan- um dregið hann til sín. Verndari hans, Isabella Blow, svipti sig lífi 2007 þá sjúk af krabbameini og í byrjun febrúar skýrði McQu- een frá dauða móður sinnar á Twitter og svo virðist sem frá- fall hennar hafi borið hann ofur- liði. Tískusýningu Alexanders McQueen á tískuvikunni í París 9. mars hefur ekki verið aflýst þótt hönnuðurinn hafi ekki lagt lokahönd á hana fyrir dauða sinn. Líklegt er að hún breytist í mikinn grátkór og minningar- athöfn um hönnuðinn. Aðdáend- ur hans slást um hönnun hans í verslunum. bergb75@free.fr Drottningin er fallin ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Tískudrósin, söngkonan og leikkon- an Nicole Richie setti á markað skart- gripalínuna House of Harlow 1960 í október 2008. Þar sem viðtökurnar voru framar vonum ákvað hún að auka við hug- myndina og kynnti nýlega til leiks nýja línu undir nafninu Winter Kate. Winter Kate eru millinöfn Harlow, dóttur Nicole og söngvarans Joels Madden. Kynningin á nýju fatalínunni fór fram í Bloomingdales-versluninni í New York en í merkinu, sem Nicole vinnur í samvinnu við Majestic Mills, má finna fjörutíu hluti: kjóla, blússur, vesti, jakka og margt fleira. Í vor verður einnig kynnt til leiks ný skólína House of Har- low 1960. Ný tískulína Nicole WINTER KATE ER NÝ TÍSKULÍNA MEÐ FJÖLBREYTTUM FÖTUM SEM NICOLE RICHIE KYNNTI NÝVERIÐ. TÍSKULÍNAN ER NEFND EFTIR DÓTTUR NICOLE. Nicole Rich- ie fetar sín fyrstu spor sem tísku- hönnuð- ur. Nýja tískulínan er nefnd eftir milli- nöfnum dóttur Kate sem heitir Harlow Winter Kate Madden. Með þeim mæðg um er söngvarinn og pabbinn Joel Madden. Straumar í enskri tísku eiga gjarnan rætur í íþróttum og útivist, en í þeirri frönsku koma áhrifin frá leikhúsunum. En það var klæðnaður dansara rússneska ballettsins, sem hélt sína fyrstu sýningu í París árið 1909, sem varð fyrirmynd að nýjum línum í fatnaði Pauls Poiret. Tíska aldanna HANSKADAGAR NÚ ERU SÍÐUSTU HANSKADAGAR VETRARINS 30% afsláttur á randsaumuðum dömu- og herrahönskum, bláum fl ugfreyjuhönskum og fl eiri góðum leðurhönskum frá fi mmtudegi til laugardags DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari sími: 5512070 Opið: mán.–fös. 10–18 lau. 10–14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook Flottir skór á fínu verði Teg: K 35100 Litir: rautt og svart Stærðir: 36 – 41 Verð: 9.685.- Teg: 2907 Litir: rautt og svart Stærðir: 36 – 41 Verð: 14.685.- Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Erum einnig á Facebook teg. Splendour - glæsilegir push up haldarar í BCD skálum á kr. 6.885,- teg. Cesaria - mjög fallegir push up BH í BCD skálum á kr. 6.885,- Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.