Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 32
 18. FEBRÚAR 2010 FIMMTUDAGUR Benedikta Jónsdóttir, heilsuráðgjafi hjá fyrirtækinu Maður lifandi, segir bætiefni vera mikilvæg. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Benedikta Jónsdóttir, heilsu- ráðgjafi hjá fyrirtækinu Maður lifandi, telur mikilvægt að fólk taki inn bætiefni. Hún segir það æskilegast að fólk fái öll vítamín og næringarefni úr fæðunni en að það náist ekki með þeirri fæðu sem fólk neytir í dag. „Til þess að fá öll nauðsynleg nær- ingarefni úr fæðunni þyrfti maður helst að vera í rólegheitunum á suð- lægum slóðum og rækta allt græn- meti og ávexti sjálfur lífrænt. Það væri auðvitað heilmikil vinna og flestir hafa ekki tíma í slíkt og fara þess vegna og kaupa sér inn venju- legan mat sem fæst í verslunum, en sú fæða inniheldur minna af nær- ingarefnum,“ segir Benedikta. Aðspurð segist hún sjálf taka inn nokkuð af bætiefnum og segir flesta þurfa að gera slíkt hið sama. Hún segir jafnframt að yngra fólk sem borði hollan mat þurfi síður að taka bætiefni en þeir sem neyti óhollrar fæðu. „Það eru nokkur bætiefni sem mér þykir skipta miklu máli og ber þá helst að nefna Omega 3, 6, 9 fitusýrurnar sem eru mjög mik- ilvægar. Ennig er gott að taka inn Amino sýrur öðru hvoru, en það efni mætti kalla byggingarefni líkamans.“ Benedikta segir al- gengt að fólk þjáist af B-vítam- ín skorti í dag og því sé gott að taka reglulega inn B-vítamín, sem hefur góð áhrif á taugakerfið, húð, hár og neglur. Benedikta segir helsta vítam- ínsskortinn á Norðurlöndum í dag vera skort á D-vítamíni, sem lík- aminn vinnur úr sólarljósi. „Lýsið eitt og sér er ekki nóg. Allra best væri að fá D-vítamín úr sólinni og mælt er með því að fólk fái minnst tuttugu mínútur af sólar- ljósi á dag, en ef fólk hefur ekki tök á því þá er best fyrir það að taka D3 sem er fáanlegt bæði í perlum og í fljótandi formi. Annað spennandi bætiefni er Kólestrum, sem unnið er úr broddi. Þetta er sama efni og nýfæddir kálfar fá úr mjólkinni til að fá kraft til að geta staðið í fæturna. Kólestrum gefur orku og styrkir ónæmiskerfi og er sérstaklega gott fyrir fólk sem fær oft pestir og kvef. Mitt uppá- halds bætiefni er þó sterkt Q10 sem eykur flæði súrefnis í líkam- anum og er gott gegn orkuleysi. Þetta er mjög mikilvægt andoxun- arefni og í Japan er búið að sam- þykkja þetta sem lyf.“ Benedikta segir bætiefni ekki vera það sama og prótíndrykki eða orkusúkkulaði, heldur séu bæti- efni næringarefni sem fólk taki inn aukalega. Hún segir fólk al- mennt nokkuð meðvitað um mik- ilvægi vítamína og nauðsyn þess að líkaminn fái öll þau efni. Hún mælir þó með því að fólk leiti sér aðstoðar eða fræðist sjálft um bætiefni til að finna það efni sem hentar því best. Vítamínskortur algengur Þrekmeistarinn, árlegt mót í hreysti, verður haldið í Íþróttahöll- inni á Akureyri þann áttunda maí. Skráning stendur yfir á fitness.is en búist er við allt að 300 þátttak- endum. Einn af skipuleggjendum keppninnar, Arnar Grant, segir keppnina alltaf vera að stækka en Þrekmeistarinn hefur verið hald- inn á Akureyri síðan árið 2001. „Keppt er í einstaklingskeppni, liðakeppni og svo öldungakeppni en liðakeppnin þar sem fimm keppa saman er langstærst. Greinarn- ar reyna mjög á keppendur en eru miserfiðar. Þannig er hlaupabrett- ið, þar sem 800 metrar eru farnir í tíu prósent halla, einna erfiðast. Maður hefur séð fólk þar aðfram- komið og hreinlega að því komið að kasta upp,“ segir Arnar. Í Þrekmeistaranum spreyta keppendur sig á tíu miserfiðum greinum. Í liðakeppninni tekur hver keppandi tvær greinar í röð en í einstaklingskeppninni er skil- yrði að taka allar greinar. Fyrsta greinin sem keppendur fara í er þrekhjólið, þaðan er haldið í róðr- arvélina, þá niðurtog, fótalyftur, armbeygjur, kassauppstig, upp- sveiflur, axlarpressu, hlaupabrett- ið og bekkpressa. „Margar þessar greinar eru erfiðar en við eigum fullt af fólki sem er í góðu formi og sérstaklega á Akureyri, þar sem keppnin er haldin en mikil gróska hefur verið í fitness fyrir norðan. Við búumst við harðri keppni.“ - jma Mótið er alltaf að stækka Arnar Grant, einn af aðstandendum mótsins Þrekmeistarinn, sem haldið verður á Akur- eyri í vor, spreytir sig á róðravélinni, sem er ein af greinum keppninnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI Borgartún 24 – Hæðarsmára 6 – Hafnarborg s. 58 58 700 www.madurlifandi.is Aloa Vera Styrkir meltingarkerfið, gott við húðvandamálum og almennt styrkjandi. Goji berjasafinn Frábær næring, sterk andoxunnarefni og örvar hamingju- homrmónana. Omega 3-6-9 Nauðsynlegar fitusýrur fyrir alla. Maca Hressandi jurt, styrkir ofnæmiskerfið, örvar kyngetu og góð við ófrjósemi. Special One Vítamín og steinefni, fullt af grænu. Ein á dag kemur skapinu í lag. Amino Complete Byggingarefni líkamans, blanda með öllum mikil- vægustu aminosýrunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.