Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 18
 26. febrúar 2010 2 ALÞJÓÐLEG HUNDASÝNING Hundaræktarfélags Íslands verður haldin um helgina í reiðhöll Fáks í Víðidal. Metþátttaka er á sýninguna en 870 hreinræktaðir hundar af 88 hundakynjum mæta í dóm. Dómar hefjast klukkan 9 báða dagana og standa fram eftir degi. „Þetta er án efa einn stærsti við- burður sem hefur átt sér stað hjá félagsmiðstöðvunum í Breiðholt- inu,“ segir Kristín G. Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá félagsmiðstöð- inni Hólmaseli í Breiðholti. Í kvöld klukkan 19.30 halda Hólmasel og félagsmiðstöðin Hundrað&ell- efu í sameiningu hæfileikakeppn- ina Breiðholt‘s Got Talent, sem er sniðin að fyrirmynd Britain‘s Got Talent-þáttanna sem notið hafa mikilla vinsælda hjá sjónvarps- áhorfendum. Félagsmiðstöðvarnar Hólmasel og Hundrað&ellefu þjónusta Breið- holtsskóla, Fellaskóla, Hólabrekku- skóla, Seljaskóla og Ölduselsskóla. Það er því um stóran hóp nemenda unglingadeildanna að ræða sem sækir þessar félagsmiðstöðvar og Kristín býst við troðfullu húsi á keppninni í kvöld. „Krakkarnir hafa æft mjög stíft enda til mikils að vinna, frímiða á Samfés-ballið sem haldið verður í Laugardals- höllinni um næstu helgi. Þar munu félagsmiðstöðvar af öllu landinu koma saman og skemmta sér og verður eflaust mikið húllúmhæ.“ Mikið er lagt í leikmynd hæfi- leikakeppninnar og kappkostað að andrúmsloftið verði í líkingu við það sem gerist í Britain‘s Got Talent-þáttunum. „Við verðum með dómaraborð með bjöllum og ljósum og höfum hannað skreyt- ingar í anda þáttarins, með þeirri augljósu undantekningu að breski fáninn breytist í þann íslenska. Fyrirtækið Exton hefur veitt okkur ómetanlega aðstoð með tækjum og uppsetningu. Kári, María og Diljá, starfsfólk félagsmiðstöðvanna, bregða sér í líki dómara og verða með persónueinkenni hvers og eins á hreinu. Kári ætlar til dæmis að vera David Hasselhoff,“ segir Kristín og hlær. Alls munu átján atriði bítast um verðlaunin og er um að ræða bæði einstaklings- og hópatriði. Kristín segist stundum finna fyrir því að þegar félagsmiðstöðv- arnar heimsækja aðra bæjarhluta séu Breiðhyltingarnir litnir horn- auga. „Við ætlum að sýna fram á að það séu ekki eingöngu glæpa- menn í „gettóinu,“ segir Kristín. „Hér er hæfileikafólk upp til hópa sem er fært um fleira en að vera með einhvern skandal.“ kjartan@frettabladid.is Ekki bara glæpamenn Félagsmiðstöðvarnar Hólmasel og Hundrað&ellefu halda í sameiningu hæfileikakeppnina Breiðholt‘s Got Talent í kvöld. Verkefnastjóri Hólmasels segir Breiðhyltinga vera hæfileikafólk upp til hópa. Kári Sigurðsson, Hafsteinn Vilhelmsson og Kristín G. Jónsdóttir, starfsfólk félagsmið- stöðvanna í Breiðholti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Snyrti- og nuddstofan Laugar Spa býður upp á skemmtilega nýjung í skrúbbi þar sem við- skiptavinurinn er skrúbbaður með sérstöku þaraskrúbbi. Var- an er svo náttúruleg að hægt er að borða hana. „Við höfum verið að bjóða upp á þetta þaraskrúbb í á annan mánuð og það hefur verið mikil aðsókn í hann. Í skrúbbinu er salt, sem er mjög vatnslosandi og djúp- hreinsandi, þarinn sjálfan, sjáv- arkollagen sem hefur styrkj- andi og græðandi áhrif og örvar frumur og vinnur á appelsínuhúð og einnig kókosolía sem er mjög mýkjandi,“ útskýrir Ósk Harrys Vilhjálmsdóttir. Meðferðin fer þannig fram að viðskiptavinurinn kemur og byrj- ar á því að slappa af í baðstofunni í Laugum áður en þaraskrúbbið sjálft hefst. Nuddið tekur um þrjátíu mínútur og að því loknu er húðin áferðarfallegri og mýkri. „Áhrifin af skrúbbi almennt eru mjög góð, maður verður svo hreinn og frískur og það er svo mikil vellíðan sem fylgir þessu. Skrúbbið örvar einnig frumur og frumuskipti sem er gott fyrir húðina því það verður meiri end- urnýjun á henni auk þess sem það örvar blóðrásina.“ Ósk segir skrúbbið vera vin- sælla meðal kvenna og telur ástæðuna vera þá að konur vilji heldur láta dekra við sig en karl- peningurinn. „Það er engin spurning að skrúbbin eru vinsælli meðal kvenna. Karlarnir vilja heldur láta taka á sér í nuddinu en að dekra svona við sig. Vinsældir skrúbba eru að aukast hér á landi og ég tel að fólk sé almennt orðið meðvitaðra um kroppinn sjálf- an og er farið að hugsa betur um hann og húðina.“ sara@frettabladid.is Ætilegt þaraskrúbb vinsælt meðal kvenna Ósk Harrys Vilhjálmsdóttir snyrtifræðingur segir þaraskrúbb örva blóðrásina og verður húðin mjúk og áferðarfalleg að því loknu. Tara Lind sést nudda viðskiptavin í bakgrunninum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Rope Yoga www.elin.is • Bæjarhrauni 2 Hfj. • Sími: 696 4419 Námskeið hefjast 1. og 2.mars. Unglinganámskeið hefst 3.mars Spen nand i upps krift ir íslen skar og erlen dar Fáðu þér áskrift á www.tinna.is Nú er Ýr 43 komið í verslanir! ÞriðjudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.