Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 34
10 • „Ég var í MS. Rétt fyrir próflok þriðja bekkjar hætti ég. Ég fór að vinna og vann mér inn peninga til að geta farið út. Ég var að æfa hérna heima og var byrjaður að skrópa í skólanum til að æfa. Svo áttaði ég mig á því að þetta gengi ekki, ég vissi alveg hvað ég vildi gera í lífinu. Ég sá engan tilgang í að kafa dýpra ofan í algebruna.“ Varstu s lagsmálahundur í æsku? „Nei. Ég hafði mikla orku sem barn, en ég var ekki slagsmála- hundur.“ Varstu ekki að berja einhverja gaura í grunnskóla? „Nei, en ég lenti alveg í slags- málum eins og aðrir.“ Gunnar mætti Bretanum Sam Elsdon á dögunum í MMA, sem eru blandaðar bardagalistir. Þegar fyrsta lota var hálfnuð náði Gunnar hengingartaki á Bretanum sem var snöggur að gefast upp. Bardaginn var sýndur í bresku sjónvarpi og þeir sem lýstu bardaganum töl- uðu um að það hefði varla sést svitadropi á Gunnari, sem virtist pollrólegur á meðan hann lúskraði á Bretanum. „Ég er rólegur yfir þessu. Ég verð náttúrulega spenntur og það er allt á fullu en fókusinn er í lagi. Ég hef pælt mikið í hvað skiptir máli og hvað ekki. Það hefur hjálpað mér rosalega mikið – líka í lífinu. Að láta hlutina ekki bögga mig, greina þá án þess að vera í tilfinningaflippi. Svo þegar maður er byrjaður að átta sig á hvernig hlutirnir virka getur maður notað tilfinningar til að hjálpa sér.“ Þetta hljómar eins og úr einhverri bardagabíómynd, er þetta sem sagt ekkert Hollywood-kjaftæði? „Nei, en maður verður að læra þetta sjálfur. Það er enginn sen- sei í þessu. Það eru náttúrulega þjálfarar. Þeir eru jafn misjafn- ir og hver annar, en ég hef að mestu verið minn eigin þjálfari. Það eru mörg góð gildi í þessum bardagalistabíómyndum og mikið til í þeim. Eins og til dæmis jin og jang – jafnvægið er allt.“ Ertu þá alveg rosalega agaður, byrjaður að sippa klukkan sjö á morgnana? „Nei, ég er voðalega venjulegur maður. Það er til dæmis ekkert svakalega langt síðan ég vaknaði í dag. (Innskot blaðmanns: Klukkan var 15.06) Heppinn! „(Hlær) Mér finnst rosalega gott að lúra. Ég fer mínar leiðir í þessu. Hver dagur er rosalega misjafn. ORÐ: Atli Fannar Bjarkason MYND: Valli Það er furðulegt að hugsa til þess að bardagaíþrótta- maðurinn Gunnar Nel- son hafi fyrst byrjað að taka íþróttina alvarlega fyrir tveimur árum. Hann hefur náð mögnuðum ár- angri undanfarin misseri og er nú umtalaður úti í hinum stóra heimi – þekkt- ur fyrir færni sína í blönd- uðum bardagalistum og er atvinnumaður í dag. Menntaskólinn átti ekki við hann og hann hætti eftir þrjú ár þegar hann var byrjaður að skrópa til að mæta á æfingar. SKRÓPAÐI Í SKÓLANUM TIL AÐ ÆFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.