Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 10
10 26. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR Meira í leiðinni WWW.N1.IS Sími 440 1000 Þú ert fljótari í brekkurnar með N1 N1 HÖRGÁRBRAUT, AKUREYRI Þú færð lyftupassann í Hlíðarfjall á N1 Hörgárbraut. Þannig sparar þú tíma og peninga því þú færð 10% afslátt af passanum og getur náð þér í gott nesti í leiðinni. Renndu við hjá okkur áður en þú rennir þér niður Hlíðarfjall!afsláttu r af lyftupö ssum 10% DÓMSMÁL Handtaka mótmælandans Hauks Hilmarssonar, sem leiddi til uppþots við lög- reglustöðina á Hverfisgötu í nóvember 2008, var ólögmæt. Héraðsdómur dæmdi Hauki í gær 150 þúsund krónur í bætur vegna hennar. Haukur átti eftir að afplána eftirstöðvar sektardóms sem hann hlaut árið 2006 fyrir mótmæli á Kárahnjúkum. Vegna þess var hann handtekinn fyrirvaralaust eftir vettvangsferð í Alþingishúsið með öðrum háskólanemum 21. nóvember 2008 og færður í fangageymslu. Haukur mótmælti handtökunni, og benti meðal annars á að boða ætti menn í afplánun með þriggja vikna fyrirvara. Á þessi rök fellst héraðsdómur. Að sögn lögreglu urðu mistök starfsmanna innheimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnaðar til þess að Haukur var ekki boðaður til afplánunar. Héraðsdómur telur einnig að handtakan hafi verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi, þar sem setið var fyrir Hauki í miðbænum þar sem hann var í hópi samnemenda sinna. Haukur, sem hafði verið virkur í mótmælum og meðal annars dregið Bónusfána að húni á þaki Alþingishússins, fullyrti einnig að hann hefði verið handtekinn til að koma í veg fyrir frekari þátttöku hans í mótmælum og skerða þannig tjáningarfrelsi hans. Dómurinn taldi það ekki sannað. Handtakan vakti mikil viðbrögð. Mótmæl- endur hópuðust að lögreglustöðinni við Hverf- isgötu þegar fregnaðist af henni og freistuðu þess að frelsa Hauk úr haldi. Einn lögreglu- maður slasaðist í átökunum. Eftir nokkur átök var Hauki að lokum sleppt. - sh Mótmælandanum Hauki Hilmarssyni dæmdar 150 þúsund krónur fyrir ólögmæta handtöku: Bónusflaggarinn fær bætur frá ríkinu MÓTMÆLT Haukur var leystur úr haldi eftir mikil mót- mæli við lögreglustöðina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL STJÓRNSÝSLA Íslendingar þurfa að fella sig við æðsta vald Evrópu- sambandsins í sjávarútvegsmál- um. Íslensk lög, sem takmarka fjárfestingar í sjávarútvegi og aðgang erlendra skipa að íslenskri lögsögu og þjónustu í höfnum, stangast á við lögsögu ESB. Þetta kemur fram í sjávar- útvegskafla greiningarskýrslu framkvæmdastjórnar ESB, sem lögð var fram í fyrradag um leið og tilkynnt var að Ísland uppfyllti allar kröfur sem gerðar eru til umsóknarríkis. „Í íslenskri löggjöf um fjárfest- ingar í sjávarútvegi er að finna takmarkanir gegn fjárfestingum sem eru ekki í samræmi við reglu- verk ESB,“ segir í skýrslunni. „Íslensk lög kveða á um að aðeins skip í eigu íslenskra lög- aðila og íslenskra borgara, sem búsettir eru á Íslandi, megi skrá til fiskveiða í íslenskri lögsögu,“ segir enn fremur. „Framseljan- legar aflaheimildir eru gefnar út til skipa en útlendingar geta ekki eignast þær.“ Útlendingar megi ekki eiga nema minnihluta hluta- bréfa í íslenskum fyrirtækjum sem veiða og vinna fisk. „Íslendingar takmarka aðgang erlendra skipa að höfnum og þjón- ustu í höfnum. Þessar takmark- anir eru ekki í samræmi við regl- ur Evrópusambandsins,“ segir enn fremur og er þar bæði vísað til dómaframkvæmdar og til reglna sem standa vörð um frjálst flæði fjármagns og tryggja rétt til að stofna fyrirtæki og veita þjónustu. „Ísland mun þurfa að fallast á meginreglurnar um æðsta vald Evrópusambandsins og um aðgang að hafsvæði, sem samkvæmt 17. grein reglugerðarinnar um sam- eiginlega fiskveiðistefnu ESB tryggir skipum frá öllum aðildar- ríkjum aðgang að lögsögu annarra aðildarríkja, á grundvelli umsam- inna reglna,“ segir í skýrslunni. Að lokinni ítarlegri umfjöllun um íslenskan sjávarútveg segir að innganga Íslands hefði umtals- verð áhrif á sameiginlega fisk- veiðistefnu Evrópusambandsins. Sú stefna sé nú til endurskoðun- ar og eigi endurskoðuð stefna að öðlast gildi 2013. Skýrsla fram- kvæmdastjórnarinnar frá apríl 2009 bendi til þess að á sumum sviðum muni stefna ESB færast nær stefnu Íslendinga á sumum sviðum. peturg@frettabladid.is Ísland lúti valdi ESB í sjávarútvegi Í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um sjávarútveg er fundið að banni við fjárfestingum útlendinga og takmörkunum á aðgangi að íslenskri lögsögu. SJÁVARÚTVEGUR Ísland hefur vel þróað stjórnkerfi fiskveiða en þarf að tileinka sér stjórntæki Evrópusambandsins á því sviði komi til aðildar, segir í greiningarskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR GAMAN Í LEÐJUNNI Hin árlega leðju- hátíð fór fram í Yotsukaido í Japan þar sem þátttakendur mættu léttklæddir og skemmtu sér hið besta. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Íslenska ríkið þarf ekki að endurgreiða ítalska verktaka- fyrirtækinu Impregilo skatta upp á rúmlega 1,2 milljarða og dráttarvexti sem líklega hefðu nú verið komnir upp í nálega milljarð króna. Hæstiréttur kvað upp dóm þess efnis í gær og sneri þannig við dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur frá því í desember 2008. Málið snerist um skatt sem innheimtur hafði verið af vinnu portúgalskra starfsmanna sem störfuðu hjá Impregilo á Kára- hnjúkum í gegnum tvær erlendar starfsmannaleigur. Héraðsdóm- ur komst að því að skatturinn hefði verið oftekinn, en Hæsti- réttur hefur nú snúið dómnum við. - sh Impregilo fær ekki endurgreitt: Ríkið losnar undan tveggja milljarða skuld EFNAHAGSMÁL Stjórnvöld þurfa þegar að móta verk- lag sem styðjast má við vegna gengistryggðra bílalána að mati Runólfs Ólafssonar, framkvæmda- stjóra Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, FÍB. „Það er ekki hægt að bíða eftir dómi Hæstaréttar sem er ekki að vænta fyrr en eftir hálft ár eða jafnvel enn síðar,“ segir hann. „Bílalánin eru hluti af skulda- vanda heimilanna sem stjórnvöld hafa sagst vilja taka á en vitað er að ekki hefur verið nóg að gert,“ segir Runólfur. Þó svo að fallnir séu tveir mis- vísandi dómar héraðsdóms um gengisbundin lán og úrskurðar Hæstaréttar beðið þá segir Run- ólfur það vera mat FÍB að seinni dómurinn sé líklegri til að verða staðfestur. „Það er margt sem bendir til að þarna hafi verið um óeðlilega gjörninga að ræða og þess vegna brýnt að stjórnvöld móti einhverjar reglur um framhaldið. Óvissan er óþolandi og margir sem hafa þegar lent í vandræð- um, vörslusviptingu og þar fram eftir götunum.“ Hann segir að til bóta væri að stjórnvöld tækju þegar afstöðu til álitamála á borð við það hvernig fara eigi með hina ýmsu lánasamninga sem kunna að vera ólögmætir. „Myndu þeir falla undir að vera bara með þá vexti sem í upphafi voru settir inn í samninginn og gengi á þeim tíma sem lánið var veitt, eða færu þeir undir ákvæði vísitölutryggðra lána á þessum tíma? Þarna ríkir mikil réttaróvissa.“ - óká RUNÓLFUR ÓLAFSSON Framkvæmdastjóri FÍB um gengistryggð lán: Óvissan er óþolandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.