Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 26
2 • POPP er fylgirit Fréttablaðsins. POPP kemur út einu sinni í mánuði. Ritstjóri: Atli Fannar Bjarkason atlifannar@frettabladid.is Útlitshönnun: Arnór Bogason Sölustjóri auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is • sími 512 5411 Útgefandi: 365 hf. Mikið úrval af píanóum. Píanóstillingar, viðgerðir og þjónusta. Rangárseli 6 | 109 Reykjavík | Við Seljakirkju | Símar 553 2845 - 663 2845 hl.palmars@simnet.is | www.palmar.is AÐ GERAST LÍFVÖRÐUR Draumurinn um að verða íslenskur strandvörður eins og átrúnaðargoðið David Hasselhoff er því miður afar fjarlægur. Af hverju ekki að prófa það næstbesta? Lífvarða- námskeið eru auglýst með reglulegu millibili hér á landi og hver veit nema þú eigir einhvern tímann eftir að bjarga sjálfum forsetanum úr bráðri lífshættu, alveg eins og Jack Bauer. AÐ HLUSTA Á ÍS- LENSKT PÖNK Þrátt fyrir að pönksenan hér á landi hafi horfið af yfirborð- inu um miðjan ní- unda áratuginn er hún síður en svo dauð. Buxna- skjónar frá Akur- eyri voru að gefa út sína fyrstu plötu og stutt er síðan Morðingj- arnir sendu frá sér sína þriðju plötu sem fékk mjög góðar við- tökur. AÐ FARA Á BJARN- FREÐARSON Í BÍÓ Þrátt fyrir að ævin- týri Georgs Bjarnfreð- arsonar séu ekki leng- ur sýnd á besta tíma og í stærstu sölunum er enn þá hægt að sjá myndina á hvíta tjald- inu. Fyrir hina fjöl- mörgu aðdáendur Vakta-þáttanna hlýtur það eiginlega að vera hreinasta skylda. ÞAÐ ER EKKI ORÐIÐ OF SEINT AÐ … AÐ LESA JÓLABÆKURNAR Þótt þú hafir ekki nennt að lesa staf um jólin færðu núna annað tæki- færi því bókamarkaðurinn í Perlunni er í fullum gangi og þar eru jólabækurnar á góðum afslætti. Þú getur líka notað tækifærið og fengið þér ís í formi á efstu hæðinni, eða þá bara einn í boxi með heitri karamellusósu. FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • FEBRÚAR 2010 Nýttá DVD Þrátt fyrir að Visa-reikningarnir frá jólunum séu enn að sliga þig og allt sé á kafi í snjó með allri þeirri ófærð sem honum fylgir, er ekki öll nótt úti enn. Það er aldrei of seint að lyfta sér upp og skoða það sem lífið hefur upp á að bjóða í hinum ýmsu kimum samfélagsins. Glaumgosinn Dwight Yorke hefur átt í ástarsambandi við nokkrar frægar konur í Bretlandi. Sú frægasta er vafalaust glamúrfyrirsætan Katie Price, einnig þekkt sem Jordan, en þau eiga saman barn. ● GERVI- HJÓNABAND Hjónaband Michaels Jack- son og Lisu Marie Presley hefur verið sagt tilbúningur einn. Jackson hafi einungis kvænst henni til að bæta ímynd sína eftir að hafa verið ákærður fyrir kynferð- islega misnotkun á ungum dreng. Lisu Marie veitti heldur ekki af athyglinni enda ávallt lifað í skugga föður síns Elvis. ● ELSKULEG ANISTON Leikkonan Jennifer Aniston hefur ítrekað verið orðuð við mótleikara sína í hverri rómantískri myndinni á fætur annarri. Getur það verið tilviljun? Varla, því dýrar myndir þurfa á góðri aðsókn að halda og hvað er betra til að ýta undir hana en safarík slúður- saga. Owen Wilson, Steve Zahn, Bradley Cooper, Vince Vaughn og nú síðast Gerard Butler hafa allir verið orðaðir við Aniston. Nýjasta mynd Aniston og hins síð- astnefnda, The Body Hunter, er einmitt á leiðinni í bíó á næstu vikum. Margir ráku upp stór augu þegar þeir lásu fréttir um meint ástar- samband ofurljóskunnar Jessicu Simpson og grunge-rokkarans Billys Corgan úr The Smashing Pumpkins. Ólíklegt par ekki satt? Myndir voru teknar af þeim saman úti á lífinu í lok síðasta árs og í framhaldinu fóru vangaveltur um ástarsamband þeirra á flug. Corgan segir að fjölmiðlar hafi gert úlfalda úr mýflugu og að fréttirnar séu alls ekki nákvæmar. Hann hafi einfaldlega verið að semja titillag nýjustu sjónvarps- þáttaraðar hennar, The Price of Beauty. Samt eru svör hans nokkuð loðin og hann gefur í skyn að einhver neisti sé enn þá í gangi. Simpson hefur hvorki sagt af né á um það hvort þau séu enn þá saman eða hafi yfir- leitt verið saman. Sumir fjöl- miðlarýnendur eru uppfullir af samsæriskenn- ingum og telja vel mögulegt að allt hafi þetta verið sett á svið til að búa til ókeypis kynningu fyrir þessar tvær stjörnur, sem báðar mega muna sinn fífil fegri. Mislukkuðum poppferli Simpson lauk endanlega þegar hún gaf út kántríplötu við dræmar undirtektir hjá löndum sínum, sem undir venjulegum kringumstæð- um elska kántrí. Þá fór hún að framleiða föt og þykir hugsanlega eiga framtíð fyrir sér þar. Kemur þetta „samband“ við Corgan því að góðum notum við kynningu á nýjustu fatalínu hennar og þess- um nýja sjónvarpsþætti. Corgan þarf einnig að koma sér aftur í sviðsljósið og það strax. Þessi 42 ára rokkari, sem sendi síðast frá sér almennilega plötu fyrir fimmtán árum, hyggur á svakalega endurkomu með hinni útbrunnu sveit The Smashing Pumpkins. Ný plata, Teargarden by Kaleidyscope, hefur að geyma 44 lög sem verða gefin út á Netinu eitt í einu og hver veit nema „samband“ þeirra Jessicu sé ekki einmitt það sem hann þarf á að halda. UNDARLEGT ÁSTARSAMBAND JESSICA SIMPSON Ofurljóskan varð sögð eiga í ástarsambandi með rokkaranum Billy Corgan. NORDICPHOTOS/GETTY BILLY CORGAN Þrettán árum eldri en Jessica Simp- son. Við í POPPINU erum ekki mikið fyrir að auglýsa sjónvarpsþætti, en þetta er einum of gott. Gestur Sveppa og Audda í kvöld verður kynbomban Kristrún Ösp. Hún er þekktust fyrir að hafa átt í ástar- sambandi við markaskorarann Dwight Yorke, sem lék meðal annars með Manchester United. Sveppi og Auddi fengu númer- ið hjá Dwight og gerðu í honum at, sem verður sýnt í kvöld. Þeir hringdu og sögðust vera frá markaðsdeild Subway í Noregi og að þeir vildu fá hann í auglýs- ingar. Loks sögðu þeir að hann þyrfti að vera ber að ofan í auglýsingunum. Dwight keypti djók- ið og það var ekki fyrr en umboðsmað- urinn var kominn í spilið að strákarnir urðu tortryggi- legir. Fyrst við erum að tala um Sveppa og Audda þá má nefna að hljóm- sveitin frábæra, Dikta, verður einnig gestur strákanna í kvöld. SVEPPI OG AUDDI PLATA DWIGHT YORKE HREKKJALÓMAR Sveppi og Auddi réðu Dwight Yorke í aug- lýsingu fyrir Subway.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.