Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 35
 • 11 Þetta er meira spurning um að æfa rétt, í staðinn fyrir að keyra sig út á vitlausum æfingum. Ég æfi auðvitað mikið líka, á hverjum degi og stundum tvisvar á dag. Svo verður maður að læra að hlusta á líkamann. En ég hef aldrei verið mikið fyrir fasta dagskrá, það hefur aldrei hentað mér nógu vel. Ég vil spila eftir eyranu.“ Það virðist vera að virka. Íslendingar eru komnir af vík- ingum og þegar víkingar skemmta sér saman meiðist yfirleitt einhver. Gunnar segist ekki enn hafa lent í því niðri í bæ um helgar að ein- hver telji sig geta ráðið við hann, en margir hafa hins vegar gantast með það. „Ég heyri þann brandara nánast í hvert skipti sem ég læt sjá mig, en enginn lætur vaða.“ Góð sambönd í bransanum Blandaðar bardagalistir (MMA) njóta sívaxandi vinsælda um allan heim. UFC er vinsælasta MMA- samband heims. Þar er slegist fyrir framan þúsundir manna og bardag- arnir eru sýndir í sjónvarpi um allan heim. Gunnar hefur þjálfað með kunnum UFC-köppum og upp frá því hafa sprottið upp vangaveltur um hvort eða hvenær hann ætli að færa sig upp í deild með stóru strákunum. Gunnar segir að það verði að koma í ljós. „Fyrir mig er þetta meira spurn- ing um andstæðinga en keppnirnar. Að fá góða andstæðinga er aðal- málið svo að ég geti bætt mig. Í stóru keppnunum eru samningarnir grimmir og geta fest mann.“ Grimmir hvernig? „Bindandi. Maður er fastur í keppni og er ekki nógu frjáls. Ég sé mikilvægi þess að geta verið frjáls og keppt í þeim keppnum sem ég vil.“ Ég heyrði að ef þú vildir þá gæt- irðu hoppað inn í UFC? „Við erum með rosalega góð sambönd, ég hef æft mikið með Renzo Gracie og liðinu hans. Renzo er með fjóra, eða fimm bardaga- menn í UFC. Sjálfur er hann að fara að berjast og það er varla hægt að finna betri sambönd. En við erum ekki að reyna að komast inn.“ UFC framleiðir raunveruleika- þættina The Ultimate Fighter, þar sem barist er um að komast inn í deildina. Hefur þér boðist að taka þátt í The Ultimate Fighter? „Það var einhvern tíma talað um það. En svo varð ekkert úr því.“ Hefurðu ekki áhuga á því? „Nei og ég er feginn núna að ekkert hafi orðið úr þessu. Þá var ég alveg til, en það var margt annað sem ég vildi gera. Núna er feginn því ég myndi aldrei fara núna. Þetta er ekki fyrir mig.“ Raunveruleikaþættir eru oft styttri leið fyrir fólk sem kemst ekki hina leiðina. Þú kemst kannski alveg hefðbundnu leiðina? „Það er akkúrat það. Ég hef bull- andi trú á sjálfum mér og hef engar áhyggjur af því að ná ekki þangað sem ég vil ná. Ég vil fara mína leið að því og ég held að það sé það besta sem ég get gert.“ „MÉR FINNST ROSALEGA GOTT AÐ LÚRA. ÉG FER MÍNAR LEIÐIR AÐ ÞESSU. HVER DAGUR ER ROSALEGA MISJAFN. ÞETTA ER MEIRA SPURNING UM AÐ ÆFA RÉTT, Í STAÐINN FYRIR AÐ KEYRA SIG ÚT Á VITLAUSUM ÆFINGUM. ÉG ÆFI AUÐVITAÐ MIKIÐ LÍKA – Á HVERJUM DEGI OG STUNDUM TVISVAR Á DAG. SVO VERÐUR MAÐUR AÐ LÆRA AÐ HLUSTA Á LÍKAMANN. EN ÉG HEF ALDREI VERIÐ MIKIÐ FYRIR FASTAR DAGSKRÁR, ÞAÐ HEFUR ALDREI HENTAÐ MÉR NÓGU VEL. ÉG VIL SPILA EFTIR EYRANU.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.