Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 33
 • 9 GÓÐU VÖN Lilja lifði lúxuslífi í New York og Los Angeles. LILJA OG PARIS HILTON „Ég kynntist henni á klúbbi í LA veturinn 2008,“ segir Lilja um kynni sín og hótel- erfingjans Parisar Hilton. Paris fær greitt fyrir að láta sjá sig á skemmtistöðum, en hún og Lilja eiga sam- eiginlegan vin. „Hún er bara fín. Samt mjög hlédræg. Það er ekki auðvelt að tala við hana, það eru örugglega allir að reyna það. Svo hitti ég hana oft í kjölfarið. Hún var alltaf full. Ein- hvern tíma var mér svo boðið í partí heim til hennar og hún vildi bara fá stelp- ur. Mér fannst það mjög skrít- ið. Ég og vin- kona mín vorum með strákum en þeir máttu ekki koma með. Það voru samt strákar í partíinu, en hún vildi örugglega ekki fá fleiri.“ Þú þráir sem sagt frægðina ekki það mikið að þú fleygir siðferðis- kenndinni fyrir hana? „Nei (hlær). Ég hef það ágætt.“ Ætlaði að verða læknir Lilja stundar nám í Menntaskólanum við Sund og stefnir á að klára næsta haust. Hún hefur komið víða við á námsferli sínum, lærði ensku og var í fornámi fyrir læknisfræðina þegar hún bjó erlendis og er með fram- haldsskólapróf í Bandaríkjunum. „Ég stefndi á að verða læknir frá því ég var sex ára, en stærðfræðin var ekki nógu góður vinur minn. Núna langar mig að læra lífeðl- islega sálfræði. Læra um heilann og hvernig líffærin tengjast sál- fræðilega.“ En hvað tekur við þegar þú klárar stúdentinn? „Ég ætla út í skóla. Ég er ekki búin að ákveða nákvæmlega hvar.“ Lilju dreymir um að vinna í sjón- varpi, en er einnig byrjuð að spjalla við módelskrifstofur í Los Angeles, en hún stefnir á að dvelja þar í allt sumar. Hún hræðist ekki bransann, þrátt fyrir að hafa kynnst skugga- hliðum hans af eigin raun og vonast til að starfa sem fyrirsæta í náinni framtíð: „Ég er ekki að þessu vegna þess að ég vil vera fræg,“ segir hún. „Ég er að þessu vegna þess að mér finnst þetta gaman.“ r á að læra lífeðlislega sálfræði. Þorbjörg Ágústsdóttir er margfaldur Íslandsmeistari og fimmfaldur Norðurlandameistari í skylmingum. Hún stefnir á að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í London 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.