Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 19
Kjúklingabringur 2 stk. kjúklingabringur Grillolía Maldonsalt Svartur pipar úr kvörn Veltið bringunum upp úr olíunni og látið þær liggja í henni í minnst eina klukkustund. Grillið þær á báðum hlið- um þar til þær eru soðnar í gegn. Skerið í þunnar sneiðar, saltið og piprið vel og leggið ofan á salatið. Brauð 4 sneiðar súrdeigsbrauð eða gott baguette Ólívuolía Maldonsalt Svartur pipar úr kvörn Penslið brauðið með smá ólívuolíu, grillið á báðum hliðum og kryddið. Sætur rauðlaukur 1 stk. rauðlaukur 1 msk. flórsykur 1 tsk. sjerrí-edik Skerið laukinn í örþunnar sneiðar, blandið sykrinum og edikinu saman við og látið standa í 30 mínútur. Tómat- og chili-dressing 100 g tómatar úr dós ¼ hvítlauksgeiri 1 tsk. gróft skorinn rauður chilipipar 1 tsk. hlynsíróp (maple) 2 msk. ólívuolía Salt Allt sett saman í bland- ara og smakkað til með saltinu. Salat og mangó Eikarlauf Klettasalat Ólívuolía Svartur pipar úr kvörn Maldonsalt Sjerrí-edik 1 mangóávöxtur Ristaður maís en má nota ristaðar hnetur Setjið salat í skál, hellið olíu og ediki yfir og kryddið með salti og pipar. Flysjið mangóið, skerið í fal- legar sneiðar og leggið ofan á kjúklinginn. Setjið ristaðan maís eða hnetur eftir smekk með. Nauthóll var opnaður í byrjun þessa árs í nýju húsi við Nauthóls- víkina í Reykjavík og hefur feng- ið góðar viðtökur að sögn Eyþórs yfirmatreiðslumanns í eldhús- inu. Ekki er heldur að efa að með hækkandi sól og aukinni umferð muni enn fleiri líta þar inn. Staðurinn er bjartur yfir að líta og ekki spillir útsýnið út á Fossvoginn. Eyþór skilgreinir Nauthól sem bistro-stað enda eru veitingarn- ar í þeim anda, hollar, ferskar og einfaldar en alúð er lögð í alla með- höndlun og skreytingar. Hér kemur uppskrift Eyþórs að kjúklingabringunni sem hann ber fram með klettasalati og tómat- og chili-dressingu. Hún er ætluð fyrir fjóra. gun@frettabladid.is Hollt, ferskt og einfalt Meðal vinsælustu rétta á matseðli hins nýja Nauthóls er kjúklingabringa á grilluðu brauði, borin fram með sætum rauðlauk. Hann tilheyrir smáréttunum, að sögn Eyþórs Rúnarssonar matreiðslumeistara. Eyþór leggur áherslu á ljúffengt bragð og lystugt útlit matarins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJÚKLINGABRINGUR NAUTHÓLS og brauð með dressingu FYRIR 4 Vanilla er fræbelgur af brönugrastegund. Vanilla frá Madagaskar er algengust og þykir einna best. Vanillu- stangir og baunir eru bragð- mestar og því fremur dýrar. www.maturinn.com Faxafen 9 Smáralind Sími 533-1033 Pantið borð hjá okkur í sima 511-5090 eða á einarben@einarben.is Verð: 6.900 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.