Fréttablaðið - 27.02.2010, Side 6

Fréttablaðið - 27.02.2010, Side 6
6 27. febrúar 2010 LAUGARDAGUR FORSTJÓRAR LANDSVIRKJUNAR OG LANDSPÍTALA LAUNAHÆSTIR Nafn Titill Grunnlaun Föst yfirvinna Laun samtals Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar 833.752 505.800 1.339.552 Björn Zoëga forstjóri Landspítalans 833.722 505.800 1.339.522 Már Guðmundsson seðlabankastjóri 862.207 404.640 1.266.847 Ásmundur Stefánsson bankastjóri Landsbankans 753.974 404.640 1.158.614 Gunnar Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins 779.653 303.480 1.083.133 Páll Magnússon útvarpsstjóri 753.974 328.770 1.082.744 Björn Óli Hauksson forstjóri 779.653 252.900 1.032.553 Keflavíkurflugvallar ohf. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins 779.653 252.900 1.032.553 Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK ohf. 753.974 252.900 1.006.874 Guðmundur Bjarnason framkvæmdastjóri 729.163 252.900 982.063 Íbúðalánasjóðs Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts hf. 705.192 252.900 958.092 Halldór V. Magnússon framkvæmdastjóri Orkubús 705.192 252.900 958.092 Vestfjarða ohf. Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matíss ohf. 682.032 252.900 934.932 Kjartan Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Þróunarfélags 682.032 202.320 884.352 Keflavíkurflugvallar ehf. Þórhallur Ólafsson framkvæmdastjóri 682.032 177.030 859.062 Neyðarlínunnar ohf. Stefán Hermannsson framkvæmdastjóri 638.033 202.320 840.353 Austurhafnar TR ehf. Þorgeir Pálsson forstjóri Flugstoða ohf. 705.192 126.450 831.642 Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri 705.192 101.160 806.352 Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins Eiríkur Hilmarsson framkvæmdastjóri 682.032 0 682.032 Vísindagarða HÍ Sveinbjörg Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Landskerfis 617.144 0 617.144 bókasafna hf. Jón Ingi Einarsson framkvæmdastjóri Rannsókna- 577.461 25.290 602.751 og háskólanets Íslands hf. Pétur Bjarnason Vísindagarðurinn ehf. 522.827 0 522.827 KJARAMÁL Kjararáð hefur ákveðið að lækka laun stjórnenda 22 stofn- ana og ríkisfyrirtækja frá og með 1. mars næstkomandi. Eftir lækk- unina verða níu með meira en eina milljón króna í heildarlaun. Kjararáði bar að lækka grunn- laun starfsmanna ríkisins undir grunnlaun forsætisráðherra, sem eru 935 þúsund krónur á mánuði. Eftir lækkunina eru allir undir því viðmiði, þó heildarlaun tólf séu yfir þeirri upphæð. Meðal þeirra sem lækka verulega í launum eru forstjóri Landsvirkjun- ar, seðlabankastjóri, útvarpsstjóri og forstjóri Keflavíkurflugvallar ohf. Fréttablaðið óskaði eftir upp- lýsingum um núverandi laun yfir- mannanna 22, en kjararáð hafnaði þeirri ósk. Allir þeir sem úrskurðirnir ná til gátu sent andmæli og athugasemd- ir. Meðal þeirra sem nýttu sér þann rétt var Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hann fær hér eftir 1.340 þúsund krónur á mánuði í laun. Hann krafðist samtals 1.946 þúsund króna mánaðarlauna í sínum andmælum. Hörður segir að sér hafi verið lofað ákveðnum launum samkvæmt ráðn- ingarsamningi. Ekki megi segja samningnum upp fyrr en um mitt ár 2010. Þá taki við tólf mánaða upp- sagnarfrestur, og aðeins að honum loknum ætti launalækkunin að geta tekið gildi. Á þessi sjónarmið var ekki fallist, og áskildi Hörður sér því rétt til að láta reyna á ákvörðun kjararáðs fyrir dómi. Stjórn Landsvirkjunar sendi raun- ar greinargerð þar sem sjónarmið vegna málsins voru reifuð. Greinar- gerðin var merkt sem trúnaðarmál, og þar sem trúnaði var ekki aflétt að beiðni kjararáðs endursendi ráðið greinargerðina. Stjórn Keflavíkurflugvallar ohf. benti á að yrðu laun forstjórans lækkuð í rúma eina milljón króna yrðu einhverjir af undirmönnum hans á hærri launum. Til dæmis hafi einn flugumferðarstjóri verið með ríflega 1,6 milljónir króna í laun fyrir septembermánuð 2009. Undir þetta sjónarmið tóku forstjórar annarra stofnana. Þeir forstjórar sem höfðu afnot af bíl eða fengu greitt fyrir akstur þurfa hér eftir að velja milli þess að missa þau hlunnindi eða lækka í launum í réttu hlutfalli við verðmæti þeirra. Kjararáð taldi ekki mögulegt að lækka laun sumra yfirmanna jafn mikið og ef til vill teldist eðlilegt, því í einhverjum tilvikum teldist það brot á meðalhófsreglu að lækka laun of mikið. Því fá sumir þeirra sem úrskurðað var um aukagreiðslur ofan á grunnlaun í mun meira mæli en áður hefur þekkst í úrskurðum ráðsins. Langan tíma hefur tekið að úrskurða um launalækkunina. Guð- rún Zoëga, formaður kjararáðs, segir það meðal annars skýrast af því að tíma hafi tekið að afla upplýs- inga og veita ráðrúm til andmæla. Þá hafi þurft að vinna úr upplýsing- um og leggja línurnar. Enn á eftir að lækka laun forstjóra dótturfyrirtækja hjá fyrirtækjum og stofnunum ríkisins. Guðrún segir að það verði gert á næstunni. brjann@frettabladid.is Níu enn með meira en milljón á mánuði Laun 22 forstjóra ríkisfyrirtækja og stofnana lækka verulega frá mánaðamót- um. Forstjóri Landsvirkjunar áskilur sér rétt til að höfða mál vegna launalækk- unar. Leiðir til þess að undirmenn eru í einhverjum tilvikum á hærri launum. EVRÓPUSAMBANDIÐ Ein af orsökum íslenska efnahagshrunsins var sú hve eftirlitskerfið á fjármálamark- aði byggðist á mörgum litlum stofn- unum. Þetta hindraði markvissa upplýsingamiðlun og leiddi til skað- legra tafa á ákvörðunum. Þetta kemur fram í greiningar- skýrslu Evrópusambandsins um aðildarumsókn Íslands. Íslenskar eftirlitsstofnanir höfðu hvorki á að skipa nægilegu starfs- liði né voru þær í stakk búnar til að takast á við síbreytilegar aðstæð- ur, segir í skýrslunni. Þeim láðist að þróa markvissar aðferðir til að takast á við áhættusækni og útþenslu íslensku bankanna. Þótt innistæður í bönkunum ykjust hröðum skrefum voru eignir Innstæðutryggingarsjóðsins langt frá því nægilegar. Þrátt fyrir vís- bendingar um að bankarnir stæðu höllum fæti árið 2006 blessaði FME yfir markaðssetningu netreikninga þeirra erlendis. Hrunið átti upphaf sitt í ofur- ákafri útþenslu hins nýlega einka- vædda bankageira, að mati skýrslu- höfunda, en skortur á nægjanlegu eftirliti gerði illt verra og jók á hætt- una. Í ljós kom að hið efnahagslega eftirlitskerfi, sem starfaði á Íslandi, var ófært um að hefta ósjálfbæran vöxt bankanna, sívaxandi skulda- söfnun þeirra og áhættusækni. - pg Greiningarskýrsla ESB um orsakir efnahagshrunsins á Íslandi: Eftirlitið lítið og vanmáttugt HLUTABRÉFAMARKAÐUR Eftirlitskerfið var ekki nægjanlega traust til að ráða við áhættusækni, segir ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNMÁL Allt að 120 kúabú eiga í verulegum greiðsluvanda og munu eiga í vandræðum með að fjármagna kaup á rekstrarvörum. Vandi sauðfjárbænda er minni. Þetta kom fram á fundi um málið sem sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra efndi til í ráðuneytinu í gær. Staða verst settu bænd- anna er slík að úrræði banka og lánastofnana virðast ekki duga til áframhaldandi reksturs, að því er segir í tilkynningu frá ráðherra. Hægt hefur gengið að ganga frá skuldamálum. - bþs Rætt um skuldastöðu bænda: 100-120 kúabú í miklum vanda PÁLL MAGNÚSSONMÁR GUÐMUNDSSON HÖRÐUR ARNARSONÁSMUNDUR STEFÁNSSON Hefði íslenska samninga- nefndin átt að fallast á síðustu skilyrði Breta og Hollendinga í Icesave-málinu? Já 15,2% Nei 84,8% SPURNING DAGSINS Í DAG Líkar þér vel við snjóinn sem fallið hefur síðustu daga? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.