Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2010, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 27.02.2010, Qupperneq 26
26 27. febrúar 2010 LAUGARDAGUR E nn leggur Kristbjörg línurnar auðveldlega á minnið, þó hún segi það taka örlítið lengri tíma en það gerði áður. Hlutverkin fest- ast þó ekki svo rækilega í minni hennar að hún muni allan þann fjölda þeirra sem hún hefur tekið að sér í gegnum tíðina. „Nei! Sem betur fer þá hreinsast þetta fljótt út,“ svarar hún og skellihlær. „Það er helst að ég muni hlutverk sem ég tók að mér allra fyrst. Ég lék til dæmis Önnu Frank þegar ég var enn í skólanum. Svo sá ég það mörgum árum seinna og kannað- ist þá svona rosalega vel við það, kunni meira að segja sumar lín- urnar utan að. En sumt sem ég hef leikið kannast ég ekkert við.“ Líkamsmál á kostnað tungumáls Liðin er meira en hálf öld frá því Kristbjörg varð fastráð- in við Þjóðleikhúsið. Frá þeim tíma hefur margt breyst. Það sem henni þykir mest áberandi er hversu vel menntaðir leikar- ar eru í dag. „Þetta er orðið svo hámenntað fólk, enda er krafan um það orðin mun meiri. Þetta unga fólk er afskaplega hæfi- leikaríkt og það getur svo mikið – dansað, sungið og leikið. En okkur af eldri kynslóðinni finnst ekki lögð nógu mikil rækt við að tala skýrt og fallega. Það er auðvitað geysilega mikið mál að kunna vel á það hljóðfæri sem röddin er, til að koma því vel til skila sem er í textanum. Og það er leiðinlegt að fara í leikhús ef þú skilur ekki hvað leikarinn er að segja,“ segir Kristbjörg og hlær. Áherslan sé meiri á flink- heit í líkamanum í dag. „En það er líka frábært því líkamsmál er svo sannarlega stór hluti af þessu öllu saman. En þetta þarf allt að vinna saman – það má ekki forsóma eitt á kostnað annars.“ Gefandi samvinna hjóna Kristbjörg var fastráðin við Þjóð- leikhúsið nær óslitið frá því hún var í leiklistarskóla Þjóðleik- hússins á árunum 1956 til 1958, þar til hún fór á eftirlaun fyrir fáum árum. En alla tíð hefur hún reglulega tekið hlé til að bæta við menntun sína og skoða heiminn. „Ég var alltaf að fara öðru hvoru og fylgjast með leiklist í öðrum löndum. Mér fannst ég þurfa að læra svo mikið. Ég fór meðal ann- ars til Englands á þriggja mánaða námskeið fyrir starfandi leikara frá ýmsum löndum. Brynja Bene- diktsdóttir og Erlingur Gíslason voru á þessu sama námskeiði. Seinna þegar við fórum með leik- ritið Inúk á ferð um heiminn hitt- um við Brynja leikkonu í Brasilíu sem hafði verið með okkur í Eng- landi. Það var mjög gaman. Við maðurinn minn fórum líka oft saman í námsferðir til að skoða leikhús.“ Eiginmaður Kristbjargar var Guðmundur Steinsson, eitt fremsta leikskáld Íslands. Krist- björg lék í stórum hluta þeirra verka hans sem sett voru á fja- lirnar í Þjóðleikhúsinu. Hún segir það hafa verið gefandi sam- vinnu, þótt hún hefði á stundum tekið á. „Það var stundum erfitt, því maður er auðvitað metnaðar- fullur fyrir hönd maka síns. Svo þetta var tvöfalt álag.“ Hún heldur mikið upp á verk mannsins síns. „Guðmundur skrifaði mjög einfaldan texta en hlóð undir hann. Það var eigin- lega mjög merkilegt hvernig text- inn laukst upp fyrir manni þegar farið var að vinna í honum. Það var mjög lærdómsríkt að vinna í hans verkum.“ Sannarlega stakkaskipti Guðmundur lést árið 1996 eftir stutta baráttu við krabbamein. Hann var lagður inn á bráðavakt eftir rannsókn, einmitt kvöldið sem Stakkaskipti var frumsýnt, síðasta nýja leikritið sem sett var upp eftir hann. Í því, eins og svo mörgum öðrum, lék Krist- björg. „Það var auðvitað svolít- ið erfitt að leika í þeirri sýningu. Skömmu síðar var hann skorinn upp en allt kom fyrir ekki. Það leið hálft annað ár og þá var hann allur. Það voru sannarlega mikil stakkaskipti.“ Þau hjónin bjuggu ásamt börn- um sínum í Goðalandi í Fossvogi en húsið seldi Kristbjörg eftir að Guðmundur lést. Hún flutti í miðbæinn og býr nú steinsnar frá Þjóðleikhúsinu. Þar kann hún vel við sig. „Mér finnst svo þægilegt að vera svona nálægt öllu og það er algjör lúxus að geta gengið í vinnuna. Ég hefði nú, svona eftir á að hyggja, alveg þegið að koma fyrr í miðbæinn. Mér finnst mjög fínt að vera hérna.“ Gamanleikkonan Kristbjörg Kristbjörg er þeim sem sáu Mömmu Gógó í fersku minni, þar sem hún lék á undrasannfærandi hátt hvernig eldri kona hverf- ur inn í móðu minnissjúkdóms. Í Hænuungunum sýnir hún enn á sér nýjar hliðar og nú spaugileg- ar. Hún kann vel við sig í hlutverki gamanleikkonunnar. Hún segir það líka sérstaka unun að taka þátt í því þegar góðu íslensku verki er hleypt af stokkun- um. „Mér hefur alltaf þótt gaman að glíma við íslensk verk, ekki síst af því ég var gift íslenskum höf- undi. Mér finnst alltaf mikið mál að þau fái sem allra besta sjósetn- ingu. Ef það gerist ekki eiga þau það á hættu að gleymast alveg.“ Tilgangur tilgerðarleysisins Kunnugir í leikhúsinu segja það alla tíð hafa einkennt leik Krist- bjargar hversu tilgerðarlaus hún er á sviði. „Já, ætli það sé ekki rétt. Ég er ekki tilgerðarleg og það er enginn hégómi í mér. Ef eitt- hvert hlutverk krefst þess að ég sé svona eða hinsegin þá er það bara þannig. Þá er ég ekkert að láta mig sem Kristbjörgu með eitthvert útlit þvælast fyrir. Ég hef stundum vitnað í þjóðlagasöngkonuna Göggu Lund sem var mikil vin- kona mín. Hún miðaði alltaf að því að hverfa sjálf en gefa því sem hún var að túlka líf. Þetta var svo fallegt og svona á þetta að vera. Þú sem persóna skiptir engu máli.“ Samvinnan sem aldrei varð Þjóðleikhúsið fagnar sextíu ára afmæli um þessar mundir. Krist- björg man vel eftir tíu ára afmæli leikhússins. Þá var hún stödd í Danmörku sem áheyrnarnemandi við Konunglega danska leikhúsið. „Ég fékk bréf frá Guðlaugi Rósen- krans, þáverandi þjóðleikhús- stjóra, sem bað mig að koma heim og leika Ragnheiði í Skálholti. Það gerði ég auðvitað. Í Danmörku hafði ég aðeins hitt þau Önnu Borg og Poul Reumert. Skömmu áður en ég fór heim hitti ég Önnu og sagði henni frá því að ég ætti að fara að leika hana Ragnheiði í Skálholti. Þá sagði hún: „Ég vildi að þú hefðir sagt mér þetta fyrr. Þá hefði ég getað farið í hlutverk- ið með þér!“ Ég nagaði mig svo í handarbökin yfir að hafa ekki áttað mig á því og sá alltaf eftir þessu. Mér datt það bara ekki í hug að leita til hennar, en mikið hefði það verið gaman!“ Langar að leika lengi enn Það er ótrúlegt að hlusta á Krist- björgu tala um atburði sem áttu sér stað fyrir fimmtíu árum og ímynda sér að jafnvel þá hafi hún verið komin með áralanga sviðsreynslu, því hún hafði verið viðloðandi Hafnarfjarðarleikhús- ið áður en hún fór í Þjóðleikhús- ið. Svo virðist sem árin hafi farið mýkri höndum um Kristbjörgu en marga aðra. „Mér finnst líka sumar tölur voðalega skrýtnar!“ segir hún hlæjandi og tekur undir að hún sé eldhress. „Sem betur fer er ég það. En maður yngist auðvitað ekki. Maður finnur vel fyrir því. En ég get þakkað fyrir það að vera bara nokkuð stálsleg- in.“ Hún getur hugsað sér að leika lengi enn. „Ég er heppin að hafa haft nóg að gera, því mér finnst alveg yndislegt að fá að vinna á meðan ég er frísk. Svo lengi sem ég fæ tækifæri til að leika þá gríp ég þau.“ Lumar enn á nýjum hliðum Kristbjörg Kjeld tekur á móti Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur á heimili sínu á Lindargötunni. Hún býður til sætis í þægilegum stól við glugga með útsýni út á haf og upp í Esjuhlíðar. Fyrir framan hana liggur hnausþykk mappa með græn- um undirstrikuðum stöfum. Hún hefur verið að fara yfir línurnar sínar í Hænuungunum eftir Braga Ólafsson, sem verður frumsýnt í kvöld. ■ Anna Frank í Dagbók Önnu Frank ■ Alison í Horfðu reiður um öxl ■ Ragnheiður Brynjólfsdóttur í Í Skálholti ■ Ingunni í Pétri Gaut ■ Mrs. Martin í Sköllóttu söng- konunni ■ Steinunn í Galdra-Lofti ■ Norma í Vér morðingjar ■ Tzeitel í Fiðlaranum á þakinu ■ Steinunn í Svartfugli ■ Ikutak í Ínuk ■ Góneríl í Lé konungi ■ Dona Leocadia Zorilla de Weiss í Ef skynsemin blundar ■ Ingunn í Stundarfriði ■ Eva í Garðveislu ■ Vernharða í Heimili Vernhörðu Alba ■ Ása í Pétri Gaut ■ Kate Keller í Allir synir mínir ■ Ingunn í Stakkaskiptum ■ Malla í Taktu lagið, Lóa ■ Heiðveig í Krabbasvölunum ■ Ásta Sóllilja í Sjálfstæðu fólki ■ Lillian Dale í Vér morðingjar ■ Vronskí greifafrú í Önnu Karen- inu ■ Lilja í Græna landinu ■ Frú Kilbride í Mýrarljósi Nokkur af minnisstæðum hlutverkum Kristbjargar 79 af stöðinni (1962) Í Skugga hrafnsins (1988) Kristnihald undir jökli (1989) Fíaskó (2000) No Such Thing (2002) Hafið (2002) Mávahlátur (2004) Kaldaljós (2004) Mýrin (2006) Sveitabrúðkaup (2008) Mamma Gógó (2009) KVIKMYNDIR KRISTBJARGAR TILGERÐARLAUS Kristbjörg Kjeld hefur alla tíð haft lífssýn vinkonu sinnar, þjóðlagasöngkonunnar Göggu Lund, á bak við eyrað. Að miða að því að hverfa sjálf á sviðinu, til að ljá persónunni sem hún túlkar líf. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.