Fréttablaðið - 27.02.2010, Side 64

Fréttablaðið - 27.02.2010, Side 64
menning [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] Nóvember 2007 Björn Thors spjallar um Gerplu Björn Thors stígur á svið og spjallar um nálgun leikhússins við Gerplu í stofunni á Gljúfrasteini nú á sunnudaginn. Björn, sem leikur Þormóð Kol- brúnarskáld í uppfærslu Þjóðleikhússins á verkinu, ætlar að rekja lauslega feril uppsetningarinnar og glímu leikhópsins við texta verksins og söguna. Spurningum sem varpað er upp eru til dæmis; hvernig er hægt að setja upp leiksýninguna Gerplu? Hvaða vanda stöndum við frammi fyrir þegar hafist er handa við að þýða Gerplu yfir á svið? Verk mánaðarins hefst klukkan 16 og allir eru velkomnir en aðgangseyrir er 800 krónur. Gestalistamenn með sýn- ingu Gestalistamenn hjá SÍM í febrúar opnuðu sýningu í SÍM-húsinu, Hafnarstræti 14, í gær en þar eru á ferðinni listamennirnir Gregory Carid- eo frá Bandaríkjunum, Jon- athan Cejudo frá Frakklandi, Jewels Stevens frá Ástralíu, Lydia Wilhelm frá Sviss, Sierra Nelson frá Bandaríkjunum og Vigdis Haugtrö frá Noregi. Aríur í Salnum Á laugardag- inn syngur Hrólfur Sæmundsson í Salnum í Kópa- vogi. Hrólfur hefur nýverið slegið í gegn í stórum hlutverk- um í Þýskalandi, nú síðast í titlhlutverkinu í Evgení Oneg- in eftir Tsjaíkovskí. Hann starf- ar nú í fyrsta sinn með hinum kunna píanóleikara og hljóm- sveitarstjóra Gerrit Schuil. Á dagskránni eru aríur úr meðal annars Töfraflautunni, Evgení Onegin, Tannhäuser, Rakaran- um í Sevilla, Faust og Pelleas et Melisande. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. Á DÖFINNI Lúxusnámskeið Nordicaspa er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 fimm sinnum í viku Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Ný námskeið hefjast 8. mars Fyrirlestur 6. mars Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Hilton Reykjavík Nordica Hotel Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Lúxusnámskeið NORDICASPA fyrir konur og karla 4 vikna Helga Pálsdóttir, 40 ára og 4 barna móðir Ráðgjafi hjá Allianz – Missti 8 kg á 9 vikum. Að vera orkumeiri og léttari er orðinn lífsstíll hjá mér. Ég gerði þetta af skynsemi og þú getur það líka!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.