Fréttablaðið - 27.02.2010, Page 65

Fréttablaðið - 27.02.2010, Page 65
LAUGARDAGUR 27. febrúar 2010 33 ➜ NOKKRIR GOSDRYKKIR FORTÍÐARINNAR ■ Fanta Lemon Framleitt hjá Vífilfelli frá 1993 til 2004 og svo aftur í nokkra mánuði í fyrra. ■ Hi-Spot Lime-drykkur frá Canada Dry sem keppti við 7up og Sprite. Aflagður þegar Sanit- as sameinaðist Ölgerðinni. ■ Miranda Appelsínugosdrykkur frá Sanitas. Tappi Tíkarrass gerði drykkinn ódauðlegan á sam- nefndri plötu 1984. ■ Morgan Cream Soda „Rjómagos“ framleitt í Efnagerð Akur- eyrar, sem síðar varð Sana. Framleitt frá fimmta áratugunum og fram á áttunda áratuginn. ■ Póló Glær bragðmikill gosdrykkur framleiddur af Sanitas og síðar af Ölgerðinni. Er enn framleiddur en þá aðallega til útflutnings (til Færeyja og Danmerkur). Þó hefur verið til svokallað Bónuspóló upp á síðkastið, sem smakkast nánast alveg eins og gamla Pólóið. ■ Pommac Eplagos frá Ölgerðinni. Framleitt á 7. áratugnum. ■ Qhinine Water Rammur gosdrykkur frá 7. áratugnum, oftast notaður í bland. Almennt kallaður „Drottningahland“. ■ Remix Sumarið 2008 kom Remix á mark- aðinn. Það smakkaðist eins og Mix en var appelsínugulara á litinn. Það hvarf svo með haustinu. ■ Sinalco Þýski bindindisdrykkurinn Sinalco (stytting á Sine Alcahole, latína fyrir án alkóhóls) er elsti gosdrykkur Evrópu sem enn er framleiddur. Framleiðsla hófst árið 1902 en Sin- alco kom til Íslands 1954 þegar Egils hóf að framleiða hann. Sala lagðist hér af seint á síðustu öld. Drykkinn má enn kaupa víðs vegar um Evrópu, en bragðið er mun súrara en þekktist hér. Það er einmitt ástæða þess að Sinalco hvarf af Íslandi: Fyrirtækið úti breytti uppskriftinni og sú nýja féll ekki Íslendingum í geð. ■ Súkkó Einn þeirra fimm gosdrykkja sem Davíð Scheving Thorsteinsson setti á markaðinn 1987 eftir að færiband Sól hf. rann í gang var hið alræmda súkkulaðigos Súkkó. Hinir drykkirnir frá Sól voru Sól-cola, Límó, Sól-app- elsín og Grape. Síðar komu meðal annars Ískóla, Sóló og Míló. ■ Tab Framleitt hjá Vífil- felli frá 1982 til 2007. ■ Valash Appelsínudrykkur að norðan, sem varð til tæplega áratug áður en Egils Appelsín kom á markaðinn. Fram- leiðslu var hætt á 8. áratugnum. www.americanexpress.iser útgefandi American Express® á Íslandi Kortið sem kemur þér út 30.000 ánægðir viðskiptavinir safna hraðar Meðlimir Classic Icelandair American Express vita að þeir fá 10 Vildarpunkta fyrir hverjar 1.000 krónur á meðan sambærileg kort gefa í mesta lagi 5 Vildarpunkta. American Express er eina kortið á markaðnum sem gefur Vildarpunkta af öllum færslum heima og erlendis. Það er staðreynd. Farðu inn á www.americanexpress.is og gerðu samanburð við önnur greiðslukort. Yfirburðirnir eru augljósir! Safnaðu Vildarpunktum hraðar Með American Express færðu fleiri Vildarpunkta fyrir hverja færslu en með nokkru öðru greiðslukorti  appelsínugosdrykkinn Valash, en sá drykkur var að uppistöðu app- elsínuþykkni en lítill hluti var úr ananasþykkni. Fyrir mistök barst efnagerðinni hráefni í drykkinn í öfugum hlutföllum, mest af ananas- þykkni en lítið af appelsínuþykkni. Björgvin náði að blanda drykkjar- hæfan mjöð úr þykkninu og kallaði til vinnufélaga sína til að smakka „skítamixið“ eins og hann kallaði útkomuna. Mönnum féll drykk- urinn ágætlega en töldu ófært að kalla hann Skítamix svo niðurstað- an var einfaldlega Mix. Og Mixið er drukkið enn í dag. Kók, Pepsi eða kannski Spur? Coca-Cola er án efa frægasti gos- drykkur heims og eitt þekktasta vörumerki í heimi. Bandaríski lyfjafræðingurinn Dr. John Styth Pemberton blandaði gosdrykk- inn fyrst árið 1886 en hingað kom Kók árið 1942 þegar Vífilfell hóf að framleiða drykkinn úr aðfluttu þykkni í verksmiðju við Hofsvalla- götuna. Pepsi og Kók hafa löngum átt í baráttu og hingað kom Pepsi einu ári á eftir Kók þegar Sanitas fékk einkaumboðið 1943. Sanitas varð þar með fyrsta umboð Pepsi í Evrópu. Ýmsir aðrir kóladrykkir hafa í tímans rás blandað sér í kóla-bar- áttuna. Hér hafa til að mynda feng- ist Jolly Cola, Sól-kóla, Ís-kóla og Bónus-kóla. Ekki má gleyma Spur Cola, sem var framleitt af Ölgerð Egils Skallagrímssonar með leyfi frá Canada Dry. Ölgerð- in kom með Spur beint í kjölfar Kók og Pepsi árið 1944 og fram- leiddi til ársins 1983. Spur er líklega dáðasti horfni gosdrykk- urinn á Íslandi. Glerflöskurnar voru svipsterkar og drykkurinn öðlaðist ákveðinn ódauðleika í kvikmyndinni Sódóma Reykjavík. Þegar tómar Spurflöskur birtast í antík-búðum hér seljast þær á svipstundu á okurverði. Árið 1988 setti svo Ölgerðin RC cola (Royal Crown) með látum inn á markaðinn. Drykkurinn var aug- lýstur upp með slagorðinu „Láttu ekki vanann ráða valinu, reyndu nýja leið“ og mikið var reynt til að koma drykknum á kortið – RC-mót í íþróttum og hvað eina. Allt kom þó fyrir ekki og RC hvarf fljótlega á 10. áratugnum. Ein flaska á mann Gosdrykkjamarkaðurinn hefur breyst gríðarlega í áranna rás. Einu sinni gapti fólk í forundran á eins lítra gosflöskur, en nú er ekki óal- gengt að sjá fólk rogast heim með sex 2 lítra flöskur í kippu úr stór- mörkuðum. Samfara heilsubylgju undanfarinna ára hefur áhersla í vöruþróun drykkjarvörufyrirtækj- anna einkum beinst að þróun syk- urlausra drykkja og vatnsdrykkja með mjög lágt eða ekkert sykur- innihald. Hlutfallsleg aukning hefur verið langmest í sölu vatns- drykkja. Sala sykurlausra gos- drykkja hefur hlutfallslega dreg- ist saman á allra síðustu árum, líklega vegna mikils áróðurs gegn sætuefnum eins og aspartami. Gróft reiknað er markaðurinn fyrir gosdrykki (ekki kolsýrða vatnsdrykki) í kringum 40 milljón- ir lítra á ári. Sé þessari tölu deilt í fjölda landsmanna kemur í ljós að hver og einn Íslendingur svol- grar í sig um það bil 0,33 l af gosi á dag, sem samsvarar einni lítilli gosflösku.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.