Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 88
56 27. febrúar 2010 LAUGARDAGUR IE-deild karla: Keflavík-Tindastóll 106-73 Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 29, Draelon Burns 21, Þröstur Jóhannsson 15, Uruela Igbabova 13, Sigurður Þorsteinsson 9, Sverrir Sverrisson 5, Davíð Jónsson 5, Gunnar Stefáns- son 3, Guðmundur Gunnarsson 2, Alfreð Elíasson 2, Jón Nordal Hafsteinsson 2. Stig Tindastóls: Cedric Isom 30, Donatas Visockis 20, Axel Kárason 7, Helgi Viggósson 6, Friðrik Hreinsson 5, Svavar Birgisson 3, Sigmar Björnsson 2. Hamar-KR 88-116 Stig Hamars: Marvin Valdimarsson 38, Andre Dabney 21, Svavar Pálsson 9, Viðar Hafsteinsson 8, Páll Helgason 3, Oddur Ólafsson 3, Hjalti Þorsteinsson 2, Bjarni Lárusson 2, Ragnar Nathanaelsson 2. Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 42, Morgan Lewis 21, Pavel Ermolinskij 17 (14 frák., 16 stoðs.), Tommy Johnson 8, Darri Hilmarsson 8, Jón Orri Kristjánsson 8, Fannar Ólafsson 4, Skarphéðinn Ingason 4, Finnur Magnússon 4. Breiðablik-Njarðvík 77-120 Stig Breiðabliks: Arnar Pétursson 18, Jeremy Cald- well 11, Rúnar Pálmarsson 9, Jonathan Schmidt 9, Þorsteinn Gunnlaugsson 8, Daníel Guðmunds- son 6, Ívar Hákonarson 6, Ágúst Angantýsson 4, Trausti Jóhannsson 3, Hjalti Friðriksson 3. Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 25, Jóhann Árni Ólafsson 18, Nick Bradford 17, Páll Kristinsson 17, Kristján Sigurðsson 10, Hjörtur Einarsson 8, Friðrik Stefánsson 6, Grétar Garðars- son 6, Guðmundur Jónsson 4, Egill Jónasson 4, Elías Kristjánsson 3, Rúnar Erlingsson 2. ÚRSLIT FÓTBOLTI Það verður mikið um að vera í enska boltanum um helg- ina eins og alltaf en úrslitaleik- ur deildarbikarsins fer fram á Wembley-leikvanginum á sunnu- dag. Núverandi deildarbikarmeist- arar, Manchester United, eiga þar titil að verja en þeir mæta Aston Villa sem hefur ekki landað titli í fjórtán ár. United verður án varnarmanns- ins Rio Ferdinand sem er meidd- ur í baki auk þess sem Ryan Giggs og Anderson eru einnig frá vegna meiðsla og Nani tekur út leik- bann. Aston Villa vonast hins vegar til þess að endurheimta Stiliyan Petrov, James Collins og Emile Heskey úr meiðslum fyrir leikinn. Aston Villa hefur haft betur í viðureignum liðanna til þessa á tímabilinu en Aston Villa vann United á Old Trafford-leikvang- inum og liðin skildu jöfn á Villa Park. Sagan er þó aftur á móti á bandi United þar sem Englandsmeist- ararnir hafa aðeins tapað einum af síðustu tuttugu og sex leikjum sínum gegn Aston Villa og knatt- spyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá United hefur því ærna ástæðu til bjartsýni. „Wembley er sérstakur leikvang- ur og það er mikil upplifun að spila þar. Eina leiðin til að njóta þess að vera þar er hins vegar með því að vinna leikinn sem þú ert að spila. Það er ekki góð tilfinning að fara þangað og tapa,“ sagði Ferguson á blaðamannafundi í gær. Kaldar kveðjur á Brúnni Leikur Chelsea og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge-leikvanginum í dag er fyrir margra hluta sakir merkilegur. Chelsea situr á toppi deildarinn- ar fyrir leiki helgarinnar en City er aftur á móti í harðri baráttu við Liverpool, Aston Villa og Totten- ham um fjórða sæti deildarinnar, sem gefur þátttökurétt í Meistara- deildinni. Flestra augu munu hins vegar beinast að John Terry og Wayne Bridge, fyrrum liðsfélögum hjá Chelsea, en kapparnir hafa verið í eldlínunni síðustu vikur eftir að upp komst um framhjáhald Terry með barnsmóður og fyrrum kær- ustu Bridge. Terry var í kjölfar- ið sviptur fyrirliðastöðunni hjá enska landsliðinu og Bridge gefur ekki lengur kost á sér í landslið- ið þar sem hann vill ekki þurfa að umgangast Terry. Það má því búast við köldum kveðjum þegar þeir mætast á vellinum og spurn- ing hvort þeir heilsist með handa- bandi fyrir leikinn eins og tíðk- ast gjarnan fyrir leiki í ensku úrvalsdeildinni. omar@frettabladid.is United á titil að verja Úrslitaleikur deildarbikarsins fer fram á morgun þar sem Manchester United mætir Aston Villa. Í dag mætast hins vegar John Terry og Wayne Bridge í fyrsta skiptið eftir framhjáhaldshneykslið sem hefur gert allt brjálað á Englandi. ÓVINIR Það er heldur búið að slettast upp á vinskap Waynes Bridge og Johns Terry á síðustu vikum. NORDIC PHOTOS/AFP FÖGNUÐUR Manchester United hampaði deildarbikarmeistaratitlinum á síðasta tímabili eftir sigur gegn Tottenham. NORDIC PHOTOS/AFP LEIKIR HELGARINNAR Laugardagur: Chelsea-Manchester City kl. 12.45 Birmingham-Wigan 15.00 Bolton-Wolves 15.00 Burnley-Portsmouth 15.00 Stoke-Arsenal 15.00 Sunnudagur: Tottenham-Everton 13.00 Liverpool-Blackburn 15.00 Sunderland-Fulham 15.00 Aston Villa-Manchester United 15.00 Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun! Hefst 15. mars nk. og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. 1. stig alm. hluta og er námskeiðsgjald kr. 24.000.- Skráning fyrir 12. mars á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000. Nánari uppl. í síma 460-1467 og á vidar@isi.is Sjá einnig á www.isi.is Pósthúsið | Suðurhraun 1 | S: 585 8300 | www.posthusid.is og af því tilefni minnum við íbúa höfuðborgarsvæðis og Akureyrar að moka gangveginn að húsum sínum til að tryggja aðgengi blaðbera Fréttablaðsins að lúgu. Með fyrirfram þökk, Úti er farið að snjóa ....... Hringdu í síma ef blaðið berst ekki KÖRFUBOLTI Þeir Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson fóru algjörlega hamförum þegar Íslandsmeistarar KR völtuðu yfir Hamar í Hveragerði. Pavel var með tvöfalda þrennu en hann spilar betur með hverjum leik hjá KR og er farinn að skila ótrúlegum tölum. Brynjar var ekki síður heitur en hann skoraði 42 stig og þar af níu þriggja stiga körfur. KR er á toppi deildarinnar með 30 stig en Keflavík kemur næst með 28 stig. Keflavík vann auð- veldan sigur á Tindastóli í gær þar sem Hörður Axel Vilhjálms- son skoraði 28 stig. Njarðvík er komið með 26 stig eins og Stjarnan og Grindavík eftir afar léttan sigur á Blikum í Kópavogi. - hbg Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla: Pavel og Brynjar fóru á kostum með KR KÁTUR Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, gat leyft sér að brosa í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.