Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.03.2010, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 24.03.2010, Qupperneq 47
MIÐVIKUDAGUR 24. mars 2010 31 Hljómsveitin Ojba Rasta er níu manna döbb-hljómsveit sem spil- ar á Bakkusi í kvöld. Í bandinu eru fjögur alsystkini, Unnur, Val- gerður, Gylfi og Arnljótur Sigurð- arbörn. Gylfi og Arnljótur hafa líka spilað með Berndsen. „Við byrjuðum að spila tökulög fyrst en svo nenntum við því ekki, nú er allt frumsamið,“ segir Arnljót- ur. „Þetta er þykkt, hefí, hægt og kraftmikið. Mikið brass og smá bíómyndaáhrif á köflum.“ Döbb er ósungin reggí-tónlist, hnausþykk og víruð. Arnljótur segir að bandið hafi pælt í því að kalla músíkina dufl, en það nái ekki alveg meiningunni. Hann er mikill reggí-áhugamaður. „Ég kynntist þessari músík í gegn- um kunningja minn fyrir löngu og svo varð ég eiginlega alveg sjúkur. Safna plötum og hef lesið allt sem ég get um jamaíska tón- list. Ég er aðeins búinn að slaka á gagnvart þessu að undanförnu því á tímabili var þetta bara orðið of mikið. Ég hef ekki komið til Jam- aíka enn þá, en margoft í hugan- um.“ Auk Ojba Rasta kemur hljóm- sveitin Crackers fram, en Crack- ers, sem er fjögurra manna, spilar líka döbb-tónlist. Meðlimir band- anna eru partur af hópnum His- tory Sounds, en hann er hugsaður sem þak yfir allt sem viðkemur döbbmenningu á Íslandi. His- tory Sounds hefur haldið nokk- ur tónlistarkvöld undanfarið við góðar undirtektir. Í lok tónleik- anna munu bæði böndin hjálpast að svo úr verður 12 manna döbb- stórsveit. Kvikmyndin Rockers verður sýnd áður en böndin byrja, en þetta er mögnuð heimildar- mynd um lífið í fátækari hverf- um Kingston, höfuðborg Jam- aíka. Bíóið hefst kl. 21 en böndin byrja að spila kl. 23. Frítt er inn en tekið er við frjálsum framlög- um. - drg Systkini spila döbb OJBA RASTA Spila döbb, eða öllu heldur dufl. MYND/LEÓ STEFÁNSSON 200.000.000 +1.850.000.000 Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fimm í dag á næsta sölustað eða á lotto.is Fyrsti vinningur stefnir í 200 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 1.850 milljónir. ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 24. MARS 2010 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.