Fréttablaðið - 27.04.2010, Page 7

Fréttablaðið - 27.04.2010, Page 7
Í dag þurfa 24 þúsund heimili á aðstoð að halda. Þessi heimili ná ekki endum saman eða eru á mörkum þess að standa undir greiðslum og framfærslu. Menn verða að axla ábyrgð vegna efnahagshrunsins og vanrækslu í aðdraganda þess. Endurreisn efnahagskerfisins á nýjum siðferðisgrunni er þó forgangsmál núna. Ljúka þarf Icesave-málinu og setja hagsmuni þjóðarinnar á oddinn. Þar vega atvinnumál þyngst. Í stöðugleikasáttmálanum eru nefnd fjárfestingaverkefni fyrir milljarða sem gætu skilað 26 þúsund ársverkum á næstu árum. Þau áttu að vera komin af stað fyrir löngu. Hvert og eitt þessara verkefna hefði veruleg áhrif á efnagasframvindu og atvinnustig næstu ára. Ekki láta það tefjast lengur. Látið hendur standa fram úr ermum. Í dag eru 15 þúsund einstaklingar án atvinnu. Getum við sætt okkur við það? Þessu ástandi verður að linna. Það er ekki eftir neinu að bíða.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.