Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.04.2010, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 27.04.2010, Qupperneq 14
14 27. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Í umræðu manna um hugsanlegt ráð-gefandi stjórnlagaþing og nýja stjórn- arskrá, hefur komið fram að Alþingi er þar ráðandi afl samkvæmt núgild- andi stjórnarskrá. Það hefur einnig komið fram, að traust manna á Alþingi og þingmönnum hefur rýrnað á síðustu árum, fyrir og eftir hrunið mikla. Ljóst er að mörgum þingmönnum er óljúft að standa að stjórnlagaþingi og eru jafn- vel algerlega mótfallnir því. Þeir vilja ekki láta frá sér lögbundið áhrifavald sitt, telja stjórnlagaþing þungt í vöfum og ærið kostnaðarsamt. Því er hætt við að þetta brýna mál muni valda miklum deilum og flokkadráttum á þinginu. Til er ein leið til leysa þá pattstöðu sem þetta mál er komið í, og hefur Alþingi sjálft sýnt skýrt fordæmi sem telja má eins konar hliðstæðu. Það var þegar Alþingi skipaði sérstaka utan- þingsnefnd til að rannsaka orsakir og tildrög efnahagshrunsins. Í því fólst sú afstaða þingsins að nauðsynlegt væri að fá utanaðkomandi fólk til þessa vandaverks, fólk sem sjálft ætti engra sérstakra hagsmuna að gæta. Þetta reyndist snjöll lausn. Vandað var til vals nefndarmanna og árangurinn eftir því, miklu umfangsmeiri og skýrari en nokkur þorði að vona. Þar var unnið af vandvirkni, menningarlegri reisn og djörfung. Svipaða leið er unnt að fara til lausn- ar þessa aðkallandi máls. Alþingi getur skipað sérstaka utanþingsnefnd sem falið yrði að semja drög að nýrri stjórn- arskrá, stjórnlaganefnd. Ef vandað er til vals nefndarmanna, er í rauninni ekkert sem segir, að 7-9 manna nefnd geti ekki unnið slíkt verk jafnvel og heilt stjórnlagaþing. Og það yrði áreið- anlega mun ódýrara, þótt hún hefði einhverja starfsmenn sér til aðstoðar. Nefndin gæti haft vinnubrögð rann- sóknarnefndarinnar að fyrirmynd, sótt ráð sem víðast, kallað til sín fjölda manna, haldið fundi á ýmsum stöðum á landinu. Hún ætti að geta lokið störfum á 12-16 mánuðum. Þegar hin nýja stjórnarskrá er lögð fram, tekur Alþingi hana til umfjöll- unar og getur sem best vísað henni til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessari hugmynd er hér með komið á framfæri. Stjórnlaganefnd Alþingi Njörður P. Njarðvík rithöfundur og prófessor emiritus við Háskóla Íslands. Víkur ekki Steinunn Valdís Óskarsdóttir vísar á bug öllum kröfum um að hún segi af sér þingmennsku vegna milljónastyrkja sem bankar og eignarhaldsfélög veittu henni til að kosta prófkjörsbaráttu. Nokkrir aðrir þingmenn hafa eins og kunnugt er tekið sér launalaust frí og beðið eigin flokksmenn afsökunar, til bráðabirgða, eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis leit dagsins ljós. Undanfarið hafa mótmælendur beint spjótum að Steinunni. Setið hefur verið um heimili hennar og þess krafist að hún hætti á þingi. Steinunn Valdís er föst fyrir og víkur ekki. Vísar afsögn í nefnd Yfirlýsing sem Steinunn gaf vegna mótmælanna vakti athygli. Þar sagði hún styrkina engar mútur og neitaði að hafa haldið hlífiskildi yfir þeim sem þá veittu. Úr textanum má lesa að Steinunn víki ekki nema umbótanefnd sem nú starfar innan Sam- fylkingarinnar leggi til að allir þeir sem sátu á þingi fyrir flokkinn árið 2008 geri hið sama. „Það er ekki óhugsandi að við komumst að þeirri niðurstöðu,“ segir Steinunn. Jók ekki öryggið Þessi orð virðast ekki hafa aukið öryggi félaga Steinunnar í þingflokki Samfylkingarinnar um eigin stöðu. Og ekki heldur traust þeirra á Stein- unni Valdísi sem arftaka Björgvins G. Sigurðssonar í embætti þingflokks- formanns. Í gær var staðhæft að vilji hún ekki víkja verði kosinn nýr þingflokksformaður fljótlega, jafnvel á þingflokksfundi á morgun. Helst er rætt um Helga Hjörvar eða Þór- unni Sveinbjarnardóttur sem arftaka. peturg@frettabladid.isS amningur ríkisins við Bændasamtök Íslands, svonefndur búnaðarlagasamningur, rennur út í ár. Bændasamtökin og fulltrúar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hafa þegar haldið fyrstu fundi um mögulega endurnýjun samningsins. Fullt tilefni virðist hins vegar til að staldra aðeins við og íhuga hvort ekki sé vert að nota þetta tækifæri til að koma á breytingum. Ríkisstjórnin hefur boðað margháttaðar breytingar á stjórnsýslunni sem meðal annars felast í sameiningu ráðuneyta og stofnana ríkisins. Undir lok síð- asta mánaðar upplýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um vilja sinn til að fækka ráðu- neytum úr tólf í níu á þessu ári og taldi raunsætt að fækka mætti ríkisstofnunum um 30 til 40 prósent á næstu tveimur til þremur árum. Rætt hefur verið um að félagsmála- og heilbrigðis- ráðuneyti verði sameinuð í nýtt velferðarráðuneyti, landbúnaðar-, sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneyti í atvinnuvegaráðuneyti og að ráðuneyti samgangna og dómsmála verði lögð saman í innanríkis- ráðuneyti. „Sé horft til þess að ríkisstofnanir eru í dag um tvö hundruð talsins og margar þeirra sinna svipuðum verkefnum er ljóst að ná má fram verulegri langtímahagræðingu í rekstri með því að sameina stofnanir og endurskoða verkaskiptingu á milli þeirra,“ sagði Jóhanna í ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar og bætti við að þarna yrði um að ræða umfangsmestu breytingar og uppstokkun sem átt hafi sér stað í ríkisrekstri hér á landi. Í ljósi þess sem á undan er gengið í hagstjórn hér á landi bera því væntanlega fáir í mót að hér sé umbóta þörf á mörgum sviðum stjórnsýslunnar. Má í því sambandi minna á að í greiningarskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna aðildarumsókn- ar Íslands eru gerðar athugasemdir við að Bændasamtökunum sé falin stjórnsýsla landbúnaðarmála. Bændasamtökunum sé til að mynda ætlað að greiða ríkisstyrki til einstakra bænda. Þá sé öll tölfræði um íslenskan landbúnað vanþróuð og byggi í mörg- um tilfellum á áætluðum stærðum fremur en rauntölum. Bent er á að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið sé of veikburða til að sinna stjórnsýslu landbúnaðarmála. Hagsmunasamtök bænda virðast hafa bæði töglin og hagldirnar. Núna virðist því einboðið að taka til greina ábendingar þær sem fram koma í skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um þessar brotalamir í stjórnsýslunni og láta úrbæturnar ríma við fyrirhugaðar breytingar á ríkisrekstrinum. Núna þegar samningur ríkisins við bændur um starfsemi Bændasamtakanna er að renna út er eðlilegt að taka þau mál til heildstæðrar skoðunar í samhengi við stefnu ríkisins til lengri tíma og hljóta þau mál að verða tekin upp á vettvangi ríkisstjórnarinn- ar, en ekki frágengin milli landbúnaðarráðuneytisins og samtaka bænda án þess að þar komi fleiri að. Hvað á að gera þegar samningar renna út? Tækifæri til umbóta á að nýta SKOÐUN Óli Kristján Ármansson olikr@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.