Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 27. apríl 2010 27 LAGERHRE INSUNTim bursala Framlengju m lagerhre insun til 30 . apríl BYKO Brei dd Nýjar vörurt.d. pallaefni60%afsláttur Allt að Pallaefni – Burðarvið ur - Vatns klæðning - Panill - By ggingatimb ur Massaran duba palla efni - Garð borð – Blóm aker - Fug lahús o. fl. HANDBOLTI Valsmenn tryggðu sér farseðilinn eftir 30-26 sigur gegn Akureyri í gær en framlengingu þurfti til að gera út um hvort liðið færi í úrslitarimmuna í N1-deild karla. Ljóst var að bæði lið voru vel undirbúin fyrir þennan slag og fylgdust liðin að allan fyrri hálf- leikinn. Það var fín stemning í Vodafone-höllinni í gær en þó var ekki setið í öllum sætum stúkunn- ar þetta kvöldið. Leikurinn var hraður og skemmtilegur en Valsmenn voru óheppnir snemma leiks er stór- skytta þeirra Fannar Þór Frið- geirsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir baráttu í vörninni. Kallað var eftir lækni því að sauma þurfti vörina á honum. Eftir fimmtán mínútna leik misstu gestirnir tvo leikmenn útaf og Valsmenn því tveimur fleiri. Þeir nýttu liðsmuninn vel og voru skynsamir í sókninni. En norðan- menn voru seigir og leystu vel úr þessari stöðu. Elvar Friðriksson kom ferskur inn í sóknina hjá heimamönnum og stimplaði sig strax inn í leikinn með tveimur sleggjum. Arnór Þór Gunnarsson fór mikinn í liði Vals í fyrrihálfleiknum með fimm mörk og Hlynur Morthens góður í mark- inu með 9 skot varin fyrir hlé. Oddur Grétarsson í liði gest- anna var heitur hinum megin með sex mörk í fyrri hálfleik.Gestirnir leiddu í hálfleik, 14-15. Fannar Þór var mættur aftur út á völlinn með Valsmönnum í síð- ari hálfleik og fjörið hélt áfram. Stemningin lifnaði loks almenni- lega við í húsinu og spennustigið fór hækkandi. Þegar síðari hálfleikur var hálfnaður voru Valsmenn komnir í góða stöðu, náðu þriggja marka forystu og leiddu leikinn. Gestirn- ir frá Akureyri gáfu þó lítið eftir og fylgdu þeim fast á eftir. Síðustu mínútur leiksins voru æsispennandi. Akureyringar náðu að jafna og allt gat gerst. Orri Freyr Gíslason, línumaður heima- manna, skoraði gríðarlega mikil- vægt mark er mínúta var eftir. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari gestanna, tók leikhlé í kjölfar- ið og lagði línurnar fyrir lið sitt. Dæmið gekk frábærlega upp hjá þeim og endaði með því að Jón- atan Þór Magnússon stóð einn og óvaldaður á línunni, hann skoraði og tryggði sínum mönnum fram- lengingu. Fannar Þór, leikmaður Vals, tók leikinn í sínar hendur og skoraði tvö mörk fyrir heimamenn, annað þeirra úr víti. Akureyringar fundu ekki leiðina framhjá Morthens í markinu og staðan eftir fyrri hluta framlengingar 28-26. Hlynur Morthens gjörsamlega lokaði rammanum í seinni hlut- anum og skoruðu gestirnir ekki mark. Sigfús Páll og Fannar Þór skoruðu svo hvor sitt markið og gulltryggðu sigur heimamanna. Elvar Friðriksson var marka- hæstur í liði heimamanna með átta mörk en í liði gestanna var það Oddur Grétarsson með níu mörk. Hlynur Morthens varði lykilvörsl- ur fyrir heimamenn undir lokin og endaði 19 skot varin. Valsarar mæta Haukum í úrslit- um um Íslandsmeistaratitilinn. - rog Valsmenn mæta Haukum annað árið í röð í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn: Fannar Þór kláraði Akureyri FLOTTUR Í FRAMLENGINGUNNI Fannar Þór Friðgeirsson var góður á úrslitastundu í oddaleiknum á móti Akureyri í gær. Hér fær hann óblíðar móttökur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Iceland Express-deild karla Fjórði úrslitaleikur um titilinn Snæfell-Keflavík 73-82 (34-40) Stig Snæfells: Jeb Ivey 22 (7 stoðs.), Hlynur Bær ingsson 20 (9 fráköst), Jón Ólafur Jónsson 10, Sigurður Á. Þorvaldsson 9, Emil Þór Jóhannsson 5, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4, Martins Berkis 3. Stig Keflavíkur: Uruele Igbavboa 20 (11 fráköst, 5 stoðsendingar), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 18, Hörður Axel Vilhjálmsson 15, Nick Bradford 15 (6 fráköst, 6 stoðs.), Þröstur Leó Jóhannsson 6, Sverrir Þór Sverrisson 6 (11 stoðsendingar), Jón Nordal Hafsteinsson 2. Oddaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn fer fram í Toyota-höllinni í Keflavík klukkan 19.15 á fimmtudagskvöldið. N1-deild karla í handbolta Oddaleikur um sæti í lokaúrslitum Valur-Akureyri 30-26 (14-15, 26-26) Mörk Vals (skot): Elvar Friðriksson 8 (15/1), Fannar Þór Friðgeirsson 7/1 (17/1), Arnór Þór Gunnarsson 7/4 (12/6), Sigfús Páll Sigurðsson 3 (5), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Orri Freyr Gísla son 1 (1), Gunnar Ingi Jóhannsson 1 (1), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Sigurður Eggertsson 1 (7). Varin skot: Hlynur Morthens 19 skot varin. Ingvar Guðmundsson 2 varin víti. Hraðaupphlaup: 6 (Arnór, Gunnar, Jón, Baldvin, Elvar, Orri) Fiskuð víti: 8 (Sigfús Páll 3, Orri 2, Sigurður 2, Baldvin) Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/5 (10/6), Heimir Örn Árnason 6 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Hörður Fannar Sigþórs son 2 (3), Jónatan Þór Magnússon 2 (7/1), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Geir Guðmundsson 1 (1). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 1 skot varið. Hafþór Einarsson 15/3 skot varin. Hraðaupphlaup: 2 (Oddur, Árni) Fiskuð víti: 7 (Hörður 3, Heimir 2, Oddur, Hreinn) Utan vallar: 6 mín. Haukar og Valur mætast í fyrsta úrslitaleiknum á Ásvöllum á föstudagskvöldið klukkan 20.00 en leikur tvö er síðan á sunnudaginn klukkan 16.00 í Vodafonehöllinni. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari. ÚRSLITN Í GÆR HANDBOLTI „Þessar rimmur við Akureyri hér í úrslitakeppninni eru einhverjar þær skemmtileg- ustu sem ég farið í á ævinni,“ sagði Óskar Bjarki Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur liðsins gegn Akureyri í gær. „Þeir eru algjörir stríðsmenn og Heimir Árnason var magn- aður þarna hjá þeim ásamt Oddi Grétarssyni sem er einn efnileg- asti ef ekki bara sá efnilegasti á landinu. Þeir spila líka góða vörn og voru erfiðir. En ég var mjög ánægður með framlenginguna því þar sýndum við úr hverju við erum gerðir og kláruðum þetta,“ bætti Óskar við en Valsmenn mæta Haukum í úrslitarimm- unni. „Ég er búinn að gefa það út að þetta er mitt síðasta ár með Val og ætla að gefa meira en allt til að reyna vinna þennan titil. Nú erum við með alla heila, annað en í fyrra, og við getum ekki keypt einhvern Nick Bradford ef við lendum í meiðslum. Von- andi getum við veitt þeim harða keppni. Við ætlum að fara í þetta til að klára þá, það er alveg á hreinu,“ sagði Óskar. - rog Óskar Bjarni Óskarsson: Ætlum í þetta til að klára þá AFTUR Í ÚRSLIT Óskar Bjarni Óskarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.