Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 4
4 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 27° 24° 15° 26° 26° 16° 16° 22° 17° 22° 21° 28° 16° 26° 14° 12° Á MORGUN Hæg breytileg átt. LAUGARDAGUR Hæg vestlæg átt. 6 6 6 6 4 2 3 2 3 5 2 8 5 9 8 7 7 5 7 13 6 7 3 3 0 4 6 7 7 5 5 6 SKÚRIR SYÐRA Það lægir heldur er líður á daginn og í kvöld verður víða hæglætis veður. Það lítur síðan út fyrir góðviðri næstu daga, yfi rleitt hæg- viðri, og á laugar- dag verður sólríkt um allt land. Heldur ákveðnari suðvest- læg átt á sunnudag með hlýnandi veðri. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Samfylkingin er ekki sá flokkur sem þáði hæstu styrkina frá Landsbanka og Kaupþingi. Í blaðinu í gær var birt tafla um fjárframlög banka til stjórn- málaflokka. Þar víxluðust vörumerki Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Því leit út sem Samfylking hefði þegið 44 til 48 milljónir en Sjálfstæðisflokkur á bilinu 22 til 26 milljónir. Þetta er rangt og hefði átt að vera á hinn veginn. Í frétt, sem unnin var eftir töflunni, var sömuleiðis ranglega farið með framlög til Samfylkingar. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING BORGARMÁL Hanna Birna Kristj- ánsdóttir borgarstjóri opnaði tíu nýja hverfavefi með form- legum hætti í gær. Með nýju vefjunum, sem eru aðgengileg- ir á hverfidmitt.is, er upplýs- ingamiðlun til íbúa borgarinnar bætt til muna. Vefirnir hafa að geyma upp- lýsingar um framkvæmdir, niðurstöðu íbúakosninga, hug- myndir íbúa um skipulag, hverf- isráð og þjónustu Reykjavík- urborgar svo dæmi séu nefnd. Jafnframt gefst íbúum kostur á að koma hugmyndum sínum og ábendingum á framfæri í gegn- um síðuna. - shá Nýir hverfavefir opnaðir: Borgarbúar fá betra aðgengi HLEYPT AF STOKKUNUM Borgarstjóri bindur miklar vonir við nýjan vef. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar athafnamanns, mun ekki njóta neins fjárhagslegs ávinnings af fjárfesting- arsamningi um gagnaver Verne Holding á Suðurnesjum. Félagið hefur afsalað sér ávinningnum til ríkisins, og þar með þjóðarinnar, skrifar Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefndar Alþingis, á vefinn Pressuna í gær. Novator á 21,8 prósenta hlut í Verne Hold- ing, sem reka mun gagnaverið á Suðurnesjum. „Verðmæti fjárfestingarsamningsins er áætlað tæpar 500 milljónir króna og má því ætla að hlutur Novators væri allt að 100 milljónir króna. Með samkomulaginu fellst Novator á að afsala sér þeim hlut til ríkisins,“ skrifar Skúli. Iðnaðarnefnd Alþingis samþykkti í gær frumvarp um gagnaverið, þar sem iðnaðar- ráðherra er heimilað að semja um ýmsar und- anþágur til handa Verne Holding. Áformað var að heimila ráðherra að semja til 20 ára, en sá tími var lækkaður í tíu ár í iðnaðarnefnd. Var það meðal annars gert til að koma til móts við athugasemdir Eftirlits- stofnunar Evrópu, sem gert hefur athuga- semd við tímalengd samningsins, skrifar Skúli. Mikil umræða hefur verið um aðkomu Björgólfs Thors að verkefninu, og hvort rétt- lætanlegt sé að fyrirtæki sem er að hluta í hans eigu fái undanþágur frá lögum til að liðka fyrir uppbyggingu gagnaversins. - bj Novator afsalar sér öllum ávinningi af uppbyggingu gagnavers Verne Holding: Björgólfur Thor hagnast ekki á gagnaverinu SKÚLI HELGASON ORKUMÁL Ekki er talið hagkvæmt að leggja hitaveitu í Hólmavík með heitu vatni frá Hveravík. Þetta kom fram í skýrslu sem Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri gaf sveit- arstjórn á þriðjudag. Sagði Ásdís að eftir að Orkubú Vestfjarða hefði skoðað dæmið væri niðurstaðan sú að ekki væri arðsamt að koma slíkri veitu á fót. Kostnaður við að koma lögninni um Hólmavík væri mikill þar sem um er að ræða klappir og grýttan jarðveg og fá hús við hverja götu. - gar Vonbrigði á Hólmavík: Óhagkvæmt að leggja hitaveitu HÓLMAVÍK Orkuveita Vestfjarða telur hitaveitu á Hólmavík ekki munu verða arðsama. ÁSTRALÍA Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að banna tóbaksframleið- endum að nota vörumerki, mynd- ir og kynningartexta á umbúðum. Er banninu, sem taka á gildi innan átján mánaða, ætlað að gera tóbak- ið minna aðlaðandi í augum ungs fólks. Fram kemur á vef Bloomb- erg fréttastofunnar að með þessu gangi áströlsk stjórnvöld skrefinu lengra en gert hafi verið hingað til í baráttunni við reykingar. Heimilt verður að prenta nafn framleiðandans á umbúðirnar með staðlaðri stafagerð, auk þess sem viðvaranir um skaðsemi reykinga verða á pökkunum. - bj Banna sígarettuvörumerki: Umbúðirnar verði ómerktar BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON KÖNNUN Samfylkingin missir meiri- hluta sinn í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar í komandi sveitarstjórnar- kosningum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær- kvöldi. Samfylkingin fengi 39,7 prósent atkvæða í Hafnarfirði yrði gengið til atkvæða nú, samkvæmt könn- uninni. Fylgi flokksins hrynur um fimmtán prósentustig frá kosning- unum 2006, þegar flokkurinn fékk stuðning 54,7 prósenta kjósenda. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina myndi Samfylkingin tapa tveimur bæjarfulltrúum, fengi fimm bæjarfulltrúa, en er með sjö í dag. Ellefu bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú stuðnings 34,9 prósenta af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni, en fékk 27,3 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Aukningin er 7,6 pró- sentustig. Flokkurinn myndi bæta við sig einum bæjarfulltrúa í kosn- ingum samkvæmt könnuninni, fengi fjóra en er með þrjá í dag. Alls sögðust 18,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa Vinstri græna yrði gengið til kosninga í dag. Flokkur- inn bætir við sig 6,4 prósentustigum frá kosningunum 2006, þegar 12,1 prósent kjósenda studdi flokkinn. Flokkurinn fengi tvo bæjarfulltrúa samkvæmt könnuninni, en er með einn í dag. Fylgi Framsóknarflokksins fer úr 3,0 prósentum í kosningunum í 6,9 prósent samkvæmt könnuninni. Samfylkingin bíður afhroð í Hafnarfirði Samfylkingin fær ekki meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn bæta við sig bæjarfulltrúum á kostnað Samfylkingar. Framsókn nær ekki inn manni. Flokkurinn myndi ekki ná inn manni yrði það niðurstaða kosninga. Hlutfallslega fáir af þeim sem hringt var í tóku afstöðu til spurn- ingarinnar samanborið við aðrar kannanir Fréttablaðsins. Aðeins 47,3 prósent voru tilbúin til að gefa upp afstöðu til ákveðins stjórnmála- flokks. Það eykur verulega skekkju- mörkin í könnuninni. Hringt var í 800 íbúa í Hafnar- firði miðvikudaginn 28. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svar- endur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosn- inga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokk- inn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 47,3 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR HAFNARFJÖRÐUR SAMKVÆMT KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 28. APRÍL 50 40 30 20 10 0 0 4 5 20 3 7 1 Ko sn in ga r 3, 0 6 ,9 27 ,3 34 ,9 54 ,7 39 ,7 12 ,1 18 ,5 ■ Kosningar 2006 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 28.04.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 227,4256 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129 129,62 195,71 196,67 170,11 171,07 22,855 22,989 21,595 21,723 17,644 17,748 1,3743 1,3823 194,16 195,32 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI. O lís e r l ey fi sh afi Q ui zn os á Ís la nd i P IP AR \T BW A \ S ÍA 890kr. BÁTUR MÁNAÐARINS PEPSI, SNAKK & SMÁKAKA MESQUITE- KJÚKLINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.