Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 24
24 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR Um þessar mundir fagnar fangahjálpin Vernd 50 ára afmæli. Á starfstíma sínum hefur samfélagið allt tekið stakkaskipt- um sem birtist m.a. í málaflokki afbrota. Fagmennska hefur auk- ist og opinber gögn um afbrot og fangelsismál eru nú aðgengileg. Á sama tíma hafa áhyggjur af afbrot- um vaxið og kröfur um hertar refs- ingar eru háværar. Refsingar hafa þyngst og álagið á fangelsiskerfið hefur aldrei verið meira en einmitt núna. Við þessar aðstæður verður starf fangahjálparinnar brýnna en nokkru sinni fyrr. Auga fyrir auga? Aðlögun fanga inn í samfélagið að nýju eftir afplánun er ekki auð- veld á tímum efnahagsþrenginga og atvinnuleysis auk viðhorfa sem oftar en ekki eru andsnúin föng- um og málefnum þeirra. Hvers vegna á samfélagið að rétta brota- mönnum sáttahönd þegar fórn- arlömbin sitja eftir grátt leikin? Svarið er hvorki einfalt né einhlítt en við þurfum sífellt að spyrja okkur grundvallarspurninga af þessu tagi. Svarið afhjúpar í raun hvers konar samfélagi við búum í. Hver er siðferðisgrundvöllur samfélagsins – hvaða gildi eigum við að hafa í heiðri í samskiptum hvert við annað? Eigum við að svara brotum í sömu mynt – svara illu með illu? Oft það fyrsta sem upp í hug- ann kemur þegar við heyrum af ódæðisverkum. Eða eigum við að bæta fyrir brotið og huga að betrun einstaklingsins? Hvort sjónarmiðið vegur þyngra í reynd má deila um en bæði eru óneitanlega til staðar. Fangels- isvist felur í sér valdbeitingu en um leið skýr skilaboð samfé- lagsins til brotamannsins um að horfast í augu við athæfi sitt og axla ábyrgð á verkum sínum. Á sama tíma verður að skapa svig- rúm fyrir fanga til að að vinna sig aftur inn í samfélagið. Ef vonin er tekin burt frá brota- manninum erum við um leið að plægja jarðveginn fyrir áfram- haldandi pínu og hrösun, sem kemur ekki bara niður á brota- manninum sjálfum, heldur sam- félaginu öllu. Hvort sem refsingin innan veggja fangelsis er eitt, tíu eða jafnvel tuttugu ár snýr brota- maðurinn aftur út í samfélagið, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Miklu skiptir að hann sé til- búinn og fær tækifæri til að taka þátt í samfélaginu og að samfélag- ið sé reiðubúið að taka við honum aftur. Hér hefur fangahjálpin Vernd leikið mikilvægt hlutverk við að auðvelda föngum aðlögun- ina í samfélagið að nýju. Þolendur afbrota eru margir Fórnarlömb afbrota eru mörg og þau finnast ekki aðeins meðal þolenda afbrota og aðstandenda þeirra sem oft eiga um sárt að binda. Fangar eru aldrei einir og þeir eiga einhverja að, foreldra, börn eða aðra nákomna sem ekk- ert hafa gert af sér og standa oft berskjaldaðir gagnvart brotum ástvinar. Gerandinn verður svo stundum fórnarlamb eigin verkn- aðar, hann getur ekki hlaupið frá afleiðingum verka sinna, jafnvel þó hann afpláni fjölda ára í fang- elsi. Margir þjást vegna brotanna, sem læsa sig ekki aðeins um þol- endur brota og aðstandendur þeirra, heldur ekki síður gerendur og aðstandendur þeirra. Hugsjónin bak við Vernd hefur einmitt falist í þessu; að þó afbrot- ið geti verið skelfilegt þarf brota- maðurinn ekki endilega að vera ófreskja. Gera verður greinarmun á manneskjunni og afbrotinu sem oft er alls ekki auðvelt. Að for- dæma brotið án þess að fordæma einstaklinginn. Félagsleg staða fanga Langflestir fangar eru karlar í yngri kantinum og það er í sjálfu sér áhugavert rannsóknarefni. Hver eru einkennin að öðru leyti? Í rannsóknum sem ég hef staðið að ásamt öðrum í fangelsum landsins á undanförnum árum hefur skýrt komið fram að félagslegu bak- landi fanga er í mörgum tilfellum verulega ábótavant og þar liggja iðulega rætur afbrotavandans. Fjöskyldutengsl rofin, búsetu- skipti tíð og óregla á heimilinu. Skólaganga í molum, margir þjást af náms- og hegðunarerfiðleikum, og stór hluti ekki lokið grunn- skólanámi – jafnvel í ríkari mæli en á Norðurlöndunum. Á sama tíma hefur komið fram mik- ill áhugi fanga á að mennta sig og fjöldi þeirra stundar nám í fangelsi til að bæta sig. Mörgum hefur tekist vel upp í bæði námi og starfi eftir afplánun og byrj- að nýtt líf án afbrota. Ýmislegt er því hægt að gera til að draga úr afbrotum. Fjármálaráðuneytið tilkynnti nýlega um skipan starfshóps um breytingar á skattakerfinu. Hæstvirtur fjármálaráðherra er ábyrgur fyrir skipan hópsins þótt tilnefningaraðilar eigi líka hlut að máli. Í tilkynningunni mátti sjá svart á hvítu að hópurinn var skip- aður fimm körlum og einni konu. Margir trúðu vart sínum eigin augum. Þetta er náttúrulega alvar- legt brot á lögum nr. 10/2008 auk þess að vera í hróplegu ósamræmi við nýleg lög um jöfn kynjahlutföll í stjórnum og ráðum. Það má vel vera að þessi gjörð fjármálaráð- herra verði ómerkt og hann iðrist, bæti ráð sitt og ákveði að fara að íslenskum lögum og hefur kannski þegar gert það.En þrátt fyrir allt er þetta lögbrot fjármálaráðherr- ans ekki aðalatriði málsins, né heldur að þessi skipan skuli ganga átölulaust fyrir sig í gegnum alla stjórnsýsluna, allt til ráðherra. Aðalatriðið, og í raun mergurinn málsins, er að þessi gjörð lýsir hugarheimi þeirra sem hlut áttu að máli. Hugarheimi sem bundinn er í viðjum vanans og hefðbund- innar menningar og er í raun alls- ráðandi. Vís maður sagði: „Góð meining enga gjörir stoð.“ Orðum verða að fylgja athafnir. Hugmyndaheimur Nú fer í hönd tími uppgjörs og endurskoðunar. Þar fer lítið fyrir umræðu eða skoðun á undirstöð- um hugmyndaheimsins sjálfs. Það á að lappa upp á, en ekki að tak- ast á við grundvöll hugmyndanna sem byggt var á og urðu okkur að falli. Til að orða það umbúða- laust. Karlveldið sjálft. Birtist það okkur ekki grímulaust í hruninu? Flest virðist hníga í þá átt að það ætli að standa af sér sviptingarn- ar og sé tekið til við það á fullu að hreiðra um sig á nýjan leik. Lofar bara bót og betrun og ætlar að bæta siðferðið og haga sér skár. Herða aðeins leikreglurnar, setja strangari lög – og fara eftir þeim! Alt er þetta gott og blessað – en snertir ekki undirstöðurnar, sjálf- an hugmyndaheiminn. Ríkjandi hugmyndir alls stað- ar í heiminum eru byggðar á karl- veldi, sem vissulega tekur á sig ýmsar birtingarmyndir og má þar nefna mismunandi hugmynd- ir um skiptingu gæða jarðarinn- ar. En það hefur staðið meira af sér en hrun einnar smáþjóðar. Trúarbrögð, hagfræðikenning- ar, lýðræðis- og mannréttinda- hugmyndir hafa ekki haggað því mikið. Aðeins mýkt ásýnd þess. En ruglum ekki saman karlveldi, sem er hugmyndaheimur – menn- ing, og einstaklingum. Þetta snýst ekki um „vonda karla“ og „góðar konur“. Konur aðhyllast líka hug- myndir karlveldisins, enda aldar upp í þeirri menningu, líkt og karlmenn. Nei, þetta snýst um hugmyndir – ekki einstaklinga. Að sigra eða tapa En gleymum því ekki að hugmynd- ir karlveldisins grundvallast á fornri og nýrri hernaðarhyggju, landvinningum og yfirráðum yfir auðlindum og mannauði. Obbi karlmanna er alinn upp til að fara út á völlinn og þar gildir sá ein- faldi sannleiki að sigra eða tapa, að drepa eða vera drepinn. Þetta gegnsýrir hugmyndir karla sem ráða heiminum – hugarfar hernað- ar. Hvað kemur þetta nú okkur á Íslandi við eða skipan eins starfs- hóps. Er ekki full langt seilst kann einhver að spyrja. Ekki held ég það. Íslendingar eru ekki einir í heiminum og hafa ekki mótað þá hugmyndafræði sem þeir lúta. En þeir eru svo sannarlega afsprengi hennar eins og dæmin sanna. Hér er ekki verið að gera fjármálaráð- herra eða stjórnsýsluna að blóra- bögglum. Hann, stjórnsýslan og kannski þjóðin öll er afsprengi hugmyndafræði sem er svo sam- ofin menningu okkar að við veit- um henni ekki athygli og lítum kannski á eins og náttúruafl. Voru fjármálamennirnir ekki alveg í stíl hernaðarhyggjunar. Óðu út á vígvöllinn – auðvitað til að sigra, eins og allir ætla sér á þeim velli, en höfðu ekki erindi sem erfiði og töpuðu. Fáir efuðust um erindi þeirra og hefðu líklega aldrei agn- úast út í það, ef þeir hefðu ekki tapað. Sigurvegarar eru hylltir. Það er ekki nema þeir tapi sem óánægjan brýst út. Smáþjóð í sjálfsskoðun En óánægjan virðist ekki ætla að leiða til þess að kafa nógu djúpt, skoða nógu vel og spyrja grund- vallarspurninga. Við virðumst ætla að láta nægja að lappa upp á, laga þetta og hitt, þar á meðal stjórnarskrána, en skirrast við að ráðast að grundvellinum sjálfum. Hugmyndaheiminum. Fyrir hrun var um fátt talað meir en peninga og hvað við ættum mikið af þeim og sífellt meira. Eftir hrun er um fátt talað meir en peninga, en nú hvað við eigum lítið af þeim. Þessi umræða er svo krydduð kröfum um bætt siðferði og betri reglur. Allt gott um það. En karlveldið blívur og hugmyndaheimurinn er sá sami. Heilt samfélag hrundi og er ein rjúkandi rúst – ekki bara efna- hagslega heldur menningar- og hugmyndafræðilega. Það gerist sem betur fer ekki oft í lífi hverr- ar þjóðar. Því þá ekki að nota þetta einstaka tækifæri til að skyggn- ast raunverulega í líf okkar og menningu. Draga okkur sjálf upp á hárinu og snúa innhverfunni út. Horfast svo í augu við það sem við finnum og sjáum. Smáþjóð veltir ekki elsta og áhrifaríkasta valdakerfi sögunnar, en við getum horfst í augu við það og tekist á við það. Til þess þarf umræðu og miskunnarlausa sjálfskoðun. Úr viðjum vanans Uppgjör og endurskoðun Þórhildur Þorleifsdóttir Leikstjóri og formaður Jafnréttisráðs. Það á að lappa upp á, en ekki að takast á við grundvöll hugmyndanna sem byggt var á og urðu okkur að falli. Til að orða það umbúðalaust. Karlveldið sjálft. Afbrot og refsingar Málefni fanga Helgi Gunnlaugsson Prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands Á sama tíma verður að skapa svig- rúm fyrir fanga til að að vinna sig aftur inn í samfélagið. TR I X I Vandaður og léttur bakpoki fyrir börnin. barnabakpoki Verð: 28.800 kr.Verð: 17.200 kr.Verð: 8.500 kr. TONGA Uppdraganlegt handfang og á hjólum. 60 L. rúllutaska TACORA Vatnsheld yfi rbreiðsla fylgir. bakpoki Einnig fáanlegur í hvítu. Einnig fáanleg í 85 L. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.