Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 65
FIMMTUDAGUR 29. apríl 2010 49 FÓTBOLTI Valur hefur ákveðið að lána Harald Björnsson til Þróttar í sumar en gengið var frá láns- samningnum í gær. Þetta kom fram á heimasíðu Vals. Haraldur er uppalinn hjá Val en hann hefur einnig verið á mála hjá Hearts í Skotlandi. Kjartan Sturluson verður því aðalmarkvörður Vals í sumar. - esá Haraldur farinn frá Val: Lánaður til Þróttara VONBRIGÐI Haraldur hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Val. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Charlton hefur ákveðið að selja Jonjo Shelvey til Liver- pool um leið og tímabilinu lýkur en þessi efnilegi enski 21 árs lands- liðsmaður hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með félag- inu síðan hann lék sinn fyrsta leik aðeins 16 ára og 59 daga gamall. Liverpool borgar strax 1,7 millj- ónir punda fyrir leikmanninn en hann hefur þegar gengið í gegnum læknisskoðun og samþykkt kaup og kjör. - óój Liverpool byrjað að kaupa: Shelvey í raðir rauða hersins LAGERHRE INSUNTim bursala Framlengju m lagerhre insun til 30 . apríl BYKO Brei dd Nýjar vörurt.d. pallaefni60%afsláttur Allt að Pallaefni – Burðarvið ur - Vatns klæðning - Panill - By ggingatimb ur Massaran duba palla efni - Garð borð – Blóm aker - Fug lahús o. fl. HANDBOLTI Kvennalið Vals í hand- bolta varð á sunnudaginn Íslands- meistari í fyrsta sinn í 27 ár. Meðal áhorfenda í Framheimilinu var Magnea Friðriksdóttir, fyrirliði Valsliðsins 1983, og inni á vellin- um var dóttir hennar, Katrín Andr- ésdóttir, tilbúin að fórna bakinu fyrir það að verða Íslandsmeistari áður en hún varð að leggja skóna á hilluna aðeins 24 ára gömul. „Það var hrikalega flott að sjá stelpuna verða meistari,“ sagði Magnea sem, fyrir hönd meist- araliðsins fyrir 27 árum, afhenti Valsliðinu eftir leikinn 27 rauð- ar rósir, eina fyrir hvert ár sem félagið er búið að bíða eftir að fá bikarinn heim. „Þetta var mjög stór stund og alveg geggjað. Það var enn þá skemmtilegra að taka þetta í fram- lengingu og þetta var alveg geð- veikt,“ segir Katrín sem man alveg eftir myndinni af mömmu sinni að lyfta Íslandsbikarnum þremur árum áður en hún fæddist. „Ég er oft búin að reyna að lýsa þessu en sem betur fer fékk hún að upplifa þetta áður en hún þurfti að hætta. Það er hrikaleg hamingja hjá mér að sjá hana vinna þetta því hún þarf bara að upplifa þetta einu sinni. Þetta er svo ofboðsleg tilfinning að þetta dugar henni alveg,“ segir Magnea. „Hún er með fæðingargalla og má ekkert vera að spila. Hún getur ekki keypt nýtt bak. Ég er alltaf hrædd ef hún dettur eða fær eitt- hvert högg. Ég er fegin að vita það að hún sé að hætta,“ segir Magnea. Katrín sjálf þurfti að pína sig í gegnum tímabilið en hún sér ekki eftir því núna. „Ég var að spá í það að hætta í fyrra en svo gat ég ekki hætt því að við unnum ekki neitt. Ég var síðan alveg að gefast upp um ára- mótin en ákvað að þrauka fram yfir bikar en þá töpuðum við þar. Mér fannst ég ekki geta hætt þá og þá var ég að spá í að hætta fyrir úrslitakeppnina því ég stóð varla upprétt. Ég er ótrúlega ánægð að hafa þraukað,“ segir Katrín. Magn- ea segir þær mæðgur ekki vera líkar inni á vellinum. „Við erum rosalega ólíkir leik- menn. Ég var leikstjórnandi og mikill fintari. Það var mín sterka hlið því ég dró varla á markið. Ég var ekki skytta eins og Katrín. Hún er svona jaxl í vörn en ég er málband á hæð og hef ekki þenn- an styrk sem hún hefur,“ segir Magnea og hún segir að Katrín hefði getað orðið hörkugóður leik- maður ef meiðslin hefðu ekki heft hana. „Ég á aðra dóttur og hún er í Gróttu og varð Íslandmeistari í 2. deild fyrir tveimur vikum. Ég er með tvo meistara og vona svo að tengdasonurinn bætist við þannig að ég fái þriðja meistarann inn á heimilið. Ég vona að það verði gull um allt hús,“ segir Magnea en kær- asti Katrínar er Fannar Þór Frið- geirsson, leikmaður karlaliðs Vals, sem byrjar úrslitin sín á morgun. „Ég held ég sé meira að gera fólkið í kringum mig geðveikt held- ur en mig sjálfa. Fannar var miklu stressaðri en ég fyrir úrslitakeppn- ina enda var það fyrsta sem hann sagði við mig eftir að ég var orðin meistari: Katrín, núna hættir þú,“ sagði Katrín sem segir það þó vera erfitt að slíta sig frá þessum hóp. „Ég er búin að fá ótrúlegan mik- inn stuðning og líka frá liðsfélög- unum og þjálfurunum. Ég mæti ekki á næstum því allar æfingar og tek ekki þátt í nærri því öllu sem á að gera. Ég stend í þakkar- skuld við alla leikmenn og þjálfara í liðinu sem hafa þolað mig í vetur. Ég hef aldrei verið í liði þar sem er búin að vera eins sterk liðsheild og í vetur. Það ná allar saman, þær eru allar góðar vinkonur og við erum bara þarna fyrir hver aðra,“ segir Katrín og bætir við: „Mér líður þannig núna eins og ég sé ekki hætt í handbolta. Það er ekki alveg komið inn enn þá. Ég verð að lifa mig í gegnum Fannar,“ segir Katrín að lokum. ooj@frettabladid.is Mæðgur tengja meistaralið Vals Mæðgurnar Magnea Friðriksdóttir og Katrín Andrésdóttir hafa báðar orðið meistarar með Val. Magnea var fyrirliði liðsins sem vann fyrir 27 árum en Katrín varð meistari á dögunum í síðasta leiknum sínum. MEISTARAMÆÐGURNAR Magnea Friðriksdóttir og Katrín Andrésdóttir með bikarana sem Katrín vann með Valsliðinu í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.