Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 10
10 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR GRIKKLAND „Kreppa er tækifæri,“ sagði George Papandreou, forsæt- isráðherra Grikklands, og reynir að hvetja til bjartsýni þrátt fyrir verðfall á hlutabréfamörkuðum og vantrú matsfyrirtækisins Stand- ard & Poor‘s á fjárhagsstöðu gríska ríkisins. „Við skulum vinna að endur- fæðingu þjóðarinnar,“ sagði hann á þingflokksfundi Sósíalistaflokks síns í gær: „Nú er að duga eða drepast.“ Fjárhagsvandræði Grikklands eru fyrir löngu komin í hnút eftir fjármálaóstjórn undanfarinna ára. Sósíalistaflokkurinn tók við vægast sagt slæmu búi af hægri- stjórn Kostas Karamanlis síðast- liðið haust, og þarf að takast á við afleiðingarnar. Stjórnin er nú í örvæntingarfullu kapphlaupi við tímann, því 19. maí gjaldfalla stór lán sem ríkissjóður mun engan veginn ráða við án utan- aðkomandi aðstoðar. Sameiginleg björgunaráætl- un Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fimmtán Evrópusambandsríkja var samþykkt fyrir rúmlega hálf- um mánuði, en Þjóðverjar hafa þó verið tregir til, enda eiga þeir að útvega 8,4 milljarða evra af samtals 45 milljarða Evrópuhluta aðstoðar- innar við Grikki, mun hærri fjár- hæð en hin Evrópuríkin. Á fundi fulltrúa AGS með evr- ópskum ráðamönnum í Þýska- landi í gær var hart lagt að Þjóð- verjum að skorast ekki undan, en skoðanakannanir sýna að 57 pró- sent Þjóðverja eru algerlega andvíg því að Þýskaland komi Grikkjum til bjargar. Þjóðverjar eru sjálfir orðnir skuldsettari en góðu hófi gegnir. Samsteypustjórn Kristilegra og Frjálslyndra demókrata, með Ang- elu Merkel kanslara í fararbroddi, hefur safnað skuldum í stærri stíl en áður mun hafa þekkst í Þýska- landi síðan hún tók við völdum fyrir ári. Fjárlagahalli á þessu ári verður 80 milljarðar evra, sem er fjórðungur af útgjaldahlið fjárlag- anna. Ellefu prósent fjárlaga fara nú í afborganir af skuldum. Allt stefnir því í strangar aðhaldsaðgerðir í Þýskalandi á næstu árum til þess að greiða niður skuldirnar. Með því að taka á sig góðan skammt af skuldasúpu Grikklands í viðbót verður áhættan orðin meiri en Þjóðverjar, sem vanir eru því að fara varlega í fjármálum, eiga auðvelt með að sætta sig við. gudsteinn@frettabladid.is Hvetur Grikki til bjartsýni Þjóðverjar eru tregir til að veita Grikkjum fjárhagsaðstoð. Naumur tími er til stefnu, því stór lán gjaldfalla brátt á Grikki. Forsætisráðherra Grikklands lítur á kreppuna sem tækifæri til endurfæðingar þjóðarinnar. EKKERT AÐHALD Fjöldi manns mótmælti aðhaldsaðgerðum stjórnvalda í Aþenu. Ármúla 30 | 108 Reykjavík | Sími 560 1600 | www.borgun.is Borgun hefur sérhæft sig í öruggri greiðslumiðlun í 30 ár. Þekking okkar og reynsla nýtist viðskiptavinum á hverjum degi, allan sólarhringinn. Borgun býður: Allar gerðir posa á hagstæðum kjörum Öruggar lausnir fyrir vefverslanir Skilvirka leið við innheimtu boðgreiðslna Notendavæna þjónustuvefi Hafðu samband í 560 1600 eða borgun@borgun.is og fáðu tilboð í færsluhirðingu. AUÐVELDAR VIÐSKIPTI N O R D IC PH O TO S/A FP FAGNA ÓFÖRUM BANDARÍKJANNA Tveir ungir íranskir hermenn á her- tekinni bandarískri þyrlu taka þátt í athöfn í Teheran til að minnast þess að 30 ár eru frá því Bandaríkjamönn- um mistókst að frelsa gísla. NORDICPHOTOS/AFP Kvikmynd um Högnu Lista- og menningarráð Kópavogs hefur samþykkt að veita einnar millj- ónar króna styrk til gerðar heimildar- myndar um Högnu Sigurðardóttur arkitekt. Högna er einn þekktasti arkitekt landsins en starfaði lengst af í Frakklandi og er búsett þar. Hún teiknaði meðal annars Sundlaug Kópavogs. MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.