Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2010, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 01.05.2010, Qupperneq 2
2 1. maí 2010 LAUGARDAGUR Sigríður, eru ekki allir við hestaheilsu? „Nei, því miður er því ekki að heilsa.“ Hóstapest í hrossum breiðist út um landið. Sigríður Björnsdóttir er dýralæknir hrossasjúkdóma. MIÐBÆJARSKÓLINN Tryggja á stöðu Kvennaskólans í miðborginni með því að ríkið kaupi Miðbæjarskólann. REYKJAVÍK Miðbæjarskólinn í Reykjavík verður brátt seldur rík- inu undir starfsemi Kvennaskólans semjist um verð. Að því er fram kemur í greinargerð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra með tillögu um að borgin selji skóla- bygginguna hafa verið óformlegar viðræður um málið. Samhliða hafi verið rætt um fjárhagslegt upp- gjör milli ríkis og borgar vegna Vesturhlíðarskóla og stöðu samn- ings um viðhald framhaldsskóla í Reykjavík. Forsenda borgarráðs fyrir sölu Miðbæjarskólans er það að miðað verði að lágmarki við fyrirliggjandi verðmat embættis- manna borgarinnar. - gar Uppgjör milli ríkis og borgar: Borgin vill selja Miðbæjarskóla VIÐSKIPTI Bakkavararbræður, þeir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, hættu í stjórn Existu á fram- haldsaðalfundi félagsins sem haldinn var í gær. Þá hættu for- stjórar félagsins, þeir Erlendur Hjaltason og Sigurður Valtýsson, störfum fyrir félagið auk þess sem þeir sögðu sig úr stjórnum dótturfélaga Existu. Nýja stjórn Existu skipa eftir- taldir aðilar; H. Ágúst Jóhann- esson, Halldór Bjarkar Lúðvígs- son, Magnús Magnússon, Sesselja Árnadóttir og Þórarinn V. Þórar- insson. -jhh Ný stjórn kjörin hjá Existu: Bakkavarar- bræður víkja ÞÝSKALAND Berlínarbúar óttast að átök og ólæti á 1. maí, sem hafa verið árviss viðburður ára- tugum saman, verði harkalegri í ár vegna þátttöku nýnasista. Búast má við að nýnasistum lendi saman við óháða róttæk- lingahópa, sem vanir eru því að láta til sín taka með grjótkasti og íkveikjum, auk þess sem hvorir tveggja taka væntanlega afskipti lögreglu óstinnt upp. Alls verða rúmlega sex þús- und lögreglumenn á vaktinni. - gb Búist við árvissum átökum: Nýnasistar hafa boðað þátttöku ELDGOS „Það kom í góðar þarfir að gamall síldarháfur var til hérna við höfnina. Við notuðum hann til að moka öskunni á land,“ segir Kristján Eggertsson, hafnarvörð- ur í Vestmannaeyjum. Unnið var að því í gærdag að hreinsa höfnina af Eyjafjallaösku sem flotið hefur þar inn undanfarna daga. Eins og alþjóð veit hefur askan úr gosinu í Eyjafjallajökli vald- ið þeim miklum vandræðum sem næstir eru eldstöðinni. Vestmanna- eyjar hafa sloppið tiltölulega vel hingað til, en mikið af ösku hefur fallið í sjóinn við Eyjarnar. Svo létt er askan að hún flýtur ofan á haf- fletinum og rekur nú inn í höfnina. Þetta veldur stærri skipum vand- ræðum þar sem askan blandast við kælivatn skipanna. „Þetta fer inn á vélarnar og stífl- ar síur. Þær geta þá ofhitnað og má nefna að Þorsteinn ÞH hefur í tví- gang lent í því að þurfa að drepa á og ekki komist að bryggju,“ segir hafnarvörðurinn. Kristján segir að borið hafi á þessum vanda undanfarna daga. Í gær hafi legið fyrir að eitthvað yrði að gera svo að starfsemi hafnarinn- ar raskaðist ekki. Kristján, ásamt þrem öðrum starfsmönnum hafnar- innar, gerði þá tiltækar flotgirðing- ar, sem hugsaðar eru til að bregðast við olíumengun, til að þétta öskuna við bryggju. „Síðan tókum við gamlan síldar- háf, sem ekki hefur verið notaður í einhverja áratugi, og háfuðum ösk- una upp á vörubíla. Úr þessu urðu þrjú bílhlöss,“ segir Kristján sem bætir því við að enn sé nokkurt magn eftir í höfninni og ekki útséð með að enn meira reki inn í höfnina á næstu dögum. „Við höfum fengið þær fréttir að stórir öskuflákar séu á reki hérna úti fyrir.“ Fyrirhuguð var skipulögð hreins- unarferð frá Vestmannaeyjum í dag. Áttu þeir sem ætluðu að rétta bændum undir Eyjafjöllum hjálp- arhönd að fá ferðina með Herjólfi að kostnaðarlausu. Almannavarnir sendu hins vegar frá sér tilkynningu í gær um að vegna fyrirsjáanlegs öskufalls um helgina væri hreinsunarstarfi sjálf- boðaliða frestað þar til betur hent- aði til slíkra starfa. Gosið undir jöklinum er annars stöðugt, segir í stöðuskýrslu eftir eftirlitsflug jarðvísindamanna í gær. Hraun rennur í norðurátt að Gígjökli en gosórói er svipaður og síðustu sjö daga. Enginn jarð- skjálfti hefur mælst síðan í gær. Ekki sjást nein merki þess að gosi sé að ljúka. svavar@frettabladid.is Mokuðu gosösku úr höfninni með háfi Hafnarstarfsmenn þurftu að hreinsa ösku úr Vestmannaeyjahöfn þar sem hún olli stærri skipum vandræðum. Olíuhreinsunarbúnaður og áratuga gamall síld- arháfur var nýttur til verksins. Stórir öskuflákar eru á floti úti fyrir Eyjum. VESTMANNAEYJAHÖFN Í GÆR Hafnsögubáturinn Léttir, undir styrkri stjórn Sveins Valgeirssonar skipstjóra, var nýttur til ösku- hreinsunar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR KÖNNUN Besti flokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn mælast með svipað fylgi í borginni og fengju fjóra borgarfulltrúa kjörna, hvor flokkur, ef gengið yrði til kosn- inga nú. Þetta er niðurstaða þjóð- arpúls Gallup sem fréttastofa RÚV sagði frá í gær. Samfylkingin mælist með 28 prósenta fylgi í Reykjavík og Sjálfstæðisflokkurinn 27 prósent. Besti flokkurinn fengi 24 pró- sent atkvæða, Vinstri grænir 16 prósent og Framsókn 4 prósent. Framboð Ólafs F. Magnússonar mælist með um 1 prósents fylgi. Þjóðarpúls Gallup: Besti flokkur- inn fengi fjóra SKATTAMÁL Skattrannsóknarstjóri hefur farið fram á kyrrsetningu á 650 milljónum í eigu Stoða, áður FL Group. Þá hefur einnig verið farið fram á kyrr- setningu á eigum Jóns Sigurðssonar, framkvæmda- stjóra Stoða. Í yfirlýsingu frá stjórn Stoða kemur fram að stjórnin telji aðgerðir skattayfirvalda harkalegar. Afstaða skattrannsóknarstjóra sé byggð á röng- um forsendum. Það sé skoðun stjórnarinnar að ekki hafi átt að greiða íslenskan virðisaukaskatt af kostnaði vegna þjónustu erlendra dótturfélaga, ólíkt því sem skattrannsóknarstjóri telur. Jón Sigurðsson sendi einnig frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær. Hann fullyrðir að hann hafi engin lög brotið í starfi sínu hjá Stoðum. Hann hafi aðeins verið stjórnandi félagsins síðustu 27 dag- ana af þeim þremur árum sem hin meintu brot eiga að hafa átt sér stað. Hann hafi enga beina aðkomu haft af virðisaukaskattskilum félagsins og enga persónulega hagsmuni af því hvernig að þeim var staðið. Sagt hefur verið frá því í fjölmiðlum að skatt- rannsóknarstjóri hyggist einnig kyrrsetja eignir Hannesar Smárasonar, Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar og Skarphéðins Bergs Steinarssonar vegna rann- sóknarinnar. Hannes var stjórnarformaður félags- ins og síðar forstjóri. Jón Ásgeir og Skarphéðinn sátu í stjórn. - sh Fulltrúar Stoða þvertaka fyrir það að hafa svikið undan skatti: Kyrrsett hjá Jóni og Stoðum KÖNNUN Íslenskir karlmenn lifa lengst allra karla í heiminum og konur frá Kýpur lifa lengst kyn- systra sinna, samkvæmt niður- stöðum nýrrar rannsóknar sem birt var í tímaritinu The Lancet. Rannsakendur könnuðu hversu margir létust hlutfallslega á hverju ári áður en þeir ná sex- tugsaldri. Á meðal karla var talan lægst á Íslandi, en þar lát- ast 65 karlmenn af þúsund fyrir sextugt, 71 í Svíþjóð og 73 á Möltu og í Hollandi. Kýpverskar konur lifa lengst kvenna en þar látast 38 konur af hverjum þúsund áður en þær verða sextugar. Um 40 látast í Suður-Kóreu og 41 í Japan, Ítalíu og á Grikklandi. Ný rannsókn um lífaldur: Íslenskir karl- menn lifa lengst Jafntefli í fimmtu skákinni Veselin Topalov og Viswanathan Anand gerðu jafntefli í 5. viðureign heimsmeistaraeinvígisins í skák. Anand beitti Slavneskri vörn, fékk þrönga en trausta stöðu og náði að jafna taflið fljótlega. Hann hefur því enn forystu í einvíginu, 3-2. SKÁK RANNSAKAÐIR Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson fara yfir ársuppgjör FL Group frá 2007. FRÉTTABLAÐIÐ / ANTON SLYS Sá þremenninganna sem slas- aðist mest eftir slys í stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar í fyrrinótt er á góðum batavegi, að sögn vakt- hafandi læknis á Landspítalanum í Fossvogi. Hann liggur ennþá á gjörgæsludeild en góðar vonir eru til þess að hann losni fljótlega, jafn- vel í dag. Fjölmennt lögreglu- og slökkvilið ásamt sjúkrabílum og læknum voru send að Hellisheiðarvirkjun aðfara- nótt föstudags, eftir að þaðan barst beiðni um bráðaaðstoð. Tveir starfs- menn Orkuveitu Reykjavíkur höfðu þá misst meðvitund við vinnu sína vegna gasleka. Þeir urðu fyrir eitr- un sem varð þess valdandi að þeir misstu meðvitund og féllu af vinnu- palli ofan á heit rör í vélasalnum og brenndust. Sá er enn liggur á gjör- gæsludeild brann sýnu verr en hinn. Þriðji maðurinn komst út í tíma og hafði samband við Neyðarlín- una. Honum tókst að bjarga öðrum félaga sinna út. Þeir sem ekki kom- ust út af sjálfsdáðum voru fluttir á sjúkrahús. Snarræði og rétt við- brögð við slysinu ráða því að betur fór en á horfðist, segir í tilkynningu frá OR. Orkuveitan fer nú yfir öryggismál í vélasalnum. Vinnueftirlitið og lög- regla fara með rannsókn slyssins. - shá Betur fór en á horfðist eftir vinnuslys í stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar: Féllu af vinnupalli og brenndust HELLISHEIÐARVIRKJUN Ekkert bendir til þess að öryggisreglur hafi verið brotnar og viðbrögð starfsmanna hafi verið til fyrirmyndar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS Nýr Nicorette plástur fæst nú 25 mg og hálfgagnsær Nýt t! Nicorette® nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð til að auðvelda reykingafólki að venja sig af tóbaki með því að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt. Nota má forðaplásturinn einan og sér eða samtímis 2mg Nicorette lyfjatyggigúmmíi eða Nicorette innsogslyfi. Hámarksdagskammtur er 1 stk forðaplástur og annað hvort 24 stk lyfjatyggigúmm eða 12 hylki af innsogslyfi.Til að ná sem bestum árangri skal fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarlegar hjartsláttartruflanir, ómeðhöndlaðan háþrýsting eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicorette. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicorette í samráði við heilbrigðisstarfsfólk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatún 2, 210 Garðabæ. Nicorette Invisi 25 mg Er að hærri styrkleika en fyrri forðaplástrar frá Nicorette
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.