Fréttablaðið - 01.05.2010, Síða 6
6 1. maí 2010 LAUGARDAGUR
ALÞINGI „Viðbrögðin koma ekki á óvart,“ sagði
Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráð-
herra, á Alþingi í gær um afgreiðslu Presta-
stefnu á frumvarpi til hjúskaparlaga. Presta-
stefna vísaði frumvarpinu til frekari umræðu
biskups og kenningarnefndar kirkjunnar eftir
harðar deilur.
Ragna sagði að hún hefði „kannski vænst
þess að Þjóðkirkjan, sem hefur samfélagsleg-
um skyldum að gegna, hefði tekið jákvæðar í
málið“.
Frumvarpið heimilar kirkjunni að vígja
samkynhneigð pör í hjónaband. Auður Lilja
Erlingsdóttir, varaþingmaður VG, gerði
afgreiðslu Prestastefnu að umtalsefni og sagði
það misbjóða réttlætiskennd
sinni að kirkja studd af rík-
inu fái að mismuna þjóðfé-
lagshópum eftir kynhneigð.
Hún spurði hvort ráðherr-
ann teldi rétt að svipta þjóð-
kirkjuna heimild til að vígja
hjón? Ragna áréttaði að hún
teldi að með því væri of
langt gengið.
„Það er ekki tilefni til
þess,“ sagði Ragna og sagð-
ist ekki hafa trú á að beita ætti kirkjuna
þvingun í þessu máli: „Ég tel að umræða og
rökhyggja leiði til þess að það verði almennt
þannig að samkynhneigð pör geti farið í
kirkju, þjóðkirkju eða aðra kirkju, og fengið
þar hjónavígslu,“ sagði hún. - pg
Ragna Árnadóttir telur að umræða leiði til þess að samkynhneigðir fái að gifta sig í kirkju:
Viðbrögð prestastefnu komu ekki á óvart
RAGNA
ÁRNADÓTTIR
SKÝRSLAN Óefnislegar eignir átt-
földuðust að verðmæti í bókhaldi
íslenskra fyrirtækja frá árunum
2003 til 2007. Þær námu samtals 40
milljörðum árið 2003 en voru orðn-
ar 232 milljarðar árið 2007.
Þetta kemur fram í skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis. Til óefnis-
legra eigna teljast helst viðskipta-
vild og aflaheimildir.
Úr skýrslunni má lesa að aukn-
ingin undanfarin ár skýrist að
stærstum hluta af verðmæti kvóta
í bókum sjávarútvegsfyrirtækja
annars vegar en viðskiptavild eign-
arhaldsfélaga hins vegar.
Óefnislegar eignir í sjávarútvegi
voru 92 milljarðar króna árið 2007
og höfðu tvöfaldast úr 46 milljörð-
um árið 2005. Þar er um að ræða
breytingar á verðmati kvótans,
segir í skýrslunni. Bókfærðar óefn-
islegar eignir eignarhaldsfélaga
eins og Baugs, Existu, Samsonar og
FL Group höfðu tæplega fjórfaldast
á sama tímabili, úr 22 milljörðum
króna í 85 milljarða.
Bókfærð viðskiptavild kom
fyrst fram sem umtalsverð stærð
í bókum fjármálafyrirtækja árið
2005 þegar hún var 17 milljarðar og
jókst í 25 milljarða árið 2007. Þró-
unin sést á myndum hér til hliðar.
- pg
Bókhald íslenskra fyrirtækja tekið fyrir í skýrslu rannsóknarnefndar:
Óefnislegar eignir áttfölduðust
Á árunum 2003 til 2008 greiddu Hagar samtals út 1.732 milljónir króna í
arð þótt eigið fé fyrirtækisins væri ávallt neikvætt þessi ár, að frádregnum
óefnislegum eignum. Af þessu voru 1.332 milljónir greiddar út 2006.
Hæsta einstaka greiðslan umfram eigið fé í bókum íslensks félags var árið
2004 þegar 2.200 milljóna arður var tekinn út úr Skeljungi þótt eigið fé væri
þá neikvætt um 1.799 milljónir, ef litið var fram hjá viðskiptavild.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum greiddi út samtals 1.490 milljóna arð á
tímabilinu og Toyota á Íslandi greiddi út 1.417 milljónir í þremur greiðslum á
árunum 2005 til 2007 þótt jákvæð eiginfjárstaða hvíldi þá á viðskiptavild.
HB Grandi greidd út meira en 100 milljónir í arð á fjórum af þeim sex
árum sem skoðuð eru í skýrslunni. Í öll skiptin var eigið fé neikvætt að
frádregnu verðmæti kvóta. Arðgreiðslurnar námu samtals 843 milljónum
króna.
Arður af engu
FJÁRMÁLAHRUN Fjölmenni mætti
í gær á málstofu félaga lögfræð-
inga, lögmanna og dómara um það
hvað taki við í íslensku samfélagi
eftir að skýrsla rannsóknarnefnd-
ar Alþingis hefur verið gefin út.
Páll Hreinsson, hæstaréttar-
dómari og formaður rannsóknar-
nefndarinnar, sagði í framsögu á
málstofunni að orsakanna fyrir
bankahruninu væri aðallega að
leita í áhættu sem bankarnir tóku
á árunum 2004 til 2006. „Í þess-
um hraða vexti sprengdu bankarn-
ir innra eftirlit og gæðakerfi sín,“
sagði Páll sem kvað engan vafa á
því að bankarnir hefðu farið allt-
of geyst í skuldabréfaútgáfu á
erlendum mörkuðum.
Páll sagði að þegar ljóst hafi
verið hvert stefndi hafi stjórn-
kerfið ekki brugðist við til að
lágmarka tjónið í óumflýjanlegu
hruni heldur hafi Seðlabankinn og
stjórnarráðið bent hvort á annað.
„Þetta endaði því í þrátefli aðgerð-
arleysis,“ lýsti Páll stöðunni.
Bæði Páll Hreinsson og Helgi
I. Jónsson, dómstjóri í Héraðs-
dómi Reykjavíkur, sögðust telja að
koma þyrfti á sérstöku millidóms-
tigi til að létta sívaxandi álagi af
núverandi dómskerfi. Líkti Páll
komandi málafjölda við hamfara-
hlaup. „Ef það á að geta náðst sátt
í samfélag okkar verður nauðsyn-
legt uppgjör að geta farið fram
fyrir dómstólum,“ sagði hann.
Salvör Nordal, forstöðumaður
Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands
og einn höfunda siðakafla skýrslu
rannsóknarnefndarinnar, sagði
þætti lögmanna ekki hafa verið
gerð sérstök skil í skýrslunni.
Hún minnti hins vegar á að í siða-
reglum Lögmannafélags Íslands
sé tekin fram ótvíræð skylda
lögmanna gagnvart réttvísi og
réttlæti.
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor
í stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands, kallaði eftir opnari og
málefnalegri umræðu en hér hefði
tíðkast. Reynt hafi verið að þagga
niður í fólki, hlaupið hafi verið eftir
„pólitískum dillum“ og skort hafi á
virðingu fyrir áliti sérfræðinga.
Páll tók undir með Ólafi um að
verulega skorti á eðlilega rökræðu
hér. Til dæmis hafi lögmenn ekki
verið nógu duglegir að taka til
máls.
„Það er alveg ljóst að háskóla-
samfélagið var beitt hótunum um
að fá ekki kostun ef óróasegg-
ir þar hættu ekki að tala illa um
bankana,“ sagði Páll. „Á endan-
um held ég að þetta hafi verið eins
og í nýju fötunum keisarans – að
keisarinn hafi gengið ber alllengi
þegar loksins var á það bent.“
gar@frettabladid.is
Þrátefli aðgerðarleysis
varð Íslandi dýrkeypt
Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, og Ólafur Þ. Harðarson,
prófessor í stjórnmálafræði, vilja efla rökræðu í kjölfar hrunsins. Páll segir að
nauðsynlegt uppgjör þurfi að fara fram fyrir dómstólum og að þá verði að efla.
PALLBORÐ Á MÁLSTOFU LÖGMANNA Páll Hreinson, Salvör Nordal, Ólafur Þ. Harð-
arson og Helgi I. Jónsson héldu erindi og sátu fyrir svörum í gær á málstofu um
eftirmál hrunsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ég tel að umræða og rökhyggja
leiði til þess að það verði
almennt þannig að samkynhneigð pör
geti farið í kirkju, þjóðkirkju eða aðra
kirkju, og fengið þar hjónavígslu.
RAGNA ÁRNADÓTTIR
DÓMSMÁLARÁÐHERRA
Dalshrauni 13, Hafnarfi rði - sími 578 9700
GLEÐILEGT
SUMAR
Opið 1. maí, 10:00 – 16:00
Er grillvertíðin hafin á þínu
heimili?
JÁ 43,1%
NEI 56,9%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Viltu að giftingar samkyn-
hneigðra verði leyfðar innan
þjóðkirkjunnar?
Segðu skoðun þína á visir.is
KJÖRKASSINN