Fréttablaðið - 01.05.2010, Síða 13
LAUGARDAGUR 1. maí 2010
SAMKEPPNISMÁL Áfrýjunarnefnd
samkeppnismála hefur staðfest þá
niðurstöðu Samkeppniseftirlits-
ins (SE) að Síminn hafi brotið sam-
keppnislög gagnvart fjarskipta-
fyrirtækinu TSC. Hins vegar
lækkar áfrýjunarnefndin sektina
sem Samkeppniseftirlitið gerði Sím-
anum upphaflega að greiða úr 150
milljónum í 50 milljónir.
Fyrirtækin starfa bæði á mark-
aði fyrir sölu á internettengingum
og internetþjónustu. TSC kvartaði
til Samkeppniseftirlitsins í byrj-
un maí 2007 og taldi að fyrirtækið
hefði misst viðskiptavini í kjölfar
samruna Símans og Íslenska sjón-
varpsfélagsins sem rekur Skjá
einn. Taldi TSC að Síminn hefði
boðið þeim sem keyptu tengingu hjá
fyrirtækinu sjónvarp um internetið
án endurgjalds.
Samkeppniseftirlitið komst upp-
haflega að þeirri niðurstöðu að Sím-
inn hefði ekki farið eftir skilyrðum
sem sett voru við samruna fyrir-
tækisins og Íslenska sjónvarpsfé-
lagsins árið 2005. Áfrýjunarnefnd-
in tekur undir þá afstöðu og telur
það hafa verið neytendum til tjóns.
Rök áfrýjunarnefndarinnar fyrir
því að lækka sektina er versnandi
fjárhagsafkoma Símans og að hugs-
anlegir tæknilegir annmarkar hafi
átt þátt í hluta brotsins. - shá
SÍMINN Forsvarsmenn Símans meta
hvort tilefni er til frekari málarekstrar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Staðfest að Síminn braut samkeppnislög á fjarskiptafyrirtækinu TSC hf.:
Brot staðfest en sekt lækkuð
VIÐSKIPTI Stjórn Landsbanka
Íslands væntir þess að nýr banka-
stjóri Landsbankans verði ráðinn
um miðjan næsta mánuð. Þetta
kom fram á aðalfundi Lands-
bankans í gærmorgun. Umsóknar-
frestur um stöðu bankastjóra
rann út 18. apríl en ekki er búist
við því að gefið verði upp hversu
margir sóttu um starfið.
Ásmundur Stefánsson, núver-
andi bankastjóri, gerir ráð fyrir
að hann láti af störfum í lok maí-
mánaðar. Hann tók við stöðunni
eftir að Elín Sigfúsdóttir lét af
því starfi í fyrra. - jhh
Breytingar hjá Landsbanka:
Nýr bankastjóri
í næsta mánuði
SUÐUR-KÓREA Stjórnvöld í Suður-
Kóreu munu væntanlega leita til
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
um refsiaðgerðir gagnvart Norð-
ur-Kóreu vegna herskips sem
talið er víst að norðanmenn hafi
sökkt í síðasta mánuði.
Yfir fjörutíu manns fórust með
skipinu Chenonan sem brotnaði í
tvennt og sökk eftir að hafa orðið
fyrir tundurskeyti. Búið er að
ná flakinu af hafsbotni og eng-
inn vafi talinn leika á að tundur-
skeyti hafi grandað skipinu.
Suður-Kórea hefur ekki form-
lega sakað Norður-Kóreu um
verknaðinn en menn þar í landi
eru ekki í nokkrum vafa um að
norðanmenn hafi staðið þar að
baki. -ót
Stjórnvöld í Suður-Kóreu:
Vilja aðgerðir
frá öryggisráði
FÉLAGSLÍF Á síðasta umræðufundi
UNIFEM í vetur verður sýnd
heimildarmyndin Börn til sölu
eftir Maríu Sigrúnu Hilmarsdótt-
ur fréttakonu. Myndin fjallar um
þær tugþúsundir kambódískra
stúlkna sem seldar eru mansali á
hverju ári.
Að sýningu lokinni svarar María
Sigrún spurningum, en að því búnu
segir Steinunn Gyðu- og Guðjóns-
dóttir, framkvæmdastýra UNI-
FEM, frá starfi UNIFEM í Kamb-
ódíu og nýlegri ferð sinni þangað.
Fundurinn hefst klukkan 12 á
morgun í húsnæði UNIFEM að
Laugavegi 42. - gb
UNIFEM býður í bíó:
Rætt um man-
sal í Kambódíu
Í KAMBÓDÍU María Sigrún ásamt kamb-
ódískum stúlkum.
STEF býður til opins fundar um starfsemi
samtakanna, megináherslur og verkefnin
framundan.
Hvar þá? Nk. mánudagskvöld 3. maí kl. 21.00 á Korn hlöðu-
loftinu við Bankastræti (aftan við Lækjarbrekku).
Hverjir mæta? Eiríkur Tómasson framkvæmdastjóri, Jenný
Davíðsdóttir skrifstofustjóri og Jakob Frímann Magnússon
formaður ávarpa fundinn og svara spurningum.
Hvað svo? Léttar veitingar og lifandi tónlist.
Hvað kostar inn? Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
STEF, who?
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Virðing
Réttlæti
Við berum
mikla ábyrgð.
Í dag fögnum við 1. maí
Í dag fögnum við þeim árangri sem samstaða og barátta launþega hefur
skilað undanfarna áratugi. Látum 1. maí einnig minna okkur á að standa
áfram vörð um réttindi okkar svo komandi kynslóðir fái þeirra einnig
notið. Það er okkar ábyrgð. Um leið og við óskum landsmönnum til
hamingju með daginn, hvetjum við VR félaga til að sýna samstöðu og
mæta í kröfugönguna. Safnast verður saman á Hlemmi kl. 13.00
og gengið niður Laugaveg sem leið liggur á Austurvöll þar sem úti-
fundurinn hefst kl. 14.10. Flutt verða ávörp og skemmtiatriði í tilefni
dagsins. Að útifundinum loknum verða kaffiveitingar á Broadway.
Hlökkum til að sjá ykkur!