Fréttablaðið - 01.05.2010, Page 16

Fréttablaðið - 01.05.2010, Page 16
16 1. maí 2010 LAUGARDAGUR SKOÐANAKÖNNUN: Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Miklar sviptingar hafa orðið á fylgi flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokk- urinn er stærsti flokkurinn en yfirlýsta grínframboð- ið Besti flokkurinn mælist með meira fylgi en Sam- fylkingin, og jafn marga borgarfulltrúa. Besti flokkurinn, viðurkennt grín- framboð undir forystu skemmti- kraftsins Jóns Gnarr, myndi fá atkvæði tæplega fjórðungs kjós- enda í borgarstjórnarkosningun- um í Reykjavík í lok maí og fjóra borgarfulltrúa. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönn- unar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests stuðnings meðal borgarbúa samkvæmt könnuninni, og fengi 30 prósent atkvæða og fimm borgar- fulltrúa ef marka má niðurstöður könnunarinnar. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var 25. mars fékk flokkurinn 39,4 prósent atkvæða og sjö borgarfulltrúa, sama fjölda og hann hefur í dag. Fylgi við flokkinn hefur því dreg- ist saman um 9,4 prósentustig. Alls sögðust 23,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku að þeir myndu greiða Besta flokknum atkvæði sitt yrði gengið til kosninga nú. Það myndi skila flokknum fjórum borgarfulltrúum. Í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mældist flokkurinn með 12,7 prósent og tvo borgar- fulltrúa. Á rúmum mánuði hefur fylgið því nær tvöfaldast. Samfylkingin mælist nú þriðji stærsti flokkurinn í borginni með stuðning 22,8 prósent. Flokkurinn fengi fjóra borgarfulltrúa yrðu það niðurstöður kosninga. Fylgi við flokkinn hefur minnkað um 3,5 prósentustig milli kannana. Vinstri græn fá stuðning 17 prósenta þeirra sem afstöðu taka í könnuninni, sem myndi skila flokknum tveimur borgarfulltrúum. Besti flokkurinn stærri en Samfylkingin Flestir sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verði áfram borgarstjóri eftir kosningar 29. maí. Alls sögðust 36,6 prósent vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra að kosning- um loknum. Næstflestir nefndu Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinn- ar, eða 31 prósent. Þriðji vinsælasti borgarstjórakandídatinn var Jón Gnarr, efsti maður á lista hjá Besta flokknum, en 25,7 prósent sögðust vilja hann sem næsta borgarstjóra. Aðrir fengu minni stuðning í stólinn. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, nýtur stuðnings 4,2 prósenta, og 1,8 prósent aðspurðra nefndu Einar Skúlason, oddvita Framsóknarflokksins. Ólafur F. Magnússon, sem býður fram fyrir hönd Framboðs óháðra, fékk stuðning 0,7 prósenta. Hanna Birna nýtur svipaðs fylgis meðal karla og kvenna, en Dagur virðist sækja sitt fylgi frekar til kvenna. Alls sögðust 37 prósent kvenna styðja Dag í stól borgarstjóra en 26 prósent karla. Hlutföllin voru öfug hjá Jóni Gnarr, 32 prósent karla vilja hann sem næsta borgarstjóra en 17 prósent kvenna. Af þeim sem ekki vildu einhvern af forystumönnum framboðanna vildu flestir fá ópólitískan borgarstjóra. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 29. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlut- fallslega eftir aldri. Spurt var: Hver vilt þú að verði borgarstjóri að loknum sveitarstjórnar- kosningum? Alls tóku 56 prósent þeirra sem hringt var í afstöðu til spurningarinnar. Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra FRÉTTASKÝRING BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is Vinstri græn mældust með 14,2 prósenta fylgi í síðustu könnun, og hafa því bætt við sig 2,8 pró- sentustiga fylgi, þó það skili þeim óbreyttum fjölda borgarfulltrúa. Aðeins Sjálfstæðisflokkur, Besti flokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn fá nægjanlegan stuðning til að tryggja sér borgar- fulltrúa, samkvæmt könnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn mælist nú með stuðning 3,8 prósenta kjós- enda, 1,8 prósentum minna en í síð- ustu könnun. Reykjavíkurframboðið, sem nýlega tilkynnti um framboð í kosningunum, nýtur samkvæmt könnuninni stuðnings 1,7 prósenta borgarbúa. Óháð framboð um heiðarleika, undir forystu Ólafs F. Magnús- sonar, fengi stuðning 1,3 pró- senta yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Enginn þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn í sveitar- stjórnarkosningum. Karlar styðja frekar Besta flokkinn Umtalsverður munur er á afstöðu kynjanna til þriggja flokka sér- staklega. Þannig styðja karl- menn mun frekar Besta flokkinn en konur. Alls sögðust 28 prósent karlmanna myndu kjósa flokkinn en 17 prósent kvenna. Samfylkingin nýtur meiri stuðn- ings meðal kvenna en karla. Tæp- lega 28 prósent kvenna styðja Sam- fylkinguna en 19 prósent karla. Svipaða afstöðu má sjá til Vinstri grænna þar sem tæplega 21 pró- sent kvenna sagðist styðja flokk- inn en tæplega 15 prósent karla. Minni munur var á afstöðu kynj- anna til Sjálfstæðisflokksins, 31 prósent karla sögðust myndu kjósa flokkinn, en 29 prósent kvenna. Ekki var marktækur munur á afstöðu kynjanna til smærri fram- boða. Tæp 59 prósent tóku afstöðu Hringt var í 800 manns fimmtu- daginn 29. apríl. Þátttakend- ur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveit- arstjórnakosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða ein- hvern annan flokk? Alls tóku 58,8 prósent þeirra sem hringt var í afstöðu til spurningarinnar. Dagur B. Eggertsson 31,0% Einar Skúlason 1,8% Hanna Birna Kristjánsdóttir 36,6% Jón Gnarr 25,7% Ólafur F. Magnússon 0,7% Sóley Tómasdóttir 4,2% Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Frjálslyndi flokkurinn Óháð framboð um heiðarleika Reykjavíkurframboð Samfylkingin Vinstri græn Besti flokkurinn 50 40 30 20 10 0% Kosningar 27. maí 2006 Könnun 25. mars Könnun 29. apríl Fylgi flokka Skipting borgarfulltrúa Samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 næðu fyrstu fimm full- trúarnir á lista Sjálfstæðisflokksins kjöri í komandi kosningum, sem og fjórir fulltrúar frá Samfylkingunni og Besta flokknum og tveir frá Vinstri grænum, eins og sjá má hér til hliðar. HEIMILD: SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 HEIMILD: SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 Verið öll velkomin! Vi ns tri hr ey fin gi n - g ræ nt fr am bo ð vi ll be ita s ér fy rir ró ttæ ku m þ jó ðf él ag su m bó tu m a lm en ni ng i t il hagsbóta, hefja vernd náttúru og umhverfis til vegs á Íslandi og treysta byggð um allt land. Hreyfingin er samstarfsvettvangur og baráttutæki þeirra, sem vilja útrým a kynjam isrétti og tryggja jafnrétti, kvenfrelsi... // sjá m eira á w w w .vg.is/stefna/ Kosningaskrifstofa VG í Reykjavík I Suðurgata 10 I opið kl. 13-18 alla daga I sími 517 0723 I reykjavik@vg.is I www.vg.is Gleðilega hátíð! Vinstri græn lýsa yfir samstöðu með launafólki um allt land. Við bjóðum í 1. maí kaffi að Vestugötu 7 eftir kröfugöngu og útifund.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.